Fréttablaðið - 22.09.2018, Page 2

Fréttablaðið - 22.09.2018, Page 2
Veður Hæg norðlæg átt og víða bjartviðri í dag, en él eða skúrir fyrir austan. Frystir víða um kvöldið. sjá síðu 54 Smiðjuvegi 2, Kópavogi - www.grillbudin.is - Sími 554 0400 Opið Laugardag 11-16 Sunnudag 12-16 Sjá nánar á www.g rillbudin. is Aðeins laugarda g og sunnu dag Lagerhreinsun á ölda var a fyrir vetu rinn TAKMARK AÐ MAGN ! Nánari upplýsingar á www. grillbudin.is Sendum frítt með Flytjanda Grillbúðin Grill - Húsgögn Eldstæði - Útiljós Geislahitarar Æfing við Reykjanesbraut Þessi Volkswagen Golf var alelda við Reykjanesbraut í gær þegar ljósmyndara Frétta- blaðsins bar að garði. Ekkert slys hafði þó orðið heldur var þar haldin hópslysaæfing undir handleiðslu lögreglustjórans á Suðurnesjum. Fréttablaðið/Sigtryggur ari sAMGÖNGuR Stjórn Spalar hf. bíður enn eftir áliti Ríkisskattstjóra (RSK) um áhrif afskriftar ganganna og hugsanlegrar skattlagningar félags- ins á árinu 2018. Fyrirhugað er að hætta innheimtu veggjalda gegn- um Hvalfjarðargöng næstkomandi föstudag og afhenda ríkinu göngin til eignar sunnudaginn 30. septem- ber. Það gæti þó dregist ef álit RSK skilar sér ekki fyrir þann tíma. Í upphafi var miðað við að ríkið tæki yfir félögin sem eiga og reka göngin. Í maí tilkynnti samgöngu- ráðuneytið stjórninni að sú leið yrði ekki farin. Því er stefnt að því nú að afhenda ríkinu göngin að gjöf og slíta félaginu. Af þeim sökum leitaði Spölur til RSK um miðjan júní til að fá úr því skorið hvaða áhrif slíkur gjörningur hefði við álagningu skatta á félagið. Svar RSK hefur ekki skilað sér. „Satt best að segja höfðum við væntingar um að þetta myndi skila sér í síðustu viku en það varð ekki af því. Við bíðum í raun með hendur á húninum því til að það sé mögulegt að afhenda göngin í mánaðarlok þá þarf þetta bréf að liggja fyrir,“ segir Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar. Undanfarna daga hefur Spölur auglýst að gjaldtöku ljúki 28. sept- ember og að í kjölfarið geti fólk skilað áskriftarlyklum og afsláttar- miðum. Sá fyrirvari er gerður í aug- lýsingunni að álit RSK liggi fyrir sem og úttekt Samgöngustofu. „Við erum að vonast eftir því að svarið liggi fyrir strax eftir helgi. Það verður fundur í ráðuneytinu á mánudag þar sem farið verður yfir stöðuna,“ segir Gísli. Aðspurður um hvað skuli taka til bragðs ef svarið berst seint eða inni- hald þess verði neikvætt segir Gísli að fundið verði út úr því þegar þar að kemur. Spölur sé á þeirri braut að göngin verði afskrifuð að fullu á árinu og þau verði afhent ríkinu til eignar án endurgjalds. „Það er hin eðlilega leið en við viljum fá það staðfest frá RSK þann- ig að það verði enginn óvæntur snúningur. Satt best að segja erum við orðnir langeygir eftir svari. Því seinna sem það berst, þeim mun verra er það fyrir okkur og skapar okkur minna svigrúm,“ segir Gísli. „Ef svarið gefur ekki tilefni til neinna tilþrifa þá heldur planið og göngin verða afhent 30. september.“ joli@frettabladid.is Beðið eftir grænu ljósi frá ríkisskattstjóra Stefnt er að því að afhenda ríkinu Hvalfjarðargöng til eignar 30. september. Beðið er eftir áliti Ríkisskattstjóra til að það sé mögulegt. Forsvarsmenn Spalar eru orðnir leiðir á bið eftir svari. Berist svarið seint gæti afhending dregist. gjaldtöku verður að óbreyttu hætt hinn 28. september. Fréttablaðið/PJEtur Satt best að segja höfðum við vænt- ingar um að þetta myndi skila sér í síðustu viku en það varð ekki af því. Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar sAMfélAG Helga Jónsdóttir, sem tekur við starfi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur eftir helgina, mun hitta Áslaugu Thelmu Einarsdótt- ur í vikunni. Áslaug Thelma var á dögunum rekin frá Orku nátt- úrunnar, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur, eftir að hafa kvartað undan kynferðislegri áreitni og greindi frá því á Facebook á mánu- daginn að hún ætlaði í mál vegna uppsagnarinnar. Mbl.is greindi frá væntanlegum fundi í gær og hafði eftir Áslaugu Thelmu að henni hefði ekki borist fundarboð frá Orkuveitunni. Hún væri þó ánægð með að Helga vildi hitta hana og ræða málin og hygð- ist þiggja boðið þegar það bærist. Kvörtun Áslaugar Thelmu beindist að hegðun Bjarna Más Júlíussonar sem þá var fram- kvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Hann var síðan rekinn á dögunum og Þórður Ásmundarson, sem átti að taka við starfi hans tímabundið, sendur í leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot. Bjarni Bjarnason steig svo tíma- bundið til hliðar sem forstjóri Orku- veitu Reykjavíkur á mánudaginn á meðan mál sem tengjast uppsögn Bjarna Más eru tekin til skoðunar og „úttekt gerð á vinnustaðarmenn- ingu fyrirtækisins“. – þea Mun hitta Áslaugu Thelmu Helga Jónsdóttir tekur við starfi for- stjóra Orkuveitunnar eftir helgina. Fleiri myndir frá hópslysaæfingunni er að finna á Plússíðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Fréttablaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PlúS DANMÖRK Stjórnmálamenn og embættismenn í sveitarfélaginu Hørsholm í Danmörku eiga helst ekki að faðmast. Borgarstjórinn, Morten Slotved, segir sveitarfélagið vera vinnustað og að vinátta milli stjórnmálamanna og embættis- manna megi ekki vera of mikil. Hann kveðst heldur ekki vita til þess að á öðrum vinnustöðum sé fólk alltaf að faðmast. Það er skoðun borgarstjórans að setja þurfi skýrar viðmiðunar- reglur vegna munar á störfum viðkom- andi. Faðmlög geti sent röng skilaboð til almennra borgara. Ekki sé u m b a n n að ræða, heldur óskrifaðar reglur frá 2014. – ibs Faðmi helst ekki embættismenn 2 2 . s e p t e M b e R 2 0 1 8 l A u G A R D A G u R2 f R é t t i R ∙ f R é t t A b l A ð i ð 2 2 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :1 3 F B 1 2 8 s _ P 1 2 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 E 4 -7 1 8 0 2 0 E 4 -7 0 4 4 2 0 E 4 -6 F 0 8 2 0 E 4 -6 D C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 8 s _ 2 1 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.