Fréttablaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 50
BÍLAR B ílasýningin í París hefst 2. október og þrátt fyrir að margir bílafram-leiðendur hafi ákveð-ið að taka ekki þátt í sýningunni að þessu sinni verða margar nýjar útgáfur af þekktum bílum, sem og nokkrir glænýir bílar á pöllunum þar. Audi mun til að mynda kynna nýjan A1, BMW nýjan 3 Series bíl, Kia hinn flotta ProCeed GT bíl og Hyundai öflugan i30 Fastback N sportbíl. Ef til vill mun víetnamski bílafram- leiðendinn nýi VinFast vekja athygli með nýjum jeppa sem hannaður er af Pininfarina, en þar fer einkar vel útlítandi bíll. Lexus mun einnig sýna nýjan RC sportbíl. Mikið úrval þýskra Mercedes Benz mun sýna 2020 árgerðina af GLE tengiltvinnjepp- anum, sem og hinum nýja raf- magnsbíl EQ C sem Benz reyndar svipti hulunni af fyrir skömmu. Raunar verður Audi með marga nýja bíla í París, auk A1 verður þar A3, hinn glænýi Q8 og heyrst hefur að Audi muni frumsýna nýjan Audi Allroad líka. Þá mun BMW líka sýna hinn glænýja 8-Series bíl með yfir 500 hestöfl undir húddinu og auð- vitað nýja sportbílinn BMW Z4. Þá verður á pöllunum spennandi ný gerð Suzuki Jimny sem fengið hefur flotta dóma og verður kynntur blaðamönnum í Þýskalandi í næstu viku. Verður fulltrúi Fréttablaðsins þar á meðal bílablaðamanna. Margir framleiðendur skrópa Þrátt fyrir að margir bílar verði til sýnis í París er áhyggjuefni fyrir sýn- ingarhaldara þar, sem og aðrar bíla- sýningar, hve margir bílaframleið- endur halda sig þessi misserin frá stóru bílasýningunum. Núna vantar til dæmis Volkswagen, Opel/Vaux- hall, Nissan, Infinity, Ford, Volvo, Subaru, Mazda, Mitsubishi og Lam- borghini á sýninguna í París, bara svo nokkrir bílaframleiðendur séu nefndir. Bílasýningin í París er elsta bílasýning í heimi og sú fyrsta var haldin árið 1898. Árið 1946 komu 800.000 gestir á sýninguna og hefur hún verið afar vel sótt síðan, þó nú sé nokkrar blikur á lofti. Árið 1954 mættu yfir milljón manns á bíla- sýninguna í París. Margir flottir á pöllunum í París Þó að margir af þekktustu bílaframleiðendum heims skrópi á bíla- sýninguna í París, sem hefst í byrjun næsta mánaðar, þá verður samt enginn hörgull á flottum og nýjum bílum sem bíða þar gesta. Skrugguflottur Skoda Kodiaq sportjeppi á bílasýningunni í París í fyrra. Búast má við miklu fjölmenni til Parísar í næsta mánuði að berja fagra bíla augum. Sala á bandarískum sportbílum fer almennt minnkandi en þeir hjá Chevrolet ættu ef til vill sér- staklega að hafa áhyggjur. Camaro bíll þeirra selst nú orðið miklu mun verr en helsti keppinautur hans, Ford Mustang. Sala Camaro hefur reyndar fallið um 28% það sem af er ári og aðeins seldust 29.551 ein- tök til enda júlí á meðan Mustang seldist í 48.362 eintökum. Skemmst er að minnast þess að á árunum 2010 til 2014 seldist Cam- aro miklu betur en Mustang, en síðan Ford kynnti nýjan Mustang árið 2015 hefur dæmið heldur en ekki snúist við. Árið 2015 seldi Ford alls 122.349 eintök af Mustang og jókst salan um 40.000 bíla frá fyrra ári. Sama ár seldust aðeins 77.502 Camaro bílar. Salan í ár virðist ætla að vera langt frá þessum góða árangri árs- ins 2015, en víst er að sala Mustang verður vel undir 100.000 bílum og líklega nær 80.000. Sala Camaro stefnir í 50.000 bíla í ár og því er um mikinn samdrátt í sölu að ræða á báðum bílgerðum frá árinu 2015. Chevrolet hefur brugðist við þess- ari dræmu sölu Camaro með verð- lækkun og til dæmis má fá ódýrustu gerð hans nú á svo lítið sem 25.995 dollara í Bandaríkjunum, eða 2,85 milljónir króna. Mustang selst miklu betur en Camaro Chevrolet Camaro og Ford Mustang. Blekhylki.is, S. 517 0150 – 2. hæð Smáralind Ódýr blekhylki og tónerar! N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Amadeus borðstofuhúsgögn Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 Komið og skoðið úrvalið 1 3 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R30 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 3 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :4 9 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 C E -3 0 D C 2 0 C E -2 F A 0 2 0 C E -2 E 6 4 2 0 C E -2 D 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 1 2 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.