Fréttablaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 44
9. október 2017 Ísland 2-0 Kósóvó Farseðillinn á HM tryggður með 2-0 sigri á Kósóvó. Þetta var þrettándi keppnisleikur Íslands án ósigurs á Laugardalsvelli. 8. nóvember 2017 Tékkland 2-1 Ísland Vináttulandsleikur í Katar. Lykilmenn á borð við Gylfa Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson voru hvíldir. 14. nóvember 2017 Ísland 1-1 Katar Jafntefli í seinni vináttu- landsleiknum í Katar. 11. janúar 2018 Ísland 6-0 Indónesía Fastamenn fjarverandi. Sex leikmenn skoruðu sitt fyrsta landsliðsmark í stórsigri. 14. janúar 2018 Ísland 4-1 Indónesía Albert Guðmundsson varð fyrsti Íslendingurinn síðan 2013 til að skora þrennu í landsleik. 24. mars 2018 Mexíkó 3-0 Ísland Fullstór ósigur í vináttu- landsleik í Bandaríkjunum. 27. mars 2018 Perú 3-1 Ísland Perúmenn höfðu tals- verða yfirburði í seinni vináttulandsleiknum í Bandaríkjunum. 2. júní 2018 Ísland 2-3 Noregur Tap fyrir lærisveinum Lars Lagerbäck. Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi yfir í endurkomuleik eftir meiðsli en Norðmenn tryggðu sér sigurinn með því að skora tvö síðustu mörkin. 7. júní 2018 Ísland 2-2 Gana Íslendingar töpuðu niður tveggja marka forskoti í síðasta leiknum fyrir HM. 16. júní 2018 Ísland 1-1 Argentína Frábær úrslit í fyrsta leik Íslands á HM. Hannes Þór Halldórsson varði víti frá Lionel Messi. 22. júní 2018 Nígería 2-0 Ísland Eftir ágætan fyrri hálfleik tóku Nígeríumenn völdin í seinni hálfleik. 26. júní 2018 Ísland 1-2 Króatía Íslendinga vantaði á kafla aðeins eitt mark til að komast í 16 liða úrslit á HM. En tap varð niðurstaðan fyrir Króatíu sem tefldi ekki fram sínu sterkasta liði. Síðasti leikur Heimis Hall- grímssonar með íslenska liðið. 8. september 2018 Sviss 6-0 Ísland Íslendingar biðu afhroð í fyrsta leiknum undir stjórn Eriks Hamrén og fyrsta leiknum í hinni nýju Þjóðadeild. 11. september 2018 Ísland 0-3 Belgía Íslendingar máttu sín lítils gegn bronsliðinu frá HM. Fyrsta tapið í keppnisleik á heimavelli í fimm ár. Níundi leikurinn í röð án sigurs. OKTÓBER NÓVEMBER DESEMBER JANÚAR MARS APRÍLFEBRÚAR MAÍ JÚNÍ JÚLÍ ÁGÚST SEPTEMBER OKTÓBER NÓVEMBER DESEMBER 20 18 20 17 2019 Haukar - FH 29-29 Haukar: Atli Már Báruson 10/2, Daníel Þór Ingason 8, Heimir Óli Heimisson 3, Ásgeir Örn Hallgrímsson 3, Halldór Ingi Jónasson 2, Einar Pétur Pétursson 1, Grétar Ari Guð- jónsson 1, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 1. FH: Jóhann Birgir Ingvarsson 9, Ásbjörn Friðriksson 8/6, Birgir Már Birgisson 5, Einar Rafn Eiðsson 3, Ágúst Birgisson 2, Arnar Freyr Ársælsson 1, Bjarni Ófeigur Valdi- marsson 1. ÍR - Selfoss 24-30 ÍR: Kristján Orri Jóhannsson 7/1, Elías Bóas- son 6, Björgvin Hólmgeirsson 5/2, Sturla Ásgeirsson 3, Bergvin Þór Gíslason 1, Sveinn Andri Sveinsson 1, Stephen Nielsen 1. Selfoss: Einar Sverrisson 9/1, Árni Steinn Steinþórsson 6, Alexander Már Egan 5, Elvar Örn Jónsson 4, Atli Ævar Ingólfsson 3, Her- geir Grímsson 2, Pawel Kiepulski 1. Nýjast Olís-deild karla Þór/KA - Wolfsburg 0-1 0-1 Pernille Harder (31.). Meistaradeild Evrópu FÓTBOLTi Stór töp og leikmenn sem mæta ekki í viðtöl. Síðustu dagar hjá íslenska karlalandsliðinu hafa því miður minnt á gamla og öllu leiðinlegri tíma í sögu þess. Ísland tapaði 0-3 fyrir Belgíu í öðrum leik sínum í Þjóðadeildinni í fyrradag. Frammistaðan var mun skárri en á laugardaginn þegar Sviss- lendingar flengdu Íslendinga og unnu 6-0 sigur í St. Gallen. Fyrstu leikirnir undir stjórn nýja landsliðs- þjálfarans, Eriks Hamrén, fóru ansi illa og eftir úrslitin gegn Sviss og Belgíu er Ísland svo gott sem fallið niður í B-deild Þjóðadeildarinnar. Íslenska landsliðið byrjaði þó ekki að gefa eftir í síðustu tveimur leikjum. Síðan Ísland tryggði sér sæti á HM í Rússlandi með 2-0 sigri á Kósóvó í október 2017 hefur lítið gengið hjá liðinu. Frá þessari risastóru stund í fót- boltasögunni hefur Ísland leikið 13 leiki, unnið tvo, gert þrjú jafntefli og tapað átta leikjum. Einu sigr- arnir komu í hálfgerðum B-lands- leikjum gegn Indónesíu í janúar. Annar leikurinn var gegn úrvalsliði sem almenningur í Indónesíu valdi í kosningu á netinu svo andstæð- ingurinn var ekki merkilegur. Fyrir utan þessa tvo leiki í Indó- nesíu hefur Ísland ekki unnið leik síðan HM-sætið var í höfn. Sterkasta lið Íslands hefur ekki unnið leik í tæpt ár. Næstu þrír leikir eru gegn Frakklandi, Sviss og Belgíu svo það er hætt við því að biðin eftir næsta sigri gæti orðið enn lengri. Ísland hefur nú leikið níu leiki í röð án þess að vinna og fyrir utan fyrri leikinn gegn Indónesíu hefur íslenska liðið ekki haldið hreinu síðan það tryggði sér farseðilinn til Rússlands. Í síðustu 13 leikjum hefur íslenska liðið fengið á sig 29 mörk, þar af níu í síðustu tveimur leikjum. Varnarleikurinn er ekki nálægt því jafn sterkur og hann var. Síðustu ár, eða frá því uppgangur íslenska liðsins hófst, hefur árang- urinn í vináttulandsleikjum aldrei verið góður. En menn hafa verið klárir í keppnisleikina og náð mörg- um frábærum úrslitum. Nú eru hins vegar komnir fimm keppnisleikir í röð án sigurs, þótt andstæðingarnir í þeim hafi verið vissulega sterkir. Frammistaðan á HM var fín, fyrir utan seinni hálfleikinn gegn Níg- eríu, en uppskeran lítil. Svo kom skellurinn í St. Gallen. Það var við- búið að það gæti komið bakslag eftir blómaskeið síðustu ára en maga- lendingin hefur verið ansi harkaleg. Eftir HM hætti Heimir Hallgríms- son og við tók Hamrén. Svíinn er ekki í öfundsverðri stöðu. Liðið sem hann tók við er líklega búið að toppa og öfugt við landa sinn, Lars Lagerbäck, fékk hann enga vináttu- landsleiki heldur stökk beint út í djúpu laugina, í leiki gegn þremur af átta bestu liðum heims sam- kvæmt styrkleikalista FIFA. Þá hafa meiðsli lykilmanna ekkert hjálpað til. Í leiknum gegn Sviss vantaði til að mynda Aron Einar Gunnarsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Emil Hallfreðsson og Alfreð Finnboga- son. Leikmenn úr ensku, ítölsku og þýsku úrvalsdeildinni sem íslenska liðið má einfaldlega ekki við því að missa út. Þá er ekki hægt að horfa fram- hjá því að íslenska liðið er orðið aldrað. Í byrjunarliðinu gegn Belgum voru sex leikmenn 30 ára og eldri og þeir yngstu 25 ára. Meðalaldur byrjunarliðsins var 29,8 ár. Aldur á ekki að vera fyrir- staða ef leikmenn halda áfram að standa sig en það verður áhugavert að sjá hvort Hamrén nýti þá leiki sem Ísland á eftir á árinu til að gefa yngri leikmönnum tækifæri með það fyrir augum að gera þá tilbúna fyrir undankeppni EM á næsta ári. ingvithor@frettabladid.is Hnignun sem hófst eftir að farseðilinn á HM var tryggður Íslenska karlalandsliðið hefur aðeins unnið tvo leiki af 13 síðan það tryggði sér sæti á HM í Rússlandi. Einu sigrarnir á þessu tæpa ári komu í hálfgerðum B-landsleikjum gegn Indónesíu. Varnarleikurinn hefur verið slakur, lykilmenn meiddir og aldurinn er að færast yfir liðið. Nýi maðurinn, Erik Hamrén, er í erfiðri stöðu. FÓTBOLTi Íslandsmeistarar Þórs/ KA töpuðu með minnsta mun fyrir Wolfsburg, 0-1, í fyrri leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í gær. Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leik- inn fyrir Wolfsburg sem vann tvöfalt í Þýskalandi á síðasta ári og komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem liðið tapaði fyrir Lyon. Rúmlega 1.500 manns voru á Þórsvelli í gær. Eins og við mátti búast var þýska liðið meira með boltann og sótti stíft. Wolfsburg átti tæplega 30 skot að marki Þórs/KA og fékk 16 hornspyrnur. Ein þeirra skilaði marki á 31. mínútu. Pernille Harder, markadrottning þýsku úrvalsdeildarinnar í fyrra og leik- maður ársins hjá UEFA, var þar að verki með skoti af stuttu færi. Þegar mínúta var til leiksloka átti mexíkóski framherjinn Sandra Stephany Mayor Gutierrez skot í slána á marki Wolfsburg en það var langhættulegasta tækifæri Þórs/KA. Liðin mætast öðru sinni á heima- velli Wolfsburg miðvikudaginn 26. september næstkomandi. – iþs Naumt tap fyrir silfurliði síðasta tímabils Sara Björk fylgist með Pernille Harder skora sigurmarkið. FRéTTABlAðIð/AuðuNN Markahæstur í sigri á gömlu félögunum hANDBOLTi Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í liði Rhein-Neckar Löwen sem vann Barcelona, 35-34, á heimavelli í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í gær. Guðjón Valur lék með Barcelona á árunum 2014-16 og varð Evrópumeistari með liðinu 2015. Landsliðsfyrirliðinn skoraði sex mörk úr jafn mörgum skotum í leiknum í gær. Alexander Petersson skoraði þrjú mörk. Aron Pálmars- son skoraði tvö mörk fyrir Barce- lona. Auk Löwen og Barcelona eru Evr- ópumeistarar Montpellier, Mesh- kov Brest, Veszprém, Kielce, Vardar og Íslendingaliðið Kristianstad í A-riðlinum. – iþs Guðjón Valur byrjar tímabilið af miklum krafti. NORdIcPHOTOS/GETTy Tvær frá HK í hópnum hANDBOLTi Axel Stefánsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í hand- bolta, hefur valið 21 leikmann fyrir tvo vináttulandsleiki gegn Svíum 27. og 29. september. Leikirnir fara fram á Ásvöllum. Íslenski hópurinn kemur saman 24. september. HK, sem er nýliði í Olís-deild kvenna, á tvo leikmenn í íslenska hópnum; varnarmanninn Berglindi Þorsteinsdóttur og vinstri horna- manninn Sigríði Hauksdóttur. Alls leika 13 af 21 leikmanni í hópnum í Olís-deildinni. Steinunn Björnsdóttir, Hildigunnur Einars- dóttir og Guðrún Ósk Maríasdóttir gáfu ekki kost á sér að þessu sinni. Íslenska hópinn má sjá í heild sinni á vef Fréttablaðsins, fretta- bladid.is. – iþs 1 3 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 F i M M T U D A G U R24 S P O R T ∙ F R É T T A B L A ð i ð sport 1 3 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :4 9 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 C E -5 D 4 C 2 0 C E -5 C 1 0 2 0 C E -5 A D 4 2 0 C E -5 9 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 1 2 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.