Fréttablaðið - 26.09.2018, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 26.09.2018, Blaðsíða 34
Nemendur við Hönnunar- og nýsköpunarbraut Tækni-skólans sækja átta verk- stæðisáfanga í námi sínu og er áfanginn Rafmagn einn þeirra. Þar fá þeir m.a. kennslu í lýsingu, lampagerð og rafhönnun og er afrakstur áfangans afskaplega litfögur og fjölbreytt flóra ljósa og lampa sem vekja jafnan nokkra athygli að sögn Tómasar Jónsson- ar, kennara í Raftækniskólanum sem er einn átta skóla Tækni- skólans. „Það hefur tekist nokkuð vel að efla og styrkja sköpunar- hæfileika nemenda. Þeir fá hug- myndir og koma stundum sjálfir með eigin hráefni í lampana, t.d. plast, gler, textíl og margt fleira. Þetta er síðan litað til þess að fá fram skemmtileg og fjölbreytt áhrif af lýsingunni. Við reynum einnig að endurnýta sem mest, þar má nefna plastumbúðir, bæði litaðar og ólitaðar, gler, málma, afskrifaðan tölvubúnað, afklippur og afganga af rafmagnsvírum og margt fleira sem nýtist til þess að skapa framsækin lýsingarlista- verk.“ Ýmsar áherslur Hann segir áherslurnar í rafmagns- áfanganum vera þrenns konar. „Í fyrsta lagi að kynna nemendum grunneiginleika rafmagns, ein- faldar tengingar, kló, perustæði og fjöltengi, ásamt notkun helstu verkfæra. Í öðru lagi að kynna mismunandi lýsingarmöguleika hinna ýmsu ljósgjafa, hitamyndun og varúðarráðstafanir í þröngum líkönum. Hér hefur LED-lýsing komið mjög sterkt inn, byltingar- kennd nýjung sem býður upp á ótal möguleika. Í þriðja lagi er það hug- myndavinna, hönnun og sköpun fullbúins ljósgjafa eða líkans.“ Framsækin lýsingarlistaverk Eins og sjá má á sýnishornum af verkefnum nemenda eru ljósin og lamparnir litfögur og falleg. MYNDIR/ÞóRDís Zoëga Tómas Jónsson er kennari við Raftækniskólann sem er einn af átta skólum Tækniskólans. MYND/aNToN BRINK Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is Í einum áfanga sem nemendur við Hönnunar- og nýsköpunarbraut Tækniskólans sækja fá þeir kennslu í lýsingu, lampagerð og rafhönnun. Af- rakstur áfangans er afskaplega litfög- ur og fjölbreytt flóra ljósa og lampa. Mikilvæg kynning Auk rafmagnsáfangans sækja nemendur áfanga í silfursmíði, fatasaumi, trésmíði, prenti, tækni- teikningu og ljósmyndun og graf- ískri miðlun. „Hver áfangi stendur yfir í fimm vikur og þeir dreifast yfir tveggja ára tímabil. Þeim er ætlað að kynna nemendum fag- lega vinnu sem kennd er innan Tækniskólans enda mikilvægt að nemendur sem eru á hönnunar- og nýsköpunarbraut kynnist af eigin raun hvernig unnið er í faginu.“ Hönnunar- og nýsköpunarbraut Tækniskólans er sex anna braut til stúdentsprófs og líka tveggja anna nám sem kallast Fornám og er fyrir þá nemendur sem hyggja á áframhaldandi háskólanám í skapandi greinum. Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 Stærðir 38-52 SMART FÖT, FYRIR SMART KONUR Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Stærðir 38-58 FLOTT FÖT, FYRIR FLOTTAR KONUR 6 KYNNINgaRBLaÐ FóLK 2 6 . s E p T E M B E R 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U R 2 6 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 E A -5 F C 8 2 0 E A -5 E 8 C 2 0 E A -5 D 5 0 2 0 E A -5 C 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.