Verslunartíðindi - 01.09.1923, Page 21
VERSLUNARTÍÐINDI
113
Útdráttur úr fiskiskýrslum.
Barcelona %
Síðustu viku komu 889.000 kg. af ís-
lenskum og færeyiskum fiski og 11000 kg.
af enskum fiski.
Til Taragona kom á sama tíma 106.000
kg. af íslenskum fiski.
Gporto 18/g
Síðustu viku kom 502.056 kv. af norsk-
um fiski og 185 054 af Nyfoundlenskum.
Oporto 28/8
Vikuna sem lauk 25. ágúst var saltfisks-
salan þessi: 3 358 kv. danskur (íslenskur)
fiskur, 233.040 kv. norskur og 141.935 kv.
Nyfoundlenskur.
Buenos Aires 7/8
Eftir því sem sendiherrann skýrir frá
er útlitið ekki gott með saltfisksmarkaðinn,
vegna þess hvað kjötverðið er lágt, og
fiskneyslan hjerumbil 50% minni en hún
var fyrir nokkrum árum.
Norskur saltflskur seldist í ágústbyrjun
fyrir $ 36—37 % pr. kassa -r- 5%. og
var talið að flest allir seljendur hefðu
tapað á sölunni fyrir það verð. Birgðirn-
ar eru taldar litlar. Sama er að segja um
skoskan saltfisk, að lítið selst af honum
nú sem stendur.
Oporto u/9
Fyrstu vikuna í september varfisksalan
þessi: 6.776 kv. danskur (íslenskur) salt-
fiskur, 24.020 norskur og 469.080 Nyfound-
lenskur.
Barcelona.
Fyrrihluta september kom þangað:
246.000 kg. af ísl. fiski með e.s. »Home-
ford«. Á sama tíma kom enginn fiskur
til Tarragona.
Rafmagnsvörur
Veggfóður
Málningarvörur
Heildsala Smásala
H.f Rafmf. HITI & LJÓS
Simnefni Hiti - Reykjavík - Sími 830
Fiskveiöar á Spáni.
í spanska blaðinu »Informaciones« stóð
eftirfarandi grein í sumar:
»Nú er verið að gera ráð fyrir að koma
á fót innlendum fiskveiöafjelögum, sem aö
minsta kosti ættu að geta bætt eitthvað
úr skortinum í sjávarþorpum vorum. Fá
blöð hafa samt ennþá tekið þetta þýðíng-
armikla mál til yfirvegunar, nje lagt neitt
til mála hvernig styðja mætti fiskveiðarn-
ar, sem svo lengi hafa legið í gleymsku
í landi voru.
Fiskverkun getur hæglega farið fram
hjer í landi til mikilla hagsmuna fyrir
atvinnuvegi vora. I allri Castilíu eru góð
skilyrði tll þess að þurka fiskinn, sem skip
vor fiyttu saltaðan í land. Fiskveiðarnar
ætti að stunda á seglskipum með litlum
farrarýmum. Talið er að 200 tonna skip
geti fiskað 90000 kg. af nýjum fiski, og
mundi það vera um 60000 kg. af verkaðri
markaðsvöru.
Þegar þess er gætt hve ódýr þessi skip
eru, væri ekki erfitt að hefjast handa, ef
ríkið vildi hlaupa eitthvað undir bagga,
eins og annarstaðar er venja.
Spánskir sjómenn gætu farið upp undir
Island og Terranova í marzlok og komið
aftur í október með afla, sem nægði þeim
og fjölskyldu þeirra, það sem eftir væri
ársins«.