Fréttablaðið - 26.09.2018, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 26.09.2018, Blaðsíða 37
Jón Björnsson segir að það hafi verið mikilvægt í umskiptum á rekstri Festar að þátttakendur voru meðvitaðir um að breytingar taka tíma. Þær gerast ekki á hálfu ári eða einu ári. Þetta var tveggja, þriggja ára verkefni.“ FréttaBlaðið/Ernir breytt í Krónubúðir. Við skildum eina Nóatúnsbúð eftir af þeirri ástæðu að Nóatún er sterkt og þekkt vörumerki sem hefur verið lengi á Íslandi. Mér þótti ekki rétt að fjar- lægja vörumerkið af markaðnum heldur var ákveðið að vernda það með þessum hætti. Við færðum rekstur Kjarvals, sem rak verslanir á landsbyggðinni, undir Krónuna og breyttum vöru- merkinu í Kr., sem er skammstöfun á Krónunni, enda eru þær verslanir í raun Krónan aðlöguð að minna markaðssvæði. Í þriðja lagi vorum við meðvituð um að breytingar taka tíma. Þær gerast ekki á hálfu ári eða einu ári. Þetta var tveggja, þriggja ára verk- efni. Það er teiknuð sýn og sagt að þangað ætlum við að fara. Því næst þarf að átta sig á hver kjarninn í fyrirtækinu er; hvar styrkleikar og veikleikar liggja og ráða starfsfólk sem passar vel inn í teymið. Í fjórða lagi hefur skipt sköpum að við fjárfestum ríkulega í inn- viðum eins og verslunum, tækjum, tölvukerfum og húsnæði. Um það hefur ríkt einhugur á meðal hlut- hafa og stjórnar. Það hefur gefið fyrirtækinu vind í seglin.“ Fjárfest fyrir 700-800 milljónir á ári Hve mikið var fjárfest í Festi? „Það voru 700-800 milljónir króna á ári fyrir utan beinar fjár- festingar í fasteignum. Allt til að styrkja undirstöður fyrirtækisins. Um er að ræða hátt hlutfall af hagn- aði eða um helming hvers árs. Fyrir- tækið greiddi ekki arð fyrr en árið 2017 og það var vegna sölu á stærstu byggingu fyrirtækisins.“ Til hve langs tíma er fjárfesting hluthafa Festar hugsuð? „Við höfðum ekki teiknað upp hvernig best væri að selja eign- ina við kaupin. Best heppnuðu umbreytingarverkefnin eru oft yfirtekin af keppinaut fyrirtækj- anna því þeir sjá tækifæri á að styrkja sinn rekstur. Að sjálfsögðu kom til greina að skrá fyrirtækið á hlutabréfamarkað. En það er ekk- ert annað fyrirtæki á markaði sem er samanburðarhæft sem flækir málin.“ Væru Hagar ekki samanburðar- fyrirtæki? „Nei. Festi á langstærstan hluta af því húsnæði sem það nýtir og er raunar eitt stærsta fasteignafélag landsins. Mun hærra hlutfall af veltu Festar má rekja til sérvöru en hjá Högum eða 25 prósent í okkar tilviki. Rekstur fyrirtækisins er því annars eðlis.“ Halda ekki óhollustu að viðskiptavinum Hvert er samkeppnisforskot Krón- unnar? „Við höfum lagt áherslu á fersk- vöru, heilbrigðan lífsstíl og sam- félagslega ábyrgð án þess að gleyma að lágt vöruverð er forsenda þess að við fáum að keppa á markaðnum. Danskur kunningi minn skrifaði eitt sinn á samfélagsmiðla að stór- markaður hefði statt og stöðugt reynt að ota að honum óhollustu. Það vakti mig til umhugsunar. Við- skiptavinir ráða hvað þeir kaupa en það þarf ekki endilega að halda óhollustu að þeim við hvert fót- mál.“ Hvernig þróaðist markaðshlut- deildin á meðan þú varst við stjórn- völinn? „Krónan var í sókn öll þau ár. Það er reyndar erfitt að mæla markaðs- hlutdeild á Íslandi því það eru ekki til almennilegar tölur um það. En við teljum okkur hafa vaxið hraðar en aðrir.“ Hvað er það mikill vöxtur? „Dagvörumarkaðurinn er ekki vaxtarmarkaður. Fyrstu árin voru tekjurnar flatar vegna þess að það var verðhjöðnun í matvöru. Vísi- tölur á dagvörumarkaði leiða í ljós að verð hefur lækkað. Eftir breytta samsetningu ferðamanna hefur veltan aukist undanfarin tvö ár. Við fundum lítið fyrir ferðamennsku á árunum 2014 og 2015. Ég veit ekki hvers vegna það var. Mögulega fóru þeir einkum á veitingastaði á þeim tíma. Mögulega hefur vöxtur í Airbnb og aukin notkun bílaleigu- bíla haft sitt að segja.“ Hörð samkeppni við veitingahús Hve háu hlutfalli af veltu eru ferða- menn að skila? „Hlutfallið er ekki hátt. Við reikn- um með að það sé um tvö til þrjú prósent. En það er ágætis viðbót á þroskuðum markaði. Það verður jafnframt að hafa í huga að mat- vöruverslanir keppa ekki eingöngu sín á milli heldur er einnig mikil samkeppni við veitingahús. Það er alþjóðleg þróun að fólk fer meira út að borða en áður. Árið 2016 veltu veitingahúsin 90 milljörðum króna en dagvörumarkaðurinn 140 milljörðum króna. Markaðshlut- deild veitingahúsa var því 40 pró- sent. Fyrir 20 árum var hlutdeild þeirra um 25 prósent. Þetta hefur haft mikil áhrif á rekstur matvöru- verslana.“ Við skildum eina Nóatúns- búð eftir af þeirri ástæðu að Nóatún er sterkt og þekkt vöru- merki sem hefur verið lengi á Íslandi. Situr í stjórnum þriggja umsvifamikilla fyrirtækja á Norðurlöndum Jón situr í stjórnum þriggja fyrir- tækja sem staðsett eru á hinum Norðurlöndunum og tveimur á Íslandi. „Ég er hluthafi í Joe & the Juice á Íslandi með Bigga vini mínum, Birgi Þór Bieltvedt, og sit í stjórn þess,“ segir hann. Jón tók nýverið sæti stjórnarformanns Krónunnar eftir að hann sagði starfi sínu lausu sem forstjóri Festar. „Ég hef setið í stjórn Boozt.com frá árinu 2012. Það er nú stærsti skandinavíski smásali með tísku- fatnað á netinu og veltir nálægt 40 milljörðum króna. Ég hef starfað með félaginu frá því það velti einum milljarði króna. Fyrirtækið var í fyrra skráð á hlutabréfamark- að í Svíþjóð en selur alþjóðlega,“ segir hann. Forstjóri Boozt.com er Íslendingurinn Hermann Haralds- son sem ólst upp í Danmörku. „Ég sit jafnframt í stjórn IC Group, móðurfélags fjögurra tískuvörumerkja, þar á meðal sænska herrafatamerkisins Tiger of Sweden. Enn fremur sit ég í stjórn sænska fyrirtækisins Åhléns sem rekur 65 deildarskiptar verslanir í Svíþjóð. Það er yfir 100 ára gamalt fyrirtæki og framleiðir mikið af eigin vörum. Ég var einfaldlega fenginn til að sitja í þessum stjórnum vegna þekkingar minnar á smásölu- rekstri í Skandinavíu. Ég var í sjö ár forstjóri umsvifamikils smásala, Magasin du Nord. Ég flýg alltaf einu sinni í mánuði út til að sinna stjórnarstörfunum. Nú eftir að ég hætti sem forstjóri Festar hefur skapast meiri tími til að sinna þeim störfum betur eins og mig hefur lengi langað.“ Freistar að reka eigið fyrirtæki? „Já. Mjög. Sérstaklega ef það gæti starfað í alþjóðlegu um- hverfi.“ Ertu með hugmyndir á teikni- borðinu? „Já, ég er alltaf með einhverjar hugmyndir.“ Hvort er líklegra að þú takir við öðrum forstjórastóli eða farir í eigin rekstur? „Þetta er erfið spurning. Það sem mestu skiptir er að vinna að einhverju áhugaverðu, hvort ég á meira í minna fyrirtæki eða minna í stærra fyrirtæki, skiptir ekki sköpum. Almennt séð þykja mér umbreytingaverkefnin mest spennandi. Þau geta bæði kallað á uppbyggingu eða endurhugsun á hlutverki og stefnu. Hluthafarnir verða einnig að styðja dyggilega við verkefnið og stjórnin þarf að vera traust, vel skipuð og taka virkan þátt í vegferðinni. Séu þessir þættir fyrir hendi er hægt að skapa stöðugleika til að ráðast í umbreytingu. Ef hluthafar hafa ólíka sýn og stjórnin vinnur ekki sem teymi er líklegt að það skapist ekki andrými fyrir breytingar til langs tíma. Álagning á matvöru jafn há eða lægri en í Evrópu Jón segir að álagning á matvöru á Íslandi sé jafn há eða lægri en í öðrum löndum í Vestur-Evrópu. „Ég rýni í ársreikninga vesturevrópskra matvörufyrirtækja því mér þykir það gaman. Þar má sjá að þeirra álagning, launahlutföll og arðsemi er álíka og hjá okkur. Verðmunurinn í matvöruverslunum á Íslandi og erlendis liggur í innkaupsverðinu. Í flestum tilvikum er innkaupsverðið sem erlendir birgjar bjóða okkur hærra en annars staðar. Það helgast af því að þeir þurfa jú jafn mikinn mannskap til að þjónusta Ísland og önnur lönd. Ef íslensk fyrirtæki keyptu í jafn miklu magni og er- lendis væri vöruúrvalið af skornum skammti. Það væri einungis ein hvít skyrta á boðstólum og ein blá. Munurinn á stærð markaðanna er það mikill. Flutningar hafa alla jafna ekki mikil áhrif á verðlag; yfirleitt um 5-15 prósent. Það fer eftir eðli vörunnar, ef hún er lítil og verðhá hefur flutningur lítil áhrif á verðið en ef hún er stór í sniðum, eins og klósettpappír eða ísskápur, hefur hann vissulega töluvert að segja.“ „Við gerum okkar plön með bankanum“ 360° samtal fyrirtækja er tækifæri til að fara yfir reksturinn og framtíðaráætlanir hjá þínu fyrirtæki. Að auki færðu yfirsýn yfir öflugar og sérsniðnar lausnir Landsbankans fyrir fyrirtæki af öllum stærðum. Kynntu þér 360° samtal hjá fyrirtækjaþjónustu Landsbankans. markaðurinn 7M I Ð V I K U D A G U R 2 6 . s e p t e M b e R 2 0 1 8 NN 2 6 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 E A -4 C 0 8 2 0 E A -4 A C C 2 0 E A -4 9 9 0 2 0 E A -4 8 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.