Fréttablaðið - 26.09.2018, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 26.09.2018, Blaðsíða 47
Leikhús svartlyng HHH H Tjarnarbíó Leikhópurinn Gral Höfundur: Guðmundur Brynjólfsson Leikstjóri og hljóðmynd: Bergur Þór Ingólfsson Leikarar: Sveinn Ólafur Gunnars­ son, Sólveig Guðmundsdóttir, Benedikt Karl Gröndal, Þór Tulinius, Valgerður Rúnarsdóttir og Ragn­ heiður Eyja Ólafsdóttir Leikmynd, búningar og gervi: Eva Vala Guðjónsdóttir Ljósahönnun: Magnús Arnar Sig­ urðsson og Hafliði Emil Barðason Sviðshreyfingar: Valgerður Rúnars­ dóttir Ættartengslin sem yfirgnæfa íslenskt samfélag. Einstaklingar sem virðast vera með puttana í öllum kökum. Skúffufyrirtæki sem rekin eru af fjölskyldumeðlimum ráða­ manna. Dularfull gögn sem hverfa í skjóli nætur. Afsökunarbeiðnir sem hljóma eins og ávítur. Hljómar eitt­ hvað af þessu kunnuglega? Ef ekki þá býður Leikhópurinn Gral upp á hressilega upprifjun á íslenskum raunveruleika í Tjarnarbíói þar sem leikverkið Svartlyng var frumsýnt síðastliðinn föstudag. Fyrir rúmu ári riðaði þáver­ andi ríkisstjórn til falls. Ástæðan var trúnaðarbrestur en rótin var ótrúlegt hugrekki ungra kvenna andspænis yfirgnæfandi stjórn­ sýslukerfinu. Höfundur verksins, Guðmundur Brynjólfsson, tæklar fólkið í fílabeinsturninum með súrrealismann að vopni. Margt gott er að finna í verkinu sem blandar saman sápuóperu, súrum húmor og hádrama. Textinn hittir stundum beint í mark en er óþarflega langur, persónur þróast takmarkað og hlutverk sögumannsins hefði mátt úthugsa betur. Um leikmynd, búninga og gervi sér Eva Vala Guðjónsdóttir sem gætir þess að leikritið fái að njóta sín með því að einfalda umgjörðina, einungis fimm stóla og tvo plexí­ glerkassa má finna á sviðinu. Rýmið er síðan fyllt af klósettrúllum sem þjóna bæði sem leikmunir af ýmsu tagi og myndlíking fyrir drullu­ svaðið sem stjórnmálafólk veður. Sveinn Ólafur Gunnarsson leikur ráðherra ónefnds stjórnmálaflokks, sem allir áhorfendur ættu að geta nefnt með nafni. Sýninguna byrjar hann vel þegar kómíkin er allsráð­ andi en dalar þegar dramað tekur yfir eftir hlé. Síðustu árin hefur Sól­ veig Guðmundsdóttir verið að sækja í sig veðrið á sviðinu. Með sanni er hægt að segja nú að hún sé ein besta leikkona starfandi á íslensku sviði um þessar mundir. Hún er óttalaus, bráðfyndin og einlæg í sinni nálgun á hlutverki skrifstofustjórans sem hefur afneitunina að atvinnu. Skrifstofublókina og millistjórn­ anda innan flokksins sem enginn man hvað heitir leikur Benedikt Karl Gröndal. Örvæntingarfullar tilraunir hans til að ganga í augun á ráðherranum gerir hann vel og líkamsbeitingin er smellin. Allt of langt er síðan Þór Tulinius sást á sviði og hefur hans verið sárt saknað. Hann hefur engu gleymt en fær því miður of lítið að gera sem undirmálsmaðurinn sem flokkur­ inn ræður til að þvo glugga í nafni gagnsæis. Valgerður Rúnarsdóttir fer með hlutverk blaðakonu en fær líka fátt að gera. Þó á hún heiðurinn, í samvinnu við Sólveigu, af einu fyndnasta dansatriði sem dúkkað hefur upp á sviðinu í langan tíma. Að lokum er nauðsynlegt að nefna hina ungu Ragnheiði Eyju Ólafs­ dóttur sem fer með smátt hlutverk en kannski það mikilvægasta í sýn­ ingunni sem hún leysir á afskaplega áhrifamikinn hátt. Líkt og handritið spilar Bergur Þór fram mörgum hugmyndum í sýningunni, kannski of mörgum. Svo virðist sem allar hugmyndir sem lagðar voru á borðið hafi endað á sviðinu. Grunnurinn er súrrealísk kómík brotinn upp með nístandi ádeilu. Húmorinn er allsráðandi bróðurpartinn af sýningunni sem hittir stundum í mark en hefði þolað agaðri nálgun. Dramatískari augna­ blik eru römmuð inn þannig að áhrifin fjölfaldast. Sýningin er upp á sitt besta þegar Bergur Þór leggur hjartað á sviðið. Höggið út í sal er nánast líkamlegt þegar ráðherrann les upp úr bókinni dularfullu. Svartlyng er einstaklega gott dæmi um hversu mikilvæg sjálf­ stæða senan er í leiklistarflórunni. Sýningin er kannski köflótt að gæðum en mikilvægt og skjótt við­ bragð við þeim súrrealíska sýndar­ leik sem íslensk pólitík er orðin. Sigríður Jónsdóttir NiðursTaða: Bútasaumur af bráð­ skemmtilegum senum og skerandi ádeilu sem skortir agaðri nálgun. Gagnsæi og gegndarlaus spilling „Svartlyng er einstaklega gott dæmi um hversu mikilvæg sjálfstæða senan er í leiklistarflórunni,“ segir í dómnum. Rými Ofnasmiðjan | Urðarhvarfi 4 | 203 Kópavogi | s. 511 1100 | www.rymi.is | rymi@rymi.is Rafmagnsstaflarar Lyftigeta: 1000 kg Lyftihæð: 2,4 m og 3 m Verð: 589.000 kr. m/vsk Rafmagnstjakkar Lyftigeta: 1500 kg Verð: 282.897 kr. m/vsk Brettatjakkar Lyftigeta: 2500 kg Verð: 43.179 kr. m/vsk Hillur í bílskúrinn, geymsluna og lagerinn Lyftarar og léttitæki ára m e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ðN N N r a a 19m i ð V i k u D a g u r 2 6 . s e p T e m B e r 2 0 1 8 2 6 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 E A -5 0 F 8 2 0 E A -4 F B C 2 0 E A -4 E 8 0 2 0 E A -4 D 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.