Fréttablaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 34
Það er alltaf eitt-
hvað að trufla
okkur og við erum sjaldn-
ast með sjálfum okkur.
Hugleiðsla getur hjálpað
okkur að horfa inn á við,
lenda í eigin skrokki og
takast á við verkefnin
sem fyrir liggja.
Áður en tíminn hefst sest Guðrún niður með nemendum sínum og róar bæði sinn huga og þeirra með því að anda og hugleiða. MYND/ERNIR
Upphaf verkefnisins Láttu þér líða vel má rekja til þátttöku Vogaskóla í verkefni Land-
læknisembættisins um Heilsuefl-
andi grunnskóla. „Við gátum valið
á milli nokkurra þátta en teymi á
vegum skólans sem í voru foreldri,
nemandi, kennarar og starfsfólk
ákvað að velja geðræktarþáttinn.
Okkur fannst að ef við værum með
prógramm sem styddi börn til að
líða betur þá væri líka auðveldara
að hjálpa þeim að læra. Þannig
yrði til grunnur að byggja á,“ segir
Guðrún Gísladóttir, teymisstjóri
verkefnisins.
Bætir lífsgæði
Guðrún, sem er list- og verkgreina-
kennari, hefur sjálf góða reynslu
af hugleiðslu og jóga sem hún
stundar reglulega. „Ég fann þegar
ég byrjaði að þetta breytti mér á
mjög jákvæðan hátt. Hugleiðslan
verður partur af deginum og ég
nota öndun til að tengjast inn á
við og róa mig ef ég verð kvíðin.
Ég er sannfærð um að jóga og hug-
leiðsla geti hjálpað mörgum, bæði
börnum og fullorðnum, að bæta
lífsgæði, að tengjast sjálfum sér
betur og líða betur í eigin skinni.“
Skólaumhverfið er fullt af áreit-
um sem skella stanslaust bæði á
kennurum og nemendum. „Maður
þarf að brynja sig til að taka ekki
allt inn á sig og þetta er góð leið til
þess. Ég finn að sérstaklega yngri
börnin, sem hafa fengið markvissa
þjálfun, biðja orðið um það að fá að
leggjast niður, hlusta á hugleiðslu-
sögu og anda í amstri dagsins.“
Styrkurinn skipti miklu
Vogaskóli sótti um styrk til Lýð-
heilsusjóðs og fékk. „Það var
ótrúlega ánægjulegt að fá styrkinn
því þá gátum við keypt jógadýnur
og teppi, tónlistarefni, lesefni fyrir
kennara og nemendur og keypt
fræðslu frá fagfólki fyrir nemendur
og kennara. Við bjuggum síðan
til námsvísi fyrir hvern bekk og
nýttum gátlista úr geðræktarkafla
Heilsueflandi grunnskóla til að
skoða hvað þyrfti að vinna betur
með nemendum og starfsfólki
skólans. Að því loknu var hægt
að forgangsraða til dæmis í hvaða
árgöngum við vildum byrja, hvaða
kennsluefni var til og hvað af því
við vildum nota, hvaða fræðsla var í
boði og hvernig best væri að skipu-
leggja vinnuna,“ segir Guðrún.
Allir jákvæðir
Styrkurinn frá Lýðheilsusjóði var
afar vel nýttur. „Nemendur og
starfsfólk hafa fengið kynningar,
fræðslu og stutt námskeið þar sem
farið er í gegnum slökunaræfingar,
jóga og núvitund. Kennsluefni og
búnaður er nú til staðar og í vetur
bætast við árgangar með fasta
tíma á stundatöflu þar sem unnið
er markvisst með jóga og slökun.
Nemendur á yngsta stigi fá þannig
þjálfun í að róa huga sinn, vinna
með sjálfsstyrkingu og sjálfs-
þekkingu, bæði í þeim tilgangi að
bæta eigin líðan en jafnframt til
að skapa jákvæðari skólabrag. Á
miðstigi eru tímar á stundatöflu
nemenda undir heitinu lífsleikni
en þeir eru nýttir á margan hátt,
svo sem í bekkjarfundi eða á
annan hátt til að bæta samskipti
nemenda. Á unglingastigi eru einn-
ig bekkjarfundir og í ár er boðið
upp á jóga og slökun sem valgrein
á unglingastigi.“ Guðrún vonast til
að enn sé hægt að bæta í, sér í lagi
á miðstigi, með beinni þjálfun í
jóga og slökun. „Við höfum fengið
vilyrði fyrir því að fá námskeið
fyrir kennara í jóga og slökun með
börnum sem styrkir þá í að kenna
eigin nemendum aðferðir til að
bæta eigin líðan. Þá erum við með
vinaliðaverkefni sem fléttast inn í
þennan skólabrag sem við viljum
byggja upp. Vinaliðar eru nem-
endur sem sjá um leiki og afþrey-
ingu í frímínútum. Eitt af því sem
nemendur geta valið er jóga eða
slökun.“
Guðrún segir nemendur hafa
tekið mjög vel í þessa nýjung.
„Í níutíu prósentum tilfella eru
þau mjög jákvæð. Þau yngstu eru
jákvæðust, á vissum aldri fer þetta
að verða lummó og óþægilegt fyrir
suma en þegar komið er upp á
unglingastig eru þau aftur tilbúin.“
Sláandi tölur um kvíða
Er þörf á því að bæta andlega líðan
nemenda?
„Já, það tel ég. Ég var á ráðstefnu
hjá Landlæknisembættinu á dög-
unum þar sem voru bæði erlendir
og íslenskir fyrirlesarar. Þar var
verið að sýna okkur niðurstöður
kannana um líðan nemenda á
grunnskólaaldri. Þar var að finna
sláandi tölur um kvíða og sérstak-
lega frammistöðukvíða. Ég held
að hugræktin gæti verið hjálp til
að slá á þetta því það er reynsla
mín af sjálfri mér.“ Guðrún undir-
strikar að Landlæknisembættið sé
einstakur bakhjarl fyrir verkefni á
borð við Láttu þér líða vel.
Góð upplifun kennara
En hver hefur árangurinn verið af
verkefninu?
„Það er frekar erfitt að mæla
árangur af slíku starfi auk þess
sem við erum frekar nýlega byrjuð
en þetta er þriðja árið sem við
erum að fara inn í. En kennarar
segja okkur að upplifunin sé mjög
jákvæð. Hvort þetta skilar sér út í
námið sjálft vitum við ekki ennþá
en við vitum að það skiptir miklu
máli að börn séu í stakk búin til að
takast á við námsdaginn og að það
þýðir ekkert að læra ef þér líður
illa.“
Guðrún segir ljóst að fólk í
dag, bæði börn og fullorðnir, sé
útsett fyrir áreiti, sérstaklega frá
samfélagsmiðlum. „Það er alltaf
eitthvað að trufla okkur og við
erum sjaldnast með sjálfum okkur.
Hugleiðsla getur hjálpað okkur
að horfa inn á við, lenda í eigin
skrokki og takast á við verkefnin
sem fyrir liggja.“
Frábært að fá viðurkenningu
Vogaskóli hlaut Foreldraverðlaun
Heimilis og skóla fyrir verkefnið
Láttu þér líða vel. „Það var alveg
frábær viðurkenning og við vorum
rosalega glöð. Það voru for-
eldrar innan skólans sem fannst
þess virði að tilnefna okkur fyrir
verkefnið sem er mikil hvatning
fyrir okkur að halda áfram. Þegar
foreldrar skynja að þetta sé að gera
börnum þeirra gott, hljótum við að
vera á réttri leið.“
Hver er framtíðarsýn ykkar?
„Vonandi höldum við áfram á
þessari braut. Við erum enn sem
komið er bara komin upp á mið-
stig og viljum sjá þetta færast alla
leið upp á unglingastig, þó reyndar
sé boðið upp á hugleiðslu og jóga í
vali þar.“
En hvað með að kynna verkefnið
fyrir öðrum skólum?
„Við höfum nú ekki hugsað svo
langt, en ef vilji væri fyrir því væri
ég sko meira en til,“ segir Guðrún
glaðlega.
Anda í amstri dagsins
Vogaskóli hlaut Foreldraverðlaun Heimilis og skóla árið 2018 fyrir verkefnið
Láttu þér líða vel. Verkefnið leggur áherslu á geðrækt og mikilvægi þess að
byrja við upphaf skólagöngu að veita nemendum á öllum aldri verkfæri til að
stjórna eigin líðan og hegðun með hugleiðslu, núvitund, öndun og jóga.
Hvað er skemmtilegast að gera í
tímum í skólanum?
Læra stærðfræði.
Hvað er skemmtilegast að gera í
frímínútum?
Að fara í fótbolta.
Hvernig eignast maður vini í
skólanum?
Með því að reyna að vera glaður
og vera góður vinur.
Bjarmi Þór
Ragnarsson
6 ára
Hvað er skemmtilegast að gera í
tímum í skólanum?
Að vera í sundi.
Hvað er skemmtilegast að gera í
frímínútum?
Að vera í fótbolta.
Hvernig eignast maður vini í
skólanum?
Bara spyrja þá og vera góður við
þá.
Jón Louie
Freygang
Thoroddsen
6 ára
Hvað er skemmtilegast að gera í
tímum í skólanum?
Að vera í stærðfræði, mér finnst
tveir plús tveir skemmtilegt.
Hvað er skemmtilegast að gera í
frímínútum?
Spila fótbolta.
Hvernig eignast maður vini í
skólanum?
Maður finnur bara einhvern og
spyr „viltu vera vinur minn?“.
Jón Þór
Jónsson Kjeld
6 ára
Hvað segja
börnin?
Börn í Ísaksskóla
sitja fyrir svörum.
6 HEIMILI OG SKÓLI 1 3 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R
1
3
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:4
9
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
C
E
-3
A
B
C
2
0
C
E
-3
9
8
0
2
0
C
E
-3
8
4
4
2
0
C
E
-3
7
0
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
6
4
s
_
1
2
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K