Fréttablaðið - 26.09.2018, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.09.2018, Blaðsíða 6
Kynningarfundur verður haldinn fimmtudaginn 27. september kl. 17.00 í Víkingasal Icelandair hótel Reykjavík Natura. Á fundinum verður farið yfir framkvæmdir á lóð Landspítala við Hringbraut vegna byggingar nýs Landspítala. Allir velkomnir! Framkvæmdir á Landspítalalóð Nýr Landspítali ohf. heldur kynningarfund vegna framkvæmda á Landspítalalóð SKIPULAGSMÁL „Það hlýtur að vera sameiginlegt einkenni heiðurs- borgara að þykja vænt um borgina og vilja henni allt gott. Ef eitthvað kemur upp á sem okkur líst ekki á, held ég að það sé gott að við getum bundist samtökum um að gera eitt- hvað. Það er sterkara en að standa einn,“ segir Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslands í skák og heið- ursborgari Reykjavíkur. Friðrik hefur ásamt þremur öðrum heiðursborgurum, Vig- dísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, Þorgerði Ingólfsdóttur, tónlistarkennara og kórstjóra, og myndlistarmanninum Erró, sent borginni og byggingar aðilum hót- els á Landsímareit áskorun um að láta af áformum um að reisa hótel í Víkurgarði. Segir í áskoruninni að það sé óverjandi að hótel verði reist í einum elsta kirkjugarði landsins og helgistað í borginni. Ljóst sé að skipulag og bygging hótels á þessum stað eigi sér rætur í vanþekkingu á sögu Víkurgarðs og mistökum við gerð deiliskipulags. Hagnaðarvon og stundarhagsmunir ryðji burt virðingunni og helginni. Friðrik, Vigdís og Þorgerður áttu í gær fund með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og Þórdísi Lóu Þór- hallsdóttur, formanni borgarráðs. „Ég veit ekki hversu miklu við feng- um áorkað en við lifum í voninni að borgin sjái að sér. Það eru margir veikir blettir í þessu. Ég er með á hreinu að það hafa verið framdar margar lögleysur í þessu máli af hálfu borgaryfirvalda og fleiri sem að þessu koma,“ segir Friðrik. Dagur segir fundinn hafa verið góðan. „Ég skil áhyggjur af upp- byggingu á þessum lykilstað í hjarta borgarinnar. Við létum fara vel yfir þetta. Garðurinn var aflagður 1837. Það er með hliðsjón af því sem borg- in hefur tekið ákvarðanir.“ Hann segir mikilvægt að hafa í huga að tekist hafi að tryggja endurgerð Nasa-salarins og gömlu húsanna sem snúa út að Ingólfs- torgi. Uppbygging fari ekki inn í gamla kirkjugarðinn. „Við munum fara yfir áskorunina og leggja hana fram í borgarráði.“ Þórdís Lóa segist ánægð með að borgarar láti sig mál varða með þessum hætti. „Málið er komið langt. Það liggja fyrir byggingar- heimildir og deiliskipulag þannig að við stoppum þetta ekki svo glatt.“ Þórdís Lóa segir að sitt sýnist hverjum um hvort verið sé að byggja í Víkurgarði. „Borgin metur það sem svo að ekki sé verið að byggja ofan á sjálfum garðinum heldur á bílastæði sem var fyrir framan Landssíma- húsið.“ sighvatur@frettabladid.is Fyrirhuguð bygging hótels eigi sér rætur í vanþekkingu á sögu Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, og þrír aðrir heiðursborgarar Reykjavíkur skora á borgina og byggingaraðila að láta af áformum um byggingu hótels í Víkurgarði. Skipulagið og bygging hótelsins eigi sér rætur í mistökum í skipulagi. Borgarstjóri segist ætla að skoða áskorunina og leggja hana fram í borgarráði. Heiðursborgarar afhentu áskorun um að hætt yrði við fyrirhugaða hótelbyggingu í Víkurgarði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTONBRINK FJÖLMIÐLAR „Það er mjög skýrt að samkvæmt fjórðu grein laga um Ríkisútvarpið ber RÚV að stofna dótturfélög um samkeppnis- rekstur sinn. Ég tel brýnt að hrinda því í fram- kvæmd og stjórn RÚV og stjórnendur hafa verið að vinna að því. Það er stjórnar RÚV að fylgja þessu eftir,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- málaráðherra. Samtök iðnaðarins sendu stjórn RÚV nýver- ið bréf þar sem hvatt er til þess að allur samkeppnis- rekstur RÚV verði settur í d ó t t u r - félög. Það sé forsenda heilbrigðs markaðar og frjálsrar samkeppni að allir aðilar á markaði starfi eftir sömu reglum. „Mér finnst mikilvægt að tryggja aðskilnað á milli almannahlutverks og samkeppnisreksturs RÚV. Það er í takt við tillögurnar sem ég kynnti nýverið og miða að því að styðja við einkarekna fjöl- miðla. Það er ljóst að RÚV er þjóðinni kært og ég vil hafa öflugan miðil í almanna- þágu.“ Það sé hagur allra að hér sé öfl- ugur miðill í almannaþágu en líka að það séu öflugir einkareknir fjöl- miðlar. „Við þurfum að stuðla að auknu jafnræði á íslenskum fjöl- miðlamarkaði.“ Lilja segir að í kjölfar umræddra tillagna hafi verið sett af stað vinna í ráðuneytinu sem tengist RÚV. Meðal þess sem verið sé að skoða sé auglýsingamarkaður- inn. – sar RÚV vinni að því að framfylgja lögum Við þurfum að stuðla að auknu jafnræði á íslenskum fjöl- miðlamarkaði. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráð- herra DóMSMÁL Landsréttur staðfesti í gær fjögurra ára skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir El Mustapha Bkhibkhi, karlmanni á sextugsaldri, fyrir að áreita fjórtán ára stúlku kyn- ferðislega í mars í fyrra. Var El Mustapha ákærður fyrir brot gegn barnaverndarlögum en hann kom aftan að stúlkunni á öskudag í fyrra í rúllustiga í Kringl- unni. Tók hann utan um hana, sagði henni að hann elskaði hana, kyssti hana, hélt um axlir hennar og snerti brjóst hennar utan klæða. Bar maðurinn því við að í heima- landi hans þætti eðlilegt að faðma ókunnug börn og sýna þeim vænt- umþykju. Var El Mustapha einnig gert að greiða stúlkunni 300 þúsund krónur í miskabætur. – smj Káfaði á stúlku í Kringlunni DóMSMÁL Aðalmeðferð í Aurum- málinu hófst í gær í Landsrétti og heldur áfram í dag. Málið snýst um meint um boðs svik og hlut deild í tengslum við sex milljarða króna lán veitingu Glitnis til fé lagsins FS38 ehf. árið 2008, en félagið var í eigu Pálma Haralds sonar. Þrír eru á kærðir. Lárus Welding, fyrr verandi banka stjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arn gríms son, fyrr- verandi fram kvæmda stjóri fyrir- tækja sviðs bankans, fyrir um boðs- svik. Jón Ás geir Jóhannes son, sem var einn aðal eig andi Glitnis, er á- kærður fyrir hlut deild í meintum um boðs svikum Lárusar og Magn- úsar. Lárus og Magnús voru sak- felldir í héraði í nóvember 2016 en Jón Ás geir og Bjarni Jóhannes son, fyrr verandi við skipta stjóri Glitnis, sýknaðir. Þetta er í fjórða sinn sem málið er tekið fyrir. Það var fyrst tekið fyrir í héraði 2014. Allir voru sýknaðir en málinu áfrýjað. Í apríl 2015 ó gilti Hæsti réttur dóm héraðs dóms vegna um mæla eins með dómara. Málið var tekið fyrir aftur í nóvember 2016. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, segir að vissulega lendi hann í því nú að endurtaka sig. „En það er ekki málið að vorkenna mér eða dómurunum. Þetta er verra fyrir fólkið sem hefur verið ákært.“ – þea, dfb Segir endurtekninguna erfiða fyrir ákærðu í málinu Gestur Jónsson flytur Aurum-málið í fjórða sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Málið er komið langt. Það liggja fyrir byggingarheimildir og deiliskipulag þannig að við stoppum þetta ekki svo glatt. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs TAnSAníA Ríkisstjórn Tansaníu hefur afhent fjölskyldum þeirra sem fórust er ferju hvolfdi á Vikt- oríuvatni í síðustu viku alls um sex milljónir króna. Isaac Kamwele samgöngumálaráðherra afhenti embættismönnum á svæðinu ávís- un í gær en fjölskyldur hinna látnu ferðuðust til eyjunnar Ukara, sem ferjunni hvolfdi við, til þess að sækja peninginn. Um er að ræða hluta af þeim 20 milljónum sem íbúar Tans- aníu, trúfélög og félagasamtök hafa safnað fyrir fjölskyldurnar. Tala látinna stóð í gær í 227. Það þýðir að fjármagnið skiptist í fjöl- marga hluta. Samkvæmt hinu opin- bera eiga fjölskyldur rétt á rúmum 40.000 krónum fyrir hvern ástvin sem fórst í slysinu. Björgunarstarfs- fólk og þau sem lifðu slysið af eiga rétt á sömu upphæð. Samkvæmt fjölmiðlum í Tansaníu mátti einungis flytja 100 með ferj- unni. Ljóst er af tölu látinna að farið var langt fram úr þeim fjölda. – þea Stjórnin bætir fjölskyldum látinna tjónið 2 6 . S e P T e M b e R 2 0 1 8 M I Ð V I K U D A G U R6 F R é T T I R ∙ F R é T T A b L A Ð I Ð 2 6 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 E A -4 2 2 8 2 0 E A -4 0 E C 2 0 E A -3 F B 0 2 0 E A -3 E 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.