Fréttablaðið - 26.09.2018, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 26.09.2018, Blaðsíða 16
markaðurinn Útgáfufélag 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5800 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5800 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is Fjárfestingarfélag í eigu Kristínar Péturs dóttur, stjórnarformanns Kviku banka, hagnaðist um 220 milljónir króna á síðasta ári, sam- kvæmt nýbirtum ársreikningi félags- ins, KP Capital. Stærstur hluti hagnaðarins kemur til vegna söluhagnaðar upp á 189 milljónir króna vegna sameiningar Kviku og Virðingar, sem gekk endan- lega í gegn í nóvember í fyrra, en Kristín átti um níu prósenta hlut í Virðingu og var stjórnarformaður verðbréfafyrirtækisins. Arðstekjur félagsins voru jafnframt rúmlega 22 milljónir króna á árinu. Félag Kristínar átti eignir upp á ríf- lega 290 milljónir króna í lok síðasta árs og var eigið fé þess á sama tíma um 257 milljónir króna. Til saman- burðar voru eignir félagsins 159 milljónir og eigið fé 52 milljónir í lok árs 2016. Kristín tók við formennsku í stjórn Kviku af Þorsteini Pálssyni á aðal- fundi fjárfestingarbankans í mars síðastliðnum en Þorsteinn hafði verið stjórnarformaður bankans og forvera hans, MP banka, frá árinu 2011. – kij 190 milljóna króna söluhagnaður Kristínar Kristín Pétursdóttir, stjórnarformaður Kviku. Fréttablaðið/SteFán Nitur, sem seldi Ölgerðinni höfuðstöðvar sínar að Grjót-háls 7-10 í fyrra, bókfærði 1,6 milljarða króna söluhagnað það ár. Miðað við sjóðstreymisyfirlit má ætla að söluverðið hafi verið í kringum 1,9 milljarða króna. Félagið er í eigu Hilmars Þórs Kristinssonar og Hollendingsins Bernhards Jakobs Stickler. Fasteignakaupin voru greidd með reiðufé og 5,75 prósenta hlut í Ölgerðinni sem bókfærður var á 565 milljónir króna hjá Nitri. Fram hefur komið í fjölmiðlum að samhliða kaupunum hafi Ölgerðin hækkað hlutafé um 1,6 milljarða króna og lækkað skuldir. Ölgerðin missti húsnæði sitt í uppgjöri við viðskiptabanka sinn árið 2010. Auður I, framtakssjóður sem þá var í rekstri Virðingar og nú Kviku, átti kauprétt að húsnæðinu og áframseldi það til Hilmars Þórs og Sticklers. Nitur kom með 661 milljón króna til landsins í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans, eins og fram hefur komið í Markaðnum. Fyrirtækið hefur einkum fjárfest í fasteignum. Eignir Niturs námu þremur millj- örðum króna árið 2017 og jukust um 1,3 milljarða króna á milli ára. Eigið fé var 1,5 milljarðar króna við árslok en árið 2016 var það neikvætt um 79 milljónir króna. Fyrirtækið hagnað- ist um 1,6 milljarða í fyrra en tapaði 63 milljónum króna árið áður. – hvj Nitur hagnaðist um 1,6 milljarða króna við sölu á fasteign til Ölgerðarinnar Ölgerðin missti húsnæðið 2010 í fjármálahruninu. Fréttablaðið/anton brinK Hagnaður fjárfestingarfélags Gísla Haukssonar, annars stofnenda GAMMA, jókst um 66 milljónir króna á milli ára og var 84 milljónir króna árið 2017. Mestu skiptir að arðgreiðslur til Ægis Invest jukust úr 34 milljónum í 99 milljónir króna. GAMMA, sem Gísli á þriðjungshlut í, greiddi hluthöfum 300 milljónir króna í arð fyrir rekstrarárið 2016 en mun ekki greiða arð fyrir árið 2017. Listmunir í eigu Ægis Invest voru metnir á 98 milljónir króna í bókum félagsins við árslok og eru bókfærðir á kostnaðarvirði. Eiginfjárhlutfall fjárfestingafélagsins jókst úr 27 pró- sentum árið 2016 í 37 prósent árið 2017. Eigið fé fyrirtækisins jókst um 84 milljónir króna á milli ára og nam 148 milljónum króna við árs- lok. Eignir Ægis Invest námu 428 milljónum króna í fyrra og jukust um 156 milljónir króna. Fjárfest- ingafélagið keypti hlutabréf fyrir 75 milljónir króna í fyrra og jókst bók- fært virði hlutabréfa sem því nemur í 131 milljón króna. Um er að ræða fjögur félög, þar á meðal eignarhlut í GAMMA. Kvika vinnur að kaupum á GAMMA fyrir allt að 3,75 milljarða króna. – hvj Félag Gísla Haukssonar hagnast um 84 milljónir Gísli Hauksson, annar stofnenda GaMMa. Stendur undir nafni 99x100 Lífeyrissjóður verkfræðinga (Lífsverk) hefur fært eignir að andvirði í kringum 15 milljarða króna, sem hafa verið í virkri stýringu hjá Íslenskum verðbréfum (ÍV), yfir til eignastýringar Kviku banka. Gengið var frá samkomulagi þess efnis undir lok síðustu viku, sam- kvæmt heimildum Markaðarins. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka, sagðist í samtali við Markaðinn ekki geta tjáð sig um málið. Lífsverk, en hrein eign lífeyris- sjóðsins nam samtals rúmlega 80 milljörðum króna í árslok 2017, er á meðal hluthafa í báðum fjármála- fyrirtækjunum og fer sjóðurinn með um 3,2 prósenta hlut í Íslenskum verðbréfum. Þá er Lífsverk sjöundi stærsti einstaki eigandi Kviku banka með tæplega þriggja pró- senta eignar hlut en sjóðurinn kom fyrst inn í hluthafahóp fjárfestingar- bankans fyrir liðlega ári. Eignir í stýringu hjá Íslenskum verðbréfum voru um 117 milljarðar í árslok 2017, að því er fram kemur í síðasta birta ársreikningi félagsins. Þær eignir sem Lífeyrissjóður verk- fræðinga hefur nú flutt yfir í eigna- stýringu til Kviku banka voru því talsverður hluti af heildareignum sem ÍV er með í stýringu. Þá hefur Lífsverk einnig verið með nokkra milljarða í sjóðum í stýringu hjá Íslenskum verðbréfum. Heildartekjur Íslenskra verð- bréfa námu rúmlega 700 milljónum í fyrra og drógust lítillega saman á milli ára. Þá var tæplega 36 milljóna króna tap á rekstrinum borið saman við hagnað upp á 116 milljónir á árinu 2016. Stærstu hluthafar ÍV, hver um sig með 9,99 prósenta hlut, eru Stapi lífeyrissjóður, Brú lífeyris- sjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar, Kaldbakur, sem er í eigu Samherja, KEA, og eignarhalds- félagið Maritimus Investors, sem er í eigu Sigurðar Arngrímssonar fjár- festis. Félagið hefur á síðustu mánuðum, samkvæmt heimildum Markaðar- ins, átt í óformlegum samskiptum við hluthafa og stjórnendur ýmissa verðbréfa- og sjóðastýringarfyrir- tækja í því skyni að kanna áhuga á mögulegri sameiningu. Þær viðræð- ur hafa hins vegar enn engu skilað. Með 400 milljarða í stýringu Heildareignir í stýringu hjá Kviku hafa aukist mjög á síðustu misserum í kjölfar kaupa bankans á Virðingu og Öldu sjóðum og voru um mitt þetta ár um 270 milljarðar. Gangi fyrirhuguð kaup fjárfestingarbank- ans á GAMMA eftir, sem tilkynnt var um í júní síðastliðnum, verða eignir í stýringu Kviku og rekstrar- félaga í eigu bankans samtals yfir 400 milljarðar króna. Getur kaup- verðið numið allt að 3,75 millj- örðum miðað við fjárhagsstöðu GAMMA í árslok 2017 og stöðu árangurstengdra þóknana sem á eftir að tekjufæra. Hagnaður Kviku banka á fyrri árshelmingi nam 1.056 milljónum króna fyrir skatta og var arð- semi eiginfjár um 18,5 prósent á ársgrundvelli. Stærstu hluthafar bankans eru VÍS, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Sigurður Bolla- son fjárfestir og hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson. hordur@frettabladid.is ÍV missir 15 milljarða úr stýringu til Kviku Lífeyrissjóður verkfræðinga hefur fært allar eignir sem hann var með í virkri stýringu hjá Íslenskum verðbréfum yfir til Kviku. Sjóðurinn er hluthafi í báðum fjármálafyrirtækjunum. Eignastýring Kviku stækkað mjög síðustu misseri. Kvika og rekstrarfélög bankans verða með yfir 400 milljarða í stýringu eftir kaupin á GaMMa. Fréttablaðið/GVa ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka. 117 milljörðum námu eignir í stýringu hjá ÍV í árslok 2017. 2 6 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 m I Ð V I K u D a g u r2 markaðurinn 2 6 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 E A -2 4 8 8 2 0 E A -2 3 4 C 2 0 E A -2 2 1 0 2 0 E A -2 0 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.