Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.09.2018, Qupperneq 89

Fréttablaðið - 22.09.2018, Qupperneq 89
Okkar megináhersla er á að styrkja og efla fólk sem kýs að búa heima hjá sér, því það er ekki aðeins stefna stjórnvalda að fólk eigi að búa lengur heima heldur er það vilji mjög margra að vera sem lengst heima hjá sér,“ segir Inga Lára Karlsdóttir, hjúkrunarstjóri Sóltúns Heima. „Við hjá Sóltúni Heima bjóðum upp á heimaþjónustu fyrir eldri borgara og erum með því að mæta ákveðinni eftirspurn. Öldruðum fjölgar hlutfallslega hraðar en öðrum aldurshópum og opinberir aðilar hafa ekki náð að anna þeirri eftirspurn sem hefur myndast eftir þjónustu.“ Inga Lára segir að ýmist leiti eldri borgarar til þeirra sjálfir en einnig hafi aðstandendur samband. „Víða hafa myndast biðlistar eftir þjón- ustu hjá sveitarfélögunum og fólk kemst ekki að eða sú þjónusta sem er í boði hjá hinu opinbera dugar ekki til. Þá leitar fólk til okkar.“ Sérsniðnar lausnir Þarfir fólks eru mismunandi. Sumir þurfa aðstoð við hvunndagslegar athafnir, aðrir þurfa að fá þrif og enn aðrir hjúkrunaraðstoð. „Við veitum fólki sem leitar til okkar ráðgjöf og finnum út hvaða leiðir eru færar til að létta því lífið. Það fer eftir vilja og þörfum hvers og eins hversu oft við komum og á hvaða tímum. Þá reynum við ávallt að vera sveigjan- leg. Stundum bætum við í þjónust- una og þéttum heimsóknir til dæmis á meðan aðstandendur fara í burtu í frí,“ segir Inga Lára. Þjónusta Sól- túns Heima er afar fjölbreytt og þar starfar breiður hópur starfsmanna, ófaglært fólk, félagsliðar, hjúkrunar- fræðingar og íþróttafræðingar. Sóltún Heimahreyfing Inga Lára segir ekki aðeins nauðsyn- legt að sinna þörfum fólks heldur sé afar mikilvægt að styrkja það og efla líkamlega. „Við skoðuðum hvernig þessum hlutum er háttað í nágrannalöndunum og kynntumst þá æfingakerfinu DigiRehab sem var þróað af dönskum sjúkra- þjálfum og er mikið notað í heima- þjónustu í Danmörku.“ Inga Lára segir árangurinn af DigiRehab hafa verið mjög góðan. Reynslan í Dan- mörku sýni að draga megi úr heima- þjónustu um allt að klukkustund á viku eftir tólf vikna heimahreyfingu. Auk þess stuðlar heimahreyfingin að bættum lífsgæðum og þörfinni á frekari þjónustu seinkar. „Við köllum íslensku útgáfuna Sóltún Heimahreyfing og okkar hugmynd er að grípa inn í og styrkja fólk til að það geti verið sjálfbjarga lengur. Heimahreyfingin fléttast vel inn í heimaþjónustuna sem við bjóðum upp á. Sami starfs- maðurinn getur hjálpað fólki með matinn, aðstoðað fólk út í búð og hjálpað viðkomandi við að gera æfingarnar.“ Sóltún Heimahreyfing er sér- sniðin að hverjum og einum. „Æfingakerfið reiknar út hvaða æfingar henta best. Æfingarnar eru gerðar til að styrkja skjólstæðing- ana til þess að þeir geti notið lífsins betur og sinnt daglegum athöfnum með minni aðstoð annarra,“ segir Inga Lára og telur árangurinn mjög góðan. Nánari upplýsingar má nálgast á www.soltunheima.is, í síma 563 1400 eða gegnum netfangið soltun- heima@soltunheima.is. Sóltún Heima – sérsniðin þjónusta fyrir eldra fólk Sóltún Heima býður upp á heimaþjónustu fyrir eldri borgara og gerir þeim kleift að búa lengur heima. Einnig er boðið upp á heimahreyfingu sem styrkir fólk og gerir það meira sjálfbjarga. Inga Lára Karlsdóttir, hjúkrunarstjóri Sóltúns Heima, sem er hér til hægri á myndinni, stýrir heimaþjónustunni en Steinunn Leifsdóttir íþróttafræðingur sér um að stjórna Sóltúni Heimahreyfingu. Mynd/Eyþór Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. SKÝR hugsun Clear Brain töflurnar eru ríkar af næringarefnum fyrir heilann og hafa góð áhrif á andlega getu og vitræna starfsemi eins og minni, eftirtekt og einbeitingu. Inniheldur: L-theanín • Valhnetuþykkni • Granatepli • Furubörkur • Pipar • B-vítamín KynnInGArBLAÐ 5 L AU G A r dAG U r 2 2 . S E p t E m b E r 2 0 1 8 EfrI árIn 2 2 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :1 3 F B 1 2 8 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 E 4 -F B C 0 2 0 E 4 -F A 8 4 2 0 E 4 -F 9 4 8 2 0 E 4 -F 8 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 8 s _ 2 1 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.