Fréttablaðið - 26.09.2018, Side 18

Fréttablaðið - 26.09.2018, Side 18
Rekstrartekjur Kortaþjónust-unnar námu ríflega 4,5 millj-örðum króna á síðasta ári og nær tvöfölduðust frá fyrra ári þegar þær voru tæpir 2,3 milljarðar króna, að því er fram kemur í ársreikningi færsluhirðingarfyrirtækisins fyrir síðasta ár. Kortaþjónustan tapaði 1,6 millj- örðum króna í fyrra, eins og áður hefur verið upplýst um, en félagið stóð frammi fyrir alvarlegum fjár- hagsvanda í kjölfar greiðslustöðv- unar breska flugfélagsins Monarch síðasta haust. Íslenska félagið var á meðal átta félaga sem sáu um færsluhirðingu fyrir Monarch. Fram kemur í ársreikningnum að í kjölfar greiðslustöðvunar flug- félagsins hafi óvissa ríkt um uppgjör á milli Kortaþjónustunnar og korta- samsteypanna Mastercard og VISA en óvissan felst meðal annars í upp- gjöri eigna sem standa á móti skuld- um vegna færsluhirðingar Monarch. Er heildarfjárhæð óvissra eigna talin nema um 300 milljónum króna en í ársreikningnum er tekið fram að stjórnendur Kortaþjónustunnar hafi unnið náið með kortasam- steypunum til þess að leysa málið. Hafa stjórnendurnir gert „ráð- stafanir til tryggingar þeirri óvissu sem kann að tengjast þessum upp- gjörum“, eins og það er orðað, en gert er ráð fyrir að endanlegt upp- gjör Kortaþjónustunnar vegna greiðslustöðvunar Monarch liggi fyrir í byrjun næsta árs. Sem kunnugt er keyptu Kvika banki og hópur einkafjárfesta Kortaþjónustuna á eina krónu í fyrra og lögðu félaginu um leið til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Eins og Markaðurinn greindi frá í vor gaf færsluhirðingarfyrirtækið út áskriftarréttindi til félaga í eigu annars vegar Gunnars M. Gunnars- sonar, fyrrverandi forstöðumanns hugbúnaðarsviðs Kortaþjónust- unnar, og hins vegar hjónanna Jóhannesar Inga Kolbeinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra, og Andreu Kristínar Jónsdóttur að allt að fjórðungshlut í félaginu. Er félögunum tveimur fyrst heim- ilt að nýta réttindin þann 1. nóvem- ber árið 2020, að því er fram kemur í ársreikningnum, en réttindin gilda til sjö ára frá útgáfu þeirra. – kij Velta Kortaþjónustunnar tvöfaldaðist Ba n ka sýs l a r í k i s i n s krafðist þess í des-ember í fyrra að innri endurskoðanda Arion banka yrði falið að gera formlega athugun á sölu bankans á hlut sínum í breska matvælaframleiðandanum Bakka- vör. Meirihluti stjórnar bankans hafnaði hins vegar tillögu Kirstínar Þ. Flygenring, þáverandi fulltrúa Bankasýslunnar í stjórn bankans, þess efnis á fundi sínum í desember síðastliðnum. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í minnisblaði sem Banka- sýsla ríkisins, sem fór þar til í febrú- ar fyrr á þessu ári með 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka, skrifaði Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, þann 15. janúar síðastliðinn. Í minnisblaðinu, sem Markaður- inn fékk afhent frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu á grundvelli upplýsingalaga, er jafnframt upplýst um að Guðrún Johnsen, þáverandi varaformaður stjórnar Arion banka, hafi á stjórnarfundi bankans í nóvem ber 2015 greitt atkvæði gegn sölunni í Bakkavör. Hún lagði síðan til á fundi stjórnar þann 14. nóvem- ber í fyrra að gerð yrði könnun á söluferli eignarhlutarins. Sú tillaga var felld og degi síðar var Guðrúnu tjáð að „breytingar væru fyrirhug- aðar á stjórn bankans og [hennar] aðkomu væri ekki óskað“, eins og það er orðað í minnisblaðinu. Gengið var frá sölu eignarhalds- félagsins BG12 á 45,9 prósenta hlut í Bakkavör í janúar árið 2016 en Arion banki fór með 62 prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu. Aðrir eigendur BG12 voru aðallega líf- eyrissjóðir, eins og til dæmis Líf- eyrissjóður verslunarmanna sem átti 14,3 prósenta hlut og Gildi með 11,6 prósenta hlut. Kaupendur að hlutnum voru bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar, en þeir áttu fyrir um 38 prósent í matvælaframleiðand- anum, og bandaríski vogunar- sjóðurinn Baupost. Var kaupverðið ríflega 147 milljónir punda. Þrefaldaðist í virði Bankasýslan tekur fram í minnis- blaðinu til ráðherra að í kjölfar almenns útboðs á hlutabréfum í Bakkavör og skráningar þeirra í kauphöllina í Lundúnum í nóvem- ber í fyrra hafi komið í ljós að verð- mæti eignarhlutar BG12 í matvæla- framleiðandanum hafi því sem næst þrefaldast. Virði hlutarins hafi þannig, á tuttugu mánuðum, farið úr 147 milljónum punda í 433 millj- ónir punda. Bendir Bankasýslan á að ef verð- mæti eignarhlutarins sem BG12 seldi í janúar 2016 hefði verið það sama við söluna og það var við útboðið í nóvember 2017, þá gæti Arion banki hafa farið á mis við um 19,9 milljarða króna og ríkissjóður orðið af um 2,6 milljörðum króna. Það er, að sögn Bankasýslunnar, svipuð fjárhæð og talið er að ríkið hafi orðið af vegna sölu Landsbank- ans á 31 prósents hlut í Borgun árið 2014, eins og frægt er. Að auki nefnir stofnunin að það sé „augljóst“ að skömmu eftir sölu BG12 hafi kaupendur hlutanna – Ágúst, Lýður og Baupost – farið að huga að sölu þeirra enda taki það um tólf mánuði að undirbúa almennt útboð og skráningu á hlutabréfum. Í minnisblaðinu segir Bankasýsl- an ljóst að stofnunin geti þurft að kalla eftir svipuðum upplýsingum frá Arion banka og hún óskaði eftir í Borgunarmálinu til þess að meta hvort umrædd sala hafi verið í sam- ræmi við lög sem gilda um stofnun- ina og eigendastefnu ríkisins. Ekk- ert varð hins vegar af því þar sem Kaupskil, dótturfélag Kaupþings og stærsti hluthafi Arion banka, ákvað í febrúar síðastliðnum að nýta sér kauprétt á 13 prósenta hlut ríkisins í bankanum en með sölunni fór ríkið endanlega út úr hluthafahópnum. Ekki ljóst hver stýrði ferlinu Þá er tekið fram í minnisblaðinu að Bankasýslunni hafi þótt nauðsyn- legt að spyrja stjórnendur Arion banka nánar um söluna í Bakkavör á fundi vegna fjórðungsuppgjörs bankans um miðjan nóvember í fyrra. „Gat Arion ekki svarað spurn- ingum um hvert söluandvirði hlut- anna hafi verið miðað við undir- liggjandi rekstrarhagnað,“ segir í minnisblaðinu. „Þá var ekki ljóst hvort að BG12 eða Bakkavör hafi stýrt söluferlinu á hlut BG12 í Bakkavör, en ferlinu var stýrt af fjárfestingarbanka sem um langt skeið hefur verið nátengdur Bakkavör og er því vel kunn- ugur stjórnendum félagsins,“ segir Bankasýslan og á þar við breska bankann Barclays. „Þá er alls ekki ljóst hversu opið ferlið var. Má segja að frá sjónar- hóli Bankasýslunnar vakni upp sömu spurningar og í Borgunarmál- inu,“ segir í umræddu minnisblaði Bankasýslunnar. Á meðal þeirra upplýsinga sem Bankasýslan segist mögulega þurfa að kalla eftir er hver hafi haft for- ræði yfir sölu eignarhlutanna, það er Arion, BG12 eða Bakkavör, hver hafi valið fjárfestingarbanka til að stýra söluferlinu og hvers vegna slík söluaðferð á eignarhlutnum hafi orðið fyrir valinu í stað almenns útboðs á hlutnum og skráningar. Eins segist stofnunin vilja fá upp- lýsingar um hverjum hafi verið gef- inn kostur á því að bjóða í eignar- hlutinn, hve margir hafi tekið þátt í söluferlinu á mismunandi stigum þess, hvaða verðmat hafi verið lagt til grundvallar því að boði endan- legra kaupenda hafi verið tekið og loks hvort aðrir þættir hafi haft áhrif á það að tilboð kaupenda hafi verið tekið. Vildi rannsaka sölu Arion í Bakkavör Meirihluti stjórnar Arion hafnaði tillögu fulltrúa Bankasýslunnar um að sala bankans á hlut sínum í Bakkavör yrði rannsökuð. Tillaga þáverandi varaformanns svipaðs efnis einnig felld. Bankasýslan segir sömu spurningar hafa vaknað við söluna og í Borgunarmálinu. Eignarhaldsfélagið BG12, sem Arion banki átti 62 prósenta hlut í, seldi 45,9 prósenta hlut sinn í Bakkavör í ársbyrjun 2016. FréttABlAðið/EyÞór Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Kristinn Ingi Jónsson kristinningi@frettabladid.is 2,6 milljarðar króna er fjár- hæðin sem Bankasýslan telur að ríkissjóður hafi farið á mis við vegna sölu Arion banka á óbeinum hlut sínum í Bakkavör. Ágúst Guðmundsson. lýður Guðmundsson. Advania keypti fyrr í mánuð-inum allt hlutafé í Wise fyrir um 1.050 milljónir króna, að því er fram kemur í til- kynningu sem seljandinn, Akva Group, sendi norsku kauphöllinni. Nokkrir stjórnendur Wise eiga rétt á bónusgreiðslum upp á samanlagt 20 milljónir króna þegar kaupin ganga endanlega í gegn. Advania mun greiða Akva 799 milljónir króna í reiðufé og þá hyggst Akva lána félaginu 250 milljónir króna. Kaupin bíða sam- þykkis Samkeppniseftirlitsins en gert er ráð fyrir að þau gangi í gegn á fjórða fjórðungi síðasta árs eða fyrsta fjórðungi næsta árs. Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið tilkynnti um kaupin í byrjun mánaðarins en í tilkynningunni kom ekki fram hvert kaupverðið væri. Norræni fjárfestingarbankinn Beringer Finance var ráðgjafi Akva Group í viðskiptunum. Wise selur Microsoft Dynamics NAV bókhalds- og viðskipta- hugbúnaðinn og hefur sérhæft sig í lausnum fyrir meðal annars sveitarfélög og sjávarútveg. Félagið hagnaðist um ríflega 94 milljónir króna á síðasta ári og var velta þess á sama tíma um 1.479 milljónir króna. – kij Advania keypti Wise fyrir 1.050 milljónir króna Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi. Bjögvin Skúli Sigurðsson, forstjóri Korta- þjónustunnar. Við sölu BG12 Við hlutafjárútboð í janúar 2016 í nóvember 2017 Söluandvirði hlutar BG12 147,0 160,7 Seldur hlutur 45,9% 17,0% Markaðsvirði Bakkavarar 320,1 943,0 Markaðsvirði selds hlutar BG12 147,0 433,1 ✿ Verðmæti eignarhlutar BG12 í Bakkavör Í milljónum punda 2 6 . s e p t e m B e r 2 0 1 8 m I Ð V I K U D A G U r4 mArkAðurinn 2 6 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 E A -3 8 4 8 2 0 E A -3 7 0 C 2 0 E A -3 5 D 0 2 0 E A -3 4 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.