Fréttablaðið - 26.09.2018, Blaðsíða 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti
kl. 5.00 á morgnana.
Skráðu þig á póstlista Frétta-
blaðsins á www.frettabladid.is/
nyskraning. Það kostar ekkert.
Vertu fyrst/ur
að lesa blaðið
UMBOÐSAÐILI RAM TRUCKS Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433
WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
RAM 3500. NÝ SENDING VAR AÐ LENDA. ramisland.is
TRYGGÐU ÞÉR NÝJAN RAM 3500 SLT, LARAMIE EÐA LIMITED.
RAM 3500 VERÐ FRÁ KR. 5.960.000 ÁN VSK.
KR. 7.390.400 MEÐ VSK.
RAM 3500 LIMITED 40” BREYTTUR
sjávarútvegur Skiptar skoðanir
eru um veiðigjaldafrumvarp Krist-
jáns Þórs Júlíus sonar sem kynnt var
í gær. Þingmenn og talsmaður sam-
taka sjávarútvegsfyrirtækja (SFS) lýsa
vonbrigðum. Af ólíkum ástæðum.
Frumvarpið á að taka gildi á nýju
ári og mun að fullu verða virkt árið
2020. Vinnsla á sjávarafurðum,
verður undanskilin veiðigjaldi þann-
ig að afkoma veiðanna sjálfra verður
aðeins gjaldskyld. Hið opinbera mun
ekki leggja veiðigjald á afkomu fisk-
vinnslanna í landi. Formaður Við-
reisnar undrast að VG ætli að gleypa
við þessum breytingum sem að
hennar mati séu alfarið í þágu stórút-
gerðar í landinu.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir,
framkvæmdastjóri SFS, segir frum-
varpið valda sér vonbrigðum.
„Fljótt á litið eru þetta nokkur von-
brigði. Verði frumvarpið að lögum
verður veiðigjaldið áfram of hátt og
ekki í takt við stöðu og horfur í sjáv-
arútvegi. Talað er um í sáttmála ríkis-
stjórnarinnar að það eigi að tryggja
samkeppnishæfni sjávarútvegs. Það
er umhugsunarefni að þegar sverfur
nú að útflutningsgreinum telji menn
leiðina til að tryggja samkeppnis-
hæfni þeirra að viðhalda gjaldtöku
úr hófi og langt umfram það sem
keppinautar á erlendum mörkuðum
búa við. Inni í frumvarpinu eru þó
ljósir punktar eins og að færa gjald-
töku nær í tíma, taka mið af raun-
tölum í rekstri og að hætta að horfa
til vinnslu sjávarafurða. Það eru allt
sanngirnismál og vonandi hafin yfir
pólitískt dægurþras.“
Kristján Þór segir mikilvægt að
Sátt um gjöldin ekki í sjónmáli
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra kynnti nýtt veiðigjaldafrumvarp í gær. Fréttablaðið/EyÞór
menn greiði aðeins veiðigjald af
veiddum afla og að tekið sé tillit til
ýmiss kostnaðar við að veiða fiskinn.
Einnig sé mikilvægt að taka aðeins
gjald af veiðum en ekki vinnslu.
„Við getum sagt að það sé tekið til-
lit til fjárfestinga í skipum og tækjum
við útreikning á gjaldstofninum,“
segir Kristján Þór. „Við höfum ekki
verið að velta fyrir okkur fjárhæðum
í þessu sambandi heldur að sníða
agnúa af núverandi kerfi og það ætti
að geta nást góð sátt um aðferðina.“
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
formaður Viðreisnar og fyrrverandi
sjávarútvegsráðherra, vill að auð-
lindagjaldið verði nýtt á þeim stöðum
þar sem það verður til. „Ég hefði vilj-
að sjá að gjaldið færi í uppbyggingu
innviða þaðan sem gjaldið kemur, að
mestu á landsbyggðinni, en það fylgir
ekki. Í grunninn eru þetta æfingar
sjávarútvegsráðherra að nýjum tekju-
skatti þar sem menn geta dregið frá
ýmsar fjárfestingar. Það er ekki sá
þjóðarhlutur sem ég hefði viljað sjá,“
segir Þorgerður. „Það sem undrar mig
er að VG haldi í þennan leiðangur og
kokgleypi þessar breytingar sem eru
fyrst og fremst í þágu sérhagsmuna.
Af hálfu hinna stjórnarflokkanna er
þetta frekar fyrirsjáanlegt.“
sveinn@frettabladid.is
✿ Inga sæland ✿ smári McCarthy
„Það stingur í augu að veiðigjald eigi
eingöngu að leggja á veiðar. Hagnaður
fiskvinnslunnar á ekki að koma til út-
reikninga eins og nú er. Fiskvinnslan
er hluti af auðlindanýtingunni. Öll
stærstu félögin, sem greiða sér arð og
maka krókinn, eiga vinnslurnar og hagnast
gríðarlega. Að aðskilja þetta tvennt gefur mönnum færi
á að færa hagnað frá veiðum og yfir á vinnslu í landi og
kostnaður við vinnslu verði færður á skipin til frádráttar á
veiðigjöldum. Þetta er dapurt frumvarp.“
„Það eru ljósir punktar í þessu frumvarpi
en aðalmálið er að Sjálfstæðismenn,
sem telja sig vera markaðssinnaðan
flokk á þingi, vilji ekki með nokkru
móti láta markaðinn um að verðleggja
aðgang að auðlindinni. Frumvarpið er
ekki að laga þann stærsta galla við núver-
andi kerfi. Einnig er ég hræddur um að menn muni nýta
sér fjárfestingar til að lækka veiðigjöld og þar með það
sem almenningur á að fá fyrir aðgang að auðlindinni.“
SFS gagnrýna veiði-
gjaldafrumvarpið. Sé
ekki í takt við stefnu
ríkisstjórnarinnar um
að tryggja samkeppnis-
hæfni. Hægt að draga frá
fjárfestingarkostnað og
lækka þannig veiðigjöld.
reykjavík Stærstur hluti innkaupa
borgarinnar á fyrstu sex mánuðum
ársins án útboðs var vegna fram-
kvæmda við Nauthólsveg 100, sem er
betur þekktur sem bragginn í Naut-
hólsvík. Mikið hefur verið fjallað um
braggaframkvæmdina sem fór mörg
hundruð milljónir fram úr áætlun.
Kostnaður við hann endaði í 404
milljónum.
Fréttablaðið greindi frá því í gær
að á fyrstu sex mánuðum ársins hefði
Reykjavíkurborg keypt sérfræði-
þjónustu og ýmis önnur vörukaup
án útboðs fyrir ríflega 574 milljónir,
sem samsvarar ríflega 7 prósentum
af heildarinnkaupum á tímabilinu.
Samkvæmt sundurliðuðu yfir-
liti yfir innkaup borgarinnar yfir
1 milljón króna, sem blaðið hefur
undir höndum, má sjá að af þessum
574 milljónum sem keypt var fyrir
án útboðs, voru ríflega 102 milljónir
vegna braggans umdeilda við Naut-
hólsveg; tæpar níu milljónir í kaup
á sérfræðiþjónustu frá Secur itas,
verkfræðistofunni Eflu og arkitekta-
stofunni Arkibúllunni.
Mest munar um greiðslu til verk-
taka og fyrirtækja vegna svokallaðra
„annarra vörukaupa“ sem nema ríf-
lega 93 milljónum. Hæstar greiðslur
eru til Smiðsins þíns slf. upp á rúm-
lega 31 milljón og Rafrúnar ehf. upp
á rúmar 23 milljónir.
Aðrar framkvæmdir sem útheimtu
töluverð útgjöld hjá borginni utan
útboðs á tímabilinu voru vegna
breytinga á Perlunni, alls ríflega 58
milljónir. Hæsta greiðslan vegna
kaupa á sérfræðiþjónustu þar er til
verkfræðistofunnar Verkís hf. upp á
tæpar 27 milljónir sem sér um fram-
kvæmdirnar. – smj
Rúmar 100 milljónir fóru í braggann í Nauthólsvík án útboðs
Kostnaður við braggann fór yfir 400
milljónir. Fréttablaðið/anton brinK
vIðskIptI Bandaríska kaffihúsakeðj-
an Dunkin’ Donuts greindi frá því í
gær að fyrirtækið hygðist fjarlægja
orðið Donuts alfarið úr nafni sínu.
Verður keðjan því sum sé bara þekkt
sem Dunkin’ frá og með janúar.
„Ráðist er í þessa nýju mörkun
til þess að skerpa á því markmiði
fyrirtækisins að bjóða upp á frábært
kaffi en halda í okkar þekktu bleiku
og appelsínugulu liti og leturgerð-
ina frægu,“ sagði í tilkynningunni.
Samkvæmt Reuters hefur sala
á kaffi og morgunmat drifið fyrir-
tækið áfram á undanförnum fjórð-
ungum. Þessi stefnubreyting komi
á sama tíma og fyrirtæki á borð við
Starbucks eigi í erfiðleikum með að
takast á við staðnandi eftirspurn
eftir kaffi á bandarískum markaði.
Dunkin’ Donuts rekur staði á
Íslandi í Kringlunni, Hagasmára,
Fitjum og í Leifsstöð. Fyrsta útibúið
var opnað á Laugavegi árið 2015 og
myndaðist þá mikil og fræg röð fyrir
utan staðinn. Útibúinu á Laugavegi
var þó lokað fyrir tæpu ári. – þea
Bara Dunkin’
en ekki Donuts
Frá opnun Dunkin’ á Íslandi.
2 6 . s e p t e M b e r 2 0 1 8 M I ð v I k u D a g u r4 f r é t t I r ∙ f r é t t a b L a ð I ð
2
6
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:4
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
E
A
-2
E
6
8
2
0
E
A
-2
D
2
C
2
0
E
A
-2
B
F
0
2
0
E
A
-2
A
B
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
5
6
s
_
2
5
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K