Fréttablaðið - 22.09.2018, Page 32
Smáa letrið er ný ljóðabók eftir Lindu Vilhjálmsdótt-ur sem líkleg er til að vekja allnokkra athygli, en þar beinir hún sjónum að lífi og hlutskipti kvenna og
fjallar um eigin tilfinningar, eins og
vanmáttarkennd, á afar opinskáan
hátt.
„Ég byrjaði á þessari bók eiginlega
algjörlega óvart. Ég var í allt öðrum
Nú er komin sátt
Í nýrri ljóðabók Lindu Vilhjálmsdóttur er fjallað um það hvernig
konur fara að því að lifa af. Í viðtali ræðir Linda meðal annars um
kynferðislega áreitni sem hún varð fyrir í starfi sem sjúkraliði.
Hún segir einnig frá baráttu sinni við sjálfsniðurrif.
verkefnum sem voru samt tengd
konum og kvenlegri reynslu,“ segir
Linda. „Ég var annars vegar að skrifa
drög að kvikmyndahandriti með
frænku minni, Veru Sölvadóttur, og
hins vegar var ég að skrifa smásögur.
Svo las ég yfir ljóðahandrit fyrir
Margréti Lóu Jónsdóttur, Biðröðin
fram undan, sem kom út haustið
2017 og var um allar þessar biðraðir
sem fólk fer í þegar verslanir eins
og Dunkin’ Donuts og Costco eru
opnaðar. Mér fundust ljóðin mjög
skemmtileg, það var svo mikið líf í
þeim og ég hugsaði: Mikið langar
mig að skrifa ljóðabók þar sem ég
segi bara það sem mig langar til að
segja. Ég byrjaði strax því mér fannst
mér liggja svo mikið á hjarta. Ég
hafði ort tvö ljóð þegar ég skrifaði
Forlaginu og sagði: Ég verð örugg-
lega með ljóðabók í haust, hún á að
vera bleik með hjarta. Vinnutitillinn
var Konan í feðraveldinu, en það
leist öllum mjög illa á hann.“
Niðurstaðan var titillinn Smáa
letrið og á kápunni er rauðbleikt
hjarta. Umfjöllunarefnið er konan
í feðraveldinu. „Ljóðabókin fjallar
um það hvernig við konur förum
að því að lifa af og það að við erum
smám saman að komast á þann stað
að láta ekki bjóða okkur það lengur
að þurfa að hafa svona mikið fyrir
lífinu,“ segir Linda.
Verkefni um konur
Linda segir að umfjöllunarefnið sé
henni mikið hjartans mál. „Ég var
búin að vera í þessum pælingum og
stellingum í nokkurn tíma. Daginn
sem Donald Trump var settur í emb-
ætti Bandaríkjaforseta tendraðist
ég upp og fór svo að horfa á beinar
útsendingar frá kvennamarsinum
mikla. Ég hlustaði þar á konur sem
ég hafði ekkert sérstaklega verið að
fylgjast með, eins og Gloriu Stein-
em. Mér fannst þessar konur mjög
flottar og fór að kynna mér betur
hvað þær höfðu haft til málanna að
leggja í rúmlega hálfa öld. Frá þeim
tíma hafa öll mín verkefni fjallað
um konur, líf okkar, hvað við höfum
þurft að leggja á okkur og hvert við
erum komnar.
Í fyrravetur gerði ég fjóra útvarps-
þætti, Píkuskræki, með Veru frænku
minni, sem fluttir voru á RÚV. Þar
voru viðtöl við átta konur á öllum
aldri og úr öllum stéttum þar sem
þær voru að rekja hvernig þær
hefðu sætt sig við hlutskipti sitt
og ekki verið meðvitaðar um mis-
réttið sem þær urðu fyrir. Í sumum
tilfellum var ekki einungis um mis-
rétti að ræða heldur einnig ofbeldi.
Konurnar höfðu hins vegar verið að
vakna til vitundar um þetta síðustu
ár og sérstaklega í kjölfar Metoo-
byltingarinnar.“
Áreitni valdamikilla karla
Linda segist hafa séð hluti í nýju ljósi
þegar hún las ítarlega umfjöllun um
kvikmyndaframleiðandann Harvey
Weinstein og ásakanir á hendur
honum um nauðganir og grófa kyn-
ferðislega áreitni. „Þá gerði ég mér
grein fyrir því að ég hafði sjálf marg-
oft orðið fyrir alls konar kynferðis-
legri áreitni. Það sem varð til þess að
opna augu mín voru frásagnir þeirra
kvenna sem sluppu með skrekkinn,
þeirra sem höfðu flúið af vettvangi
og ekki látið bjóða sér þetta. Það að
einstaklingur skuli stöðugt þurfa að
upplifa hluti eins og þessa flokkast
sem mjög mikið áreiti.“
Linda er lærður sjúkraliði. „Ég
byrjaði átján ára gömul að vinna
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrun@frettabladid.is
Tökum TiL dæmis skrif-
in, þar hef ég aLdrei
passað inn í neina
ramma. það hefur
kosTað óskapLega Tog-
sTreiTu í mínum eigin
huga.
fréttablaðið/eyþór
2 2 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r32 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
2
2
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:1
3
F
B
1
2
8
s
_
P
1
1
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
9
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
E
4
-7
6
7
0
2
0
E
4
-7
5
3
4
2
0
E
4
-7
3
F
8
2
0
E
4
-7
2
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
1
2
8
s
_
2
1
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K