Fréttablaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti
kl. 5.00 á morgnana.
Skráðu þig á póstlista Frétta-
blaðsins á www.frettabladid.is/
nyskraning. Það kostar ekkert.
Vertu fyrst/ur
að lesa blaðið
Sefitude — ný meðferð við
kvíða og svefntruflunum
Notkun Við vægum kvíða: fullorðnir, 1 tafla á dag allt að 3 á dag. 12–18 ára: 1 tafla á dag allt að 2 á dag.
Við svefntruflunum: fullorðnir og eldri en 12 ára: 1 tafla ½–1 klukkustund fyrir svefn. Ekki ráðlagt börnum yngri en
12 ára, þunguðum konum eða konum með börn á brjósti. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli
fyrir notkun. Leitið læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir.
Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Fæst í öllum helstu apótekum án lyfseðils
Ert þú að fást við svefntruflanir eða kvíða?
Sefitude er viðurkennt jurtalyf unnið úr rót garðabrúðu.
Styttir tímann til að sofna og bætir gæði svefns.
florealis.is/sefitude
BANDARÍKIN Spáin fyrir fjórða
stigs fellibylinn Florence, sem búist
er við að gangi á land í Norður- og
Suður-Karólínuríkjum Banda-
ríkjanna aðfaranótt föstudags, er
sögð hafa versnað í gær. Nú er útlit
fyrir að stormurinn verði lengur
yfir strandlengjunni áður en hann
beygir í suðvestur í átt að Georgíu,
ekki norður í átt að Virginíu. Veður-
stofan Weather Channel sagði
stefnubreytinguna fordæmalausa.
Vindhraði í bylnum mældist um
sextíu metrar á sekúndu í gær. Í
umfjöllun Ars Technica var tekið
fram að venjulega stafi þrenns
konar hætta af fellibyljum. Það
er að segja að sjávarborð hækki
og valdi flóðum, að mikil úrkoma
valdi flóðum og svo er það vind-
urinn. Florence telst einstaklega
hættulegur fellibylur þar sem útlit
er fyrir að hann hafi alla fyrrnefnda
þætti í för með sér.
Chad Myers, veðurfræðingur
CNN, spáði því í gær að stormur-
inn muni styrkjast áður en hann
gengur á land. Verði jafnvel fimmta
stigs fellibylur með vindhraða upp á
sjötíu metra á sekúndu. Í umfjöllun
CNN í gær kom fram að það auki á
hættuna að Florence gangi á land
norðar en nokkur annar fjórða
stigs fellibylur í skráðri sögu. Því
séu íbúar óvanir því að takast á við
hættu sem þessa.
AP greindi frá því í gær að íbúar
við strandlengjuna flýi nú í tugþús-
undatali. Fólk hafi komið að tómum
eldsneytisdælum og tómum hillum
í matvöruverslunum á leiðinni.
– þea
Florence gæti skollið á Bandaríkjunum með sögulegum veðurofsa
Horft í auga stormsins úr Alþjóðlegu geimstöðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/NASA
LÖGREGLUMÁL Erfið sakamál ein-
kenndu árið 2017, segir lögreglu-
stjórinn á höfuðborgarsvæðinu.
Ársskýrsla embættisins kom út í
gær. Verkefnum fjölgaði um ríflega
13 prósent frá 2016.
Lögreglustjórinn gerði mál Birnu
Brjánsdóttur að umtalsefni og sagði
málið hafa skekið þjóðina. Hún
ræddi um #metoo og nauðsyn þess
að stofna Bjarkarhlíð, móttökustöð
fyrir þolendur ofbeldis, sem
embættið tók þátt í að
setja á laggirnar. 300
til kynn ing ar bárust
um kyn ferðis brot
sem er fjölg un frá
2016. – ósk
Birna og #metoo
í ársskýrslunni
Sigríður Björk
Guðjóns-
dóttir,
lögreglu-
stjóri.
9.500 4.000
20%
1.300
hegn ing ar -
laga brot.
sérrefsi laga-
brot.
fjölgun fíkniefnabrota
frá árinu á undan.
skráð ofbeldisbrot.
ALÞINGI „Ég sé fyrir mér að umverfis-
og loftslagsmál verði eitt af flagg-
skipum okkar utanríkisstefnu,“
sagði Katrín Jakobsdóttir for-
sætisráðherra í stefnuræðu sinni
á Alþingi í gærkvöldi. Hún vísaði
til nýkynntrar aðgerðaáætlunar í
loftslagsmálum sem vitnisburðar
um metnað ríkisstjórnarinnar í
málaflokknum – áætlun sem vísa
á veginn í átt að markmiðum Par-
ísarsamkomulagsins um samdrátt í
losun gróðurhúsalofttegunda og til
endanlegs kolefnishlutleysis.
„Við Íslendingar höfum sett okkur
það markmið að verða kolefnis-
hlutlaus ekki seinna en árið 2040
og þessir fyrstu áfangar sýna gjörla
að okkur er full alvara með því verk-
efni,“ sagði Katrín.
Hún sagði sókn í uppbyggingu
samfélagslegra innviða halda áfram
í nýju fjárlagafrumvarpi – innspýt-
ing sem sé langt umfram það sem
nokkur stjórnmálaflokkur boðaði
í málaflokkinn fyrir síðustu kosn-
ingar.
„Um leið er tíminn góður þar sem
spár gera ráð fyrir minni hagvexti á
komandi árum og því tækifæri fyrir
hið opinbera til að koma með inn-
spýtingu.“
Katrín sagði jafnframt að ríkis-
stjórnin hefði sett í forgang að
takast á við kynbundið ofbeldi.
Sérfræðingahópur hefði skilað af
Vill að Ísland verði fyrirmynd
annarra í loftslagsmálum
Forsætisráðherra gerði
umhverfismálum hátt
undir höfði í stefnu-
ræðu. Formaður Við-
reisnar segir ríkis-
stjórnarflokkana hafa
sameinast um „kyrr-
stöðu og völd“.
sér verkáætlun vegna baráttu gegn
slíku ofbeldi. Þá kvaðst Katrín hafa
ákveðið að láta vinna greiningu á
áskorunum vegna fjórðu iðnbylt-
ingarinnar. Niðurstöður þeirrar
vinnu munu rata á borð Vísinda-
og tækniráðs og nýrrar framtíðar-
nefndar Alþingis.
Katrín gerði heilbrigðismálin
einnig að umtalsefni og sagði sjúkl-
inga hér á landi hafa þurft að greiða
meira fyrir heilbrigðisþjónustu en
annars staðar á Norðurlöndum.
„Fyrstu skrefin í því að lækka
þennan kostnað voru stigin nú um
mánaðamótin þegar dregið var úr
kostnaði aldraðra og öryrkja við
tannlækningar sem er löngu tíma-
bær og mikilvæg aðgerð.“
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
formaður Viðreisnar, sagði stefnu-
ræðu forsætisráðherra heldur rýra
og fátt um fyrirheit inn í framtíðina.
„Brellumeistarar og umbúða-
hönnuðir stjórnarflokkanna hafa
hér haft meira að segja en pólitískar
hugsjónir og metnaður til raunveru-
legra umbóta,“ sagði Þorgerður.
Nú sé ljóst, að mati Þorgerðar,
að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki
tekið höndum saman um gjörólíka
hugmyndafræði, heldur um „kyrr-
stöðu og völd“.
„Litla ríkisstjórnarbarnið sem við
hefðum svo gjarnan viljað sjá koma
í heiminn og ná þessari breiðu skír-
skotun um stór og mikilvæg mál,
var í raun aldrei neitt meira en hug-
mynd,“ sagði Þorgerður.
kjartanh@frettabladid.is
Bjarni Benediktsson,
Sjálfstæðisflokki
„Þótt ekki eigi að
taka neinu sem
sjálfsögðum
hlut er inni-
stæða fyrir því
að gera ríkar kröfur
um lífskjör. Það er
það veganesti sem þetta þing fær
til að forgangsraða verkefnum.“
Þorsteinn Víglundsson,
Viðreisn
„Hræðsla
stjórnarinnar
við aukna sam-
keppni í mat-
vælaframleiðslu
er ein meginorsök
hás matvælaverðs hér.“
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson,
Miðflokki
„Ríkisstjórn sem
hefur aðeins
starfað í 9
mánuði hefur nú,
með nýju fjárlaga-
frumvarpi, á 100 ára
afmæli fullveldisins, slegið 100 ára
met í útþenslu báknsins.“
Sigurður Ingi Jóhannsson,
Framsóknar-
flokki
„Nú er farin af
stað vinna við
að móta fyrstu
flugstefnu á Ís-
landi sem mun taka
á öllum þáttum er varða
flugstarfsemi hér á landi.“
Halldóra Mogensen,
Pírötum
„Vaxtarhagkerfið
hefur skapað
tálsýn. Tálsýnin
er endalaus
auður þegar
raunveruleikinn er
sá að við höfum safnað
risavöxnum skuldum.“
Guðmundur Ingi
Guðbrands-
son, VG
„Mörg munum
við úr skóla
hvernig sumir
kennarar gáfu frest á
skilum ritgerða og verkefna, meðan
aðrir gerðu það ekki. Í loftslagsmál-
unum þýðir ekki að fá fresti.“
Logi Einarsson,
Samfylkingu
„Við þurfum
stórsókn í hús-
næðismálum
sem tryggir […]
tekjulágu fólki
hagkvæmar íbúðir til
kaups og leigu á viðráðanlegum
kjörum. Lengja fæðingarorlof eins
og alltof lengi hefur verið lofað.“
Inga Sæland,
Flokki fólksins
„Ég hefði per-
sónulega aldrei
staðið hérna
í kvöld til að
monta mig af 4
prósenta hækkun á
persónuafslætti.“
Við Íslendingar
höfum sett okkur
það markmið að verða
kolefnishlutlaus ekki seinna
en árið 2040.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra
1 3 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
3
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:4
9
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
C
E
-4
4
9
C
2
0
C
E
-4
3
6
0
2
0
C
E
-4
2
2
4
2
0
C
E
-4
0
E
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
6
4
s
_
1
2
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K