Fréttablaðið - 26.09.2018, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 26.09.2018, Blaðsíða 14
E inar Bárðarson athafnaskáld fagnar um þessar mundir 20 ára höfundarafmæli en í apríl voru 20 ár frá því lagið „Farin“ með hljómsveitinni Skítamóral kom út. Það var fyrsta lagið sem Einar samdi og gefið var út og vinsældir lagsins urðu slíkar að það varð aldrei aftur snúið. Lögin urðu nokkur í kjölfarið en það var svo ekki fyrr en lagið Birta eftir Einar vann forkeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva að Einar varð „heims- þekktur“ á Íslandi en í framhaldi af því upphófst mikil og dramatísk deila við Útvarpsráð um það á hvaða máli yrði sungið í keppninni erlendis. Um og upp úr síðustu aldamótum var Einar Bárðarson fyrirferðarmikill laga- og textahöfundur. Hann samdi mörg af vinsælustu lögum Skítamórals, Á móti sól og Nylon flokksins. Þá samdi hann vinsæl lög fyrir flytjendur á borð við Stjórnina, Björgvin Halldórsson, Jóhönnu Guðrúnu, Ingó og Veðurguð- ina, Hvanndalsbræður, Garðar Thór Cortes, og fleiri. Í ár fagnar Einar Bárðarson 20 ára höf- undarafmæli en núna í júní eru 20 ár frá því að lagið Farin með Skítamóral kom út, fyrst laga hans. Farin náði 1. sæti íslenska vinsældalistans í sama mánuði og sat þar í þrjár vikur. Svo komu lögin eitt af öðru sem heimsóttu þann ágæta lista; Birta, Spenntur, Myndir, Ennþá, Ég sé þig og fleiri og fleiri. Einar hefur þó nokkuð fágæta stöðu í hópi dægurlaga- höfunda á Íslandi þar sem hann er einn örfárra höfunda á Íslandi sem aldrei hefur flokkast sem flytjandi enda hefur hann aldrei gefið út efni undir eigin nafni eða komið fram sem slíkur. Einar stendur í fleiri stórræðum því hann stendur í miðjum stormi með konu sinni gegn Orkuveitunni. Þar hefur hann verið ötull talsmaður konu sinnar og staðið sem klettur henni við hlið. Í tilefni áfangans er verið að vinna hljómplötu með vinsælustu lögum Einars þar sem hann mun taka þátt í flutningnum. Þá verða útgáfutónleikar í tengslum við útgáfu plötunnar sem fara fram í nóvember en þar mun Einar koma fram ásamt völdu tónlistarfólki og nokkr- um valinkunnum söngvurum sem bæði hafa unnið með Einari áður og öðrum sem aldrei hafa tekist á við efni höfundar áður. Á tónleikunum mun Einar fara yfir sögurnar á bak við sín vinsælustu lög og flytja þau með sínu nefi ásamt vinum og félögum. benediktboas@frettabladid.is Sækir orku í gamla slagara Tuttugu ár eru frá því lagið „Farin“ fór í fyrsta sæti. Einar Bárðarson athafnaskáld ætlar að fagna því á 20 ára höfundartónleikum í Bæjarbíói með sögustund og sing-along. Í miðri skipulagningu stendur kappinn svo í stórræðum við að styðja við bakið á konu sinni. Á tónleikunum mun Einar Bárðarson fara yfir sögurnar á bak við sín vinsælustu lög. Myndir/Arnold Björnsson 5. janúar 1996; hin vinsæla hljómsveit skítamórall með tónleika á Gauki á stöng. 1580 Francis Drake lýkur hnattsiglingu sinni þegar Gullna hindin kemur til hafnar í Plymouth. 1915 Við Stjórnarráðshúsið í Reykjavík er afhjúpaður minnisvarði um Kristján 9. konung á afmælisdegi Kristjáns 10. Styttan, sem er eftir Einar Jónsson, sýnir konung með stjórnarskrána í framréttri hendi. 1939 Við Raufarhöfn neyðist bresk Catalina-sjóflugvél til að lenda vegna þoku. 1942 Ríkið leggur niður einkasölu sína á bifreiðum, sem það hefur haft í sjö ár. 1950 Vegna mengunar í lofti er dimmt fram eftir degi á landinu og virðist sólin vera bláleit. Talið er að þetta stafi frá eldgosi á Filippseyjum eða af skógareldum í Norður- Ameríku. 1960 Á leið sinni vestur um haf kemur Harold Macmillan, forsætisráðherra Breta, við á Keflavíkurflugvelli og ræðir við starfsbróður sinn, Ólaf Thors, um landhelgismálið. 1969 Ellefta breiðskífa Bítlanna, Abbey Road, kemur út í London. 1970 Íslensk flugvél ferst á Mykinesi í Færeyjum. Þetta var Fokker Friendship farþegavél frá Flugfélagi Íslands og voru 30 farþegar um borð auk fjögurra manna áhafnar. Átta manns fórust, þar af einn Íslendingur. 2006 Á bilinu 10-15 þúsund manns ganga mótmælagöngu niður Laugaveg til að mótmæla stóriðjustefnu ríkisstjórnar- innar. Þetta eru talin vera fjölmennustu mótmæli á Íslandi frá 24. maí 1973. 2008 Gengisvísitala íslensku krónunnar fer upp í 183,91 stig og hefur þá aldrei verið hærri. Krónan hafði aldrei verið lægri gagnvart evrunni (1/140,96) og ekki lægri gagnvart Bandaríkjadal síðan árið 2002 (1/96,80). Tímamót Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Kristrún Ellertsdóttir Eyjabakka 14, Reykjavík, lést á kvenlækningadeild Landspítalans laugardaginn 22. september. Útför hennar verður frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 2. október kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Kolbrún Þorsteinsdóttir Matthías Loftsson Þorsteinn R. Kjartansson Lilja Björg Kjartansdóttir Erlendur Ingi Jónsson og langömmubörn. Ástkæri maðurinn minn, pabbi okkar, tengdapabbi og afi, Árni Guðmundsson Lyngprýði 2, Garðabæ, lést á krabbameinsdeild LSH að kvöldi fimmtudagsins 20. september umkringdur ástvinum sínum. Útförin fer fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn 3. október kl. 13.00. Sérstakar þakkir færum við öllu því frábæra starfsfólki sem annaðist hann af alúð. Sigríður Huld Konráðsdóttir Guðmundur Örn Árnason Elísabet Mary Arnaldsdóttir Erla María Árnadóttir Róbert Karl Hlöðversson Íris Björk Árnadóttir Kristján Jón Jónatansson Unnur Svanborg Árnadóttir Sigríður Hulda Árnadóttir Sveinbjörn Claessen Árni Konráð Árnason Birgitta Björt Garðarsdóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, dóttir og systir, Jóhanna Rós F. Hjaltalín Stekkjartúni 28, Akureyri, lést sunnudaginn 23. september á heimili sínu. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 28. september kl. 13.30. Dagur Magnússon Fannar Magnússon Helga Margrét Ólafsdóttir Friðgeir V. Hjaltalín Salbjörg S. Nóadóttir Eydís F. Hjaltalín Jófríður Friðgeirsdóttir Steinar Þór Alfreðsson og fjölskylda. Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, mömmu, tengdamömmu, ömmu og langömmu, Lucindu Gígju Möller Sérstakar þakkir flytjum við starfsfólki og íbúum Skógarhlíðar á Akureyri fyrir alla alúð og hlýju í hennar garð. Guð blessi ykkur öll. Halldór Hallgrímsson Helga Halldórsdóttir Halla Halldórsdóttir og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, Svövu Sjafnar Kristjánsdóttur Ásvegi 1, Hvanneyri. Pétur Jónsson Ómar Pétursson Íris Björg Sigmarsdóttir Kristján Ingi Pétursson Anna Sigríður Hauksdóttir Kristín Pétursdóttir Øyvind Kulseng og barnabörn. 2 6 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 m I Ð V I K U D A G U r14 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð tímamót 2 6 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 E A -2 9 7 8 2 0 E A -2 8 3 C 2 0 E A -2 7 0 0 2 0 E A -2 5 C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.