Verslunartíðindi - 01.09.1923, Page 20
112
VERSLUNARTlÐINDI
oooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo
o o
§ Erlenöa mynt f
o o
o 10, 25 50, 100, og 200 aura-peninga o
g úr nikkel eða silfri g
O O
§ kaupir hæsta verði 2
O 1 O
O o
o o
g Guðmundur Guðnason g
gullsmiður
Va'larstræti 4
NB, Peningar keyptir gegn póstkröfu
OOOOOOOOOOOCOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO
svo væri ekki, hverjar frekari kröfur kynnu
að vera gerðar.
Svarið, sera komið hefur frá sendiherr-
anum í Washington, eftir að hafa snúið sér
til utanríkisráðuneytisins þar, ber það
með sjer að íslenskt saltkjöt fáist ekki
innflutt til Bandaríkjanna, af því að stjórn-
in þar telji ákvæðin um meðferð á kjöt-
inu ekki jafngilda heilbrigðisreglum Banda-
ríkjanna En slíkt jafngildi þarf til að
flytja megi inn kjöt frá öðrum löndum.
Er sjerstaklega bent á að vorar reglur um
heilbrigðisákvæði, eftirlit og meðferð á
undan og eftir slátrun, á sýktum kropp-
um o. s. frv. fullnægi ekki kröfum þeim,
sem þar eru ákveðnar.
íslenski sendiherrann Khöfn hefir nú
ritað Stjórnarráðinu og vakið athygli á
þvi, að ekki muni bera svo mikið á milli,
að ekki muni hægt að samræma ákvæðin
um meðferð kjötsins. Bendir hann sjer-
staklega á, að þar sem áður var krafist
vottorðs frá manni í útflutningslandinu,
sem Bandaríkjastjórn hefði sjerstaklega lög-
gilt í þvi skyni, þá er þessa ekki kraf-
ist lengur, heldur hins að reglur útflutn-
ingslandsins um skoðun á kjötinu og með-
ferð þess jafngildi tilsvarandi reglum í
Bandarikjum að dómi Bandaríkjastjórnar.
Hjer á eftir fer lítill úrdráttur úr þessum
Amerisku ákvæðum um hreinlæti og skoð-
un fyrir og eftir slátrun, svo að hægt
sje að bera saman við sláturreglugerðir
hjer.
»Sláturhúsum skal haldið í hreinlegu á-
standi. Hafa skal nægilegt ljós og nægi-
lega loftrás, fulikomna framræslu og pipu-
kerfi. Allar rennur og ræsi skulu vera
rjettilega útbúin. Hafa skal nóg hreint vatn
til þess að veita um svæðið. Innviðir allir
skulu þannig gerðir, að fljótt og vel sje
hægt að hreinsa þá, gólfin skulu vera
vatnsþétt og aðskilin herbergi, þar sem
farið er með ætt og óætt. Sjerhver hugs-
anleg varúð skal viðhöfð til þess að verja
frá músum og rottum og öðru því er vald-
ið getur óþrifum og skemdum. Bönnuð
er öll meðferð eiturs, þar sem farið er
með ópakkað kjöt, nema eftir reglum þeim,
sem »The chief of bureau« kann að fyrir-
skipa. Hundum skal bannaður aðgangur
að byggingunum. Útbúnaður og verkfæri,
sem notuð eru við slátrunina, skulu vera
þannig, að auðvelt sje að hreinsa þau.
Eklcert slátrunarhús má ráða til sín tœr-
ingarveikan mann, eða með annan smitandi
sjúkdóm.
Áður leyft sje að slátra skal nákvæm
skoðun fara fram á fjenaðinum. Allur
grunsamur fjenaður skal stimplaður »grun-
samur« eða því um líkt, skulu sjerstakar
varúðarráðstafanir—hafðar við liann og
honum slátrað sjer.
Nákvæm skoðun og rannsókn skal fara
fram á skrokkum eftir slátrunina og skal
hún gjörð um leið og slátrað er. Hverj-
um skrokk, sem einhver kvilli finst í skal
haldið eftir, merktur og staflað sjer. Sje
kvillinn á einum sjerstökum stað, skal
hann skorinn burtu áður en skrokkurinn
er hreinsaður og skal þess getið með merki,
sem fest er á hann.
Heilbrigðir skrokkar skulu hafa sjer
merki«.