Fréttablaðið - 22.09.2018, Page 114

Fréttablaðið - 22.09.2018, Page 114
Þegar mér bauðst að sýna hér, fyrir rúmum níu mánuðum, var ég að byrja að prenta bókverk sem heitir Annað rými. Ég ákvað að það yrði eins konar neisti fyrir hin verkin. Sýningin drægi svo nafn af því, nánast öll verkin eru unnin fyrir hana,“ segir Eygló Harðardóttir myndlistarkona áður en leiðsögn hennar hefst um sal Nýlistasafnsins í Marshall- húsinu. Hún kveðst hafa byrjað á að skoða rýmið og skilgreina, og í framhaldinu tekið ákvörðun um að hafa verkin létt og láta birtuna spila með. Pappír er aðaluppistaða verkanna en líka tré og gler. „Þetta er sambland af efni sem ég kaupi Það er efnið sem leiðir mig áfram Pappír er byggingarefni flestra þeirra verka sem Eygló Harðardóttir myndlistarkona sýnir í Nýló á Granda. Allt frá fínlegum japönskum renningum með silkiþrykki til svartra, notaðra spjalda sem hún gefur nýtt líf. Eygló við eitt verka sinna sem er unnið með silfurgrafítklumpi. Hún skrifar með ólæsilegu letri það sem geðhjúkrunarfræðingur skráði eftir henni í dáleiðslu. Fréttablaðið/Eyþór POWERSTATE™ mótor. REDLINK PLUS™ yrálagsvörn REDLITHIUM-ION™ rafhlaða Sveigjanlegt rafhlöðu ker sem virkar með öllum Milwaukee ® M18™ rafhlöðum. Verð 49.900 kr. (án rafhlöðu) M18 FCS66 Alvöru hjólsög frá Milwaukee vfs.is Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is dýrum dómum og efni sem ég finn og á sér sögu,“ segir listakonan. Ég get ekki leynt undrun minni þegar Eygló lýsir því að dáleiðsla sé undirstaða hluta listaverkanna. Varstu í rússi? spyr ég og við hlæj- um báðar. „Nei, en í dáleiðslu kort- lagði ég sex svæði líkamans með tússlit og þannig urðu til óhlut- bundnar myndir. Í silkiþrykkinu tek ég þessar teikningar og gef þeim sjálfstætt líf,“ segir hún. „Þegar ég vinn þá er það efnið sem leiðir mig áfram, það kallar á næsta form og hægt og rólega verða verkin til. Ég er ekki með fyrirfram ákveðna lokaútkomu, heldur verður allt til í vinnuferlinu svo úr verður stór gjörningur.“ Niður úr loftinu hangir stór mynd, gerð með silfurgrafítklumpi, efni beint af jörðinni. Þannig skrif- aði Eygló með ólæsilegu letri allt sem geðhjúkrunarfræðingurinn skráði eftir henni í dáleiðslunni. „Þetta er texti sem er orðinn að myndlist núna,“ útskýrir hún. „Ég vissi hvar í salnum þetta verk yrði, og sjórinn hér utan við húsið kveikti þá hugmynd að setja bóluplast yfir hluta af letrinu. Þegar sólin skín merlar á hann líkt og hafið.“ Á sýningunni eru átta verk, þrír sjálfstæðir skúlptúrar og fimm mis- munandi útgáfur af upplifuninni í dáleiðslunni. Eygló segist hafa unnið að sýningunni sleitulaust í níu mánuði, hvern einasta dag og margar nætur. „Ég hef ekki hugsað um annað,“ segir hún. En telur hún verkin vera metin að verðleikum? „Það er bara ekki í mínum höndum. Ég er ekki í trúboði með mynd- listina að bera út einhvern boð- skap. Fólk finnur það sem það vill finna. Það sem ég geri sé ég sem eitt tannhjól í stórri maskínu. Ég trúi á sköpunina, mér finnst hún vera súr- efnið í samfélaginu.“ Eygló kveðst hafa verið svo lán- söm að fá starfslaun og styrk úr myndlistarsjóði. „Ef ég sel eitt- hvað er það stórkostlegt en ég set ekki verðmiða á verkin fyrirfram og hvatinn er aldrei sá að fram- leiða fyrir markaðinn. Þegar ég útskrifaðist úr skóla 1991 tók ég þessa afstöðu. Peningar eru svo sterkt afl og það er stórhættulegt að vera háður þeim. Ég er stunda- kennari í Listaháskólanum og Myndlistarskólanum í Reykjavík. En meðan ég vann að þessari sýn- ingu sleppti ég allri kennslu sem ég gat, því maður stimplar sig ekki út úr þessari vinnu. Nú þegar henni er lokið finnst mér eins og ég hafi verið með hjartasjúkling á borðinu í langri skurðaðgerð. Annaðhvort lifir hann eða deyr. Ég vona samt að hann spjari sig. Það er góð tilfinn- ing að vita að maður gerði allt sem maður gat.“ Sýningin stendur til 28. október og ókeypis er inn. Silkiþrykk á japanskan pappír unnið í New york. Pappi, pappír og viðarbútar verða að skúlptúr. 2 2 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r58 m e n n i n G ∙ F r É t t A b L A ð i ð menning 2 2 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :1 3 F B 1 2 8 s _ P 1 2 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 E 4 -7 1 8 0 2 0 E 4 -7 0 4 4 2 0 E 4 -6 F 0 8 2 0 E 4 -6 D C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 8 s _ 2 1 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.