Fréttablaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 38
Brynhildur
Björnsdóttir
brynhildur@frettabladid.is
Aðalsmerki Temperley eru tryggð og trúfesta við ein-stakt handverk, litadýrð og
afar kvenleg snið enda segist Alice
Temperley sjálf vera afskaplega
rómantísk í sér. Hún lætur þó líka
smá pönk eftir sér, til dæmis með
hlébarðamynstri þegar minnst
varir.
Alice stofnaði Temperley London
með þáverandi kærasta sínum, Lars
von Bennigsen, árið 2000, vopnuð
skærum og símtæki og hug-
myndum, eins og hún segir sjálf.
Fyrsta tískusýningin var í Notting
Hill árið 2003. Árið 2005 ákvað hún
að sýna frekar í New York og gerði
á árunum 2009-2011 tilraunir með
að búa til upplifun á fatnaði sínum
gegnum ólíka miðla frekar en með
hefðbundinni tískusýningu. Tíunda
sýning Temperly London var haldin
á British Museum.
Temperley er með fimm sjálf-
stæðar búðir, í Mayfair og Notting
Hill í London, Los Angeles, Dúbaí
og Doha. Temperley London
fæst einnig í 300 verslunum í 37
löndum.
Alice Temperley þykir ein-
staklega flottur fulltrúi breskra
gilda, ekki síður en tísku. Hún
er alin upp í sveitasælu í
Somerset og er hönnun
hennar undir sterkum
áhrifum frá enskri
sveitarómantík enda er
hönnun hennar vinsæl
hjá aðalsfólki í Bret-
landi. Efni og áferð er
hennar aðalsmerki enda
segist hún byrja
á efnunum og
vinna sig upp en
þó alltaf hafa í
huga að sniðin
verði að passa
jafnfallega á
lágvaxnar konur og fyrirsætur
sem ná 180 sentimetra hæð. Stór
alþjóðleg tískufyrirtæki hafa sýnt
því áhuga að kaupa eða innlima
Temperley í sín fyrirtæki, til að
mynda Gucci, en Alice Temperley
hefur haldið fast við sjálfstæði sitt
og frumleika enda hefur Temper-
ley-tískufyrirtækið fengið ýmiss
konar verðlaun, meðal annars fyrir
mynsturhönnun og viðskiptavit.
Bretar kunna einnig vel að meta
tryggð Alice Temperley við sinn
breska uppruna og var hún sæmd
MBE-orðu árið 2011 fyrir störf í
þágu tískuiðnaðarins.
Temperley nýtur mikilla vin-
sælda hjá stjörnunum sem keppast
við að klæðast kjólum frá merkinu
á frumsýningum og við önnur
merkileg tilefni. Meðal tryggra
viðskiptavina Temperley London
má nefna leikkonurnar Penelope
Cruz, Elle Macpherson, Söndru
Bullock, Thandie Newton og
Evu Mendes. Þá ber að minnast á
systurnar Pippu Middleton sem
hefur skrýðst Temperley-fatnaði
við ýmis tækifæri og sjálfa Kate,
hertogaynju af Cambridge, og
verðandi drottningu Bretlands.
Hún klæðist Temperley-fatnaði
gjarna í opinberum erindagjörðum
en ekki síður í einkalífinu,
til dæmis ef vinir og
vandamenn fagna ein-
hverjum tímamótum.
Temperley London
tilkynnti í gær
ráðningu nýs fram-
kvæmdastjóra, Sally
Hughes, sem hefur
meðal annars gegnt
stjórnunarstöðu í
markaðsdeild Google
og unnið við
markaðs-
störf hjá
ýmsum
nettísku-
fyrirtækjum
svo það
má gera því
skóna að
spennandi
tímar séu
fram undan
hjá Temperley
London.
Litríkur kvenleiki
og leikandi mynstur
Smáatriði og
skemmtileg
mynstur eru eitt
af því sem ein-
kennir hönnun
Alice Temperley.
Glæsilegur, kvenlegur pallíettukjóll úr haust-
og vetrarlínunni 2018/2019.
Alice Temperley er einn eftirlætishönnuður Katrínar, hertogaynju af Cambrigde, og hér klæðist hún
kjólum úr Temperley London línunni í garðveislu sem haldin var í Nýju-Delhi og á góðgerðaruppboði.
Einstaklega skemmtileg buxnadragt sem vakti
mikla lukku á tískusýningarpallinum í febrúar.
Temperley London var stofnað
fyrir átján árum af hinni bresku Alice
Temperley og hefur síðan orðið sam-
heiti fyrir hippalegan glamúr, litskrúð-
uga lífsgleði og skemmtileg smáatriði.
Viltu stofna fyrirtæki?
Hnitmiðað námskeið um félagaform,
skattlagningu fyrirtækja, frádráttarbæran
rekstrarkostnað, útgáfu reikninga,
ábyrgð stjórnenda fyrirtækja, fjármál o.fl.
Námskeiðið skiptist í þrjá hluta og
geta þátttakendur val:
1. Morgunnámskeið,
kennt þriðjud. 20. sept., 27. sept og 4. okt. kl. 9-12
2. Síðdegisnámskeið,
kennt 21. sept., 26. sept. og 3. okt. kl. 16:30-19:30
Námskeiðsstaður er Holtasmári 1, Kópavogi (Hjartverndarhúsið).
Fyrirlesari er Anna Linda Bjarnadóttir, héraðsdómslögmaður, LL.M
Sjá námskeiðslýsingu á www.lexista.is Nánari upplýsingar og skráning í síma
552 609
Viltu stofna fyrirtæki?
Hnitmiðað námskeið um félagaform,
skattlagningu fyrirtækja, frádráttarbæran
rekstrarkostnað, útgáfu reikninga,
ábyrgð stjórnenda fyrirtækja, fjármál o.fl.
Námskeiðið skiptist í þrjá hluta og
geta þátttakendur val:
1. Morgunnámskeið,
kennt þriðjud. 20. sept., 27. sept og 4. okt. kl. 9-12
2. Síðdegisnámskeið,
kennt 21. sept., 26. sept. og 3. okt. kl. 16:30-19:30
Námskeiðsstaður er Holtasmári 1, Kópavogi (Hjartverndarhúsið).
Fyrirlesari er Anna Linda Bjarnadóttir, héraðsdómslögmaður, LL.M
Sjá námskeiðslýsingu á www.lexista.is Nánari upplýsingar og skráning í síma
552 609
Námskeiðið skiptist í þrjá hluta og verður
kennt þriðjudagana 18. og 25. september og
2. október kl. 16:10 – 19.
Námskeiðsstaður er Háskóli Íslands – Oddi, stofa 206, Sturlugötu 3,
101 Reykjavík.
Sjá námskeiðslýsingu á www.lexista.is
Fyrirlesari: Anna Linda Bjarnadóttir, lögmaður, LL.M
Nánari upplýsingar og skráning í síma 894-6090 eða á alb@lexista.is
Námskeiðsgjald er 45.000 kr. og greiðist við skráningu.
Flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til þátttöku á námskeiðinu.
8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 3 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R
1
3
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:4
9
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
C
E
-6
2
3
C
2
0
C
E
-6
1
0
0
2
0
C
E
-5
F
C
4
2
0
C
E
-5
E
8
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
6
4
s
_
1
2
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K