Fréttablaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 10
Á Íslandi hafa aldrei verið til lifandi strútar svo vitað sé, enda eiga þessir stærstu fuglar jarðar náttúruleg heimkynni í Afríku og eru lítt þolnir á kulda, rigningu og rok. Engu að síður kemur örnefnið Strútur fyrir víða á Íslandi og þá sem
heiti á oddmjóum klettum og fjöllum. Telja fræðimenn
að nafnið vísi fremur til höfuðbúnaðar eða fatnaðar
fyrr á tímum heldur en fuglsins. Þekktasti Strúturinn
á Íslandi er í Borgarfirði, enda sést fjallið víða að og
hvergi betur en í Húsafelli. Strútur á Mælifellssandi
(968 m) er ekki síður tignarlegt fjall, staðsett milli
Torfajökuls og Mælifells. Strýtulaga toppurinn kallast
Strútskollur, hallandi austurendinn Strútstagl en fleiri
örnefni í nágrenninu vísa einnig til fjallsins, eins og
Strútsgil, Strútsver, Strútsöldur og Strútslaug. Strúts-
nafnið hefur einnig fest við Strútsstíg, skemmtilega
75 km langa gönguleið frá Sveinstindi við Langasjó að
Hvanngili. Er þá gengið um Skælinga og Hólaskjól og
síðan einstök öræfi Syðra Fjallabaks, þar með talda
Álftavatnskróka og fram hjá fjallinu Strút. Skammt frá
er snotur skáli Útivistar þar sem tilvalið er að gista eða
slá upp tjöldum. Frá Strútsskála bjóðast ýmsar spenn-
andi gönguleiðir, eins og inn að Krókagili en vant
göngufólk getur þrætt litskrúðug en brött líparítgil
alveg inn að Torfajökli. Einnig er gaman að nota daginn
og ganga að Hólmsárlóni og Rauðabotni, eða toppa
Strút sem tekur hálfan dag. Er þá haldið meðfram
norður- og austurhlíðum hans og upp stíg suðaustan-
megin í fjallinu. Af tindinum er frábært útsýni yfir Mýr-
dalsjökul, Tindfjöll, Svartahnjúksfjöll, Hólmsá, Mæli-
fellssand og Mælifell. Eftir að komið er niður af Strút er
tilvalið að ganga nokkra kílómetra í austur að svoköll-
uðum Hólmsárbotnum. Þar bíður sjóðheit Strútslaug
sem er ein skemmtilegasta náttúrulaug á Íslandi. Við
laugina er grasbali sem er frábært tjaldstæði, til dæmis
fyrir þá sem ganga Strútsstíg eða eru á leiðinni í Jökulgil
og Landmannalaugar. Eftir baðið kjósa þó flestir að
halda aftur í Strútsskála og tekur það innan
við klukkustund.
Fleiri myndir má nálgast á
+Plús síðu Fréttablaðsins.
Fréttablaðið +Plús er
eingöngu í Fréttablaðs-
appinu eða í PDF-útgáfu
blaðsins sem er aðgengi-
leg á frettabladid.is.
+PLÚS
Strútur og
Strútslaug
Tómas
Guðbjartsson
læknir og nátt-
úruunnandi og
Sigtryggur Ari
Jóhannsson
ljósmyndari
fjalla um sér-
stæðar perlur í
íslenskri náttúru.
Frá
Strútsskála
bjóðast ýmsar
spennandi
gönguleiðir,
eins og inn að
Krókagili en
vant göngu-
fólk getur
þrætt lit-
skrúðug en
brött líparítgil
alveg inn að
Torfajökli.
Hér sést frítt föruneyti slaka á í Strútslaug, einni skemmtilegustu náttúrulaug á Íslandi. Við sjóðheita laugina er grasbali, sem frábært er að tjalda á. MYNDIR/ÓLAFUR MÁR BJÖRNSSON
Hið tignarlega fjall Strútur á Mæiifellssandi er 968 metra hátt. Staðsett milli Torfajökuls og Mælifells.
Í nágrenni Strúts
eru frábærar
gönguleiðir.
1 3 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
3
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:4
9
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
C
E
-6
7
2
C
2
0
C
E
-6
5
F
0
2
0
C
E
-6
4
B
4
2
0
C
E
-6
3
7
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
6
4
s
_
1
2
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K