Fréttablaðið - 26.09.2018, Síða 16

Fréttablaðið - 26.09.2018, Síða 16
markaðurinn Útgáfufélag 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5800 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5800 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is Fjárfestingarfélag í eigu Kristínar Péturs dóttur, stjórnarformanns Kviku banka, hagnaðist um 220 milljónir króna á síðasta ári, sam- kvæmt nýbirtum ársreikningi félags- ins, KP Capital. Stærstur hluti hagnaðarins kemur til vegna söluhagnaðar upp á 189 milljónir króna vegna sameiningar Kviku og Virðingar, sem gekk endan- lega í gegn í nóvember í fyrra, en Kristín átti um níu prósenta hlut í Virðingu og var stjórnarformaður verðbréfafyrirtækisins. Arðstekjur félagsins voru jafnframt rúmlega 22 milljónir króna á árinu. Félag Kristínar átti eignir upp á ríf- lega 290 milljónir króna í lok síðasta árs og var eigið fé þess á sama tíma um 257 milljónir króna. Til saman- burðar voru eignir félagsins 159 milljónir og eigið fé 52 milljónir í lok árs 2016. Kristín tók við formennsku í stjórn Kviku af Þorsteini Pálssyni á aðal- fundi fjárfestingarbankans í mars síðastliðnum en Þorsteinn hafði verið stjórnarformaður bankans og forvera hans, MP banka, frá árinu 2011. – kij 190 milljóna króna söluhagnaður Kristínar Kristín Pétursdóttir, stjórnarformaður Kviku. Fréttablaðið/SteFán Nitur, sem seldi Ölgerðinni höfuðstöðvar sínar að Grjót-háls 7-10 í fyrra, bókfærði 1,6 milljarða króna söluhagnað það ár. Miðað við sjóðstreymisyfirlit má ætla að söluverðið hafi verið í kringum 1,9 milljarða króna. Félagið er í eigu Hilmars Þórs Kristinssonar og Hollendingsins Bernhards Jakobs Stickler. Fasteignakaupin voru greidd með reiðufé og 5,75 prósenta hlut í Ölgerðinni sem bókfærður var á 565 milljónir króna hjá Nitri. Fram hefur komið í fjölmiðlum að samhliða kaupunum hafi Ölgerðin hækkað hlutafé um 1,6 milljarða króna og lækkað skuldir. Ölgerðin missti húsnæði sitt í uppgjöri við viðskiptabanka sinn árið 2010. Auður I, framtakssjóður sem þá var í rekstri Virðingar og nú Kviku, átti kauprétt að húsnæðinu og áframseldi það til Hilmars Þórs og Sticklers. Nitur kom með 661 milljón króna til landsins í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans, eins og fram hefur komið í Markaðnum. Fyrirtækið hefur einkum fjárfest í fasteignum. Eignir Niturs námu þremur millj- örðum króna árið 2017 og jukust um 1,3 milljarða króna á milli ára. Eigið fé var 1,5 milljarðar króna við árslok en árið 2016 var það neikvætt um 79 milljónir króna. Fyrirtækið hagnað- ist um 1,6 milljarða í fyrra en tapaði 63 milljónum króna árið áður. – hvj Nitur hagnaðist um 1,6 milljarða króna við sölu á fasteign til Ölgerðarinnar Ölgerðin missti húsnæðið 2010 í fjármálahruninu. Fréttablaðið/anton brinK Hagnaður fjárfestingarfélags Gísla Haukssonar, annars stofnenda GAMMA, jókst um 66 milljónir króna á milli ára og var 84 milljónir króna árið 2017. Mestu skiptir að arðgreiðslur til Ægis Invest jukust úr 34 milljónum í 99 milljónir króna. GAMMA, sem Gísli á þriðjungshlut í, greiddi hluthöfum 300 milljónir króna í arð fyrir rekstrarárið 2016 en mun ekki greiða arð fyrir árið 2017. Listmunir í eigu Ægis Invest voru metnir á 98 milljónir króna í bókum félagsins við árslok og eru bókfærðir á kostnaðarvirði. Eiginfjárhlutfall fjárfestingafélagsins jókst úr 27 pró- sentum árið 2016 í 37 prósent árið 2017. Eigið fé fyrirtækisins jókst um 84 milljónir króna á milli ára og nam 148 milljónum króna við árs- lok. Eignir Ægis Invest námu 428 milljónum króna í fyrra og jukust um 156 milljónir króna. Fjárfest- ingafélagið keypti hlutabréf fyrir 75 milljónir króna í fyrra og jókst bók- fært virði hlutabréfa sem því nemur í 131 milljón króna. Um er að ræða fjögur félög, þar á meðal eignarhlut í GAMMA. Kvika vinnur að kaupum á GAMMA fyrir allt að 3,75 milljarða króna. – hvj Félag Gísla Haukssonar hagnast um 84 milljónir Gísli Hauksson, annar stofnenda GaMMa. Stendur undir nafni 99x100 Lífeyrissjóður verkfræðinga (Lífsverk) hefur fært eignir að andvirði í kringum 15 milljarða króna, sem hafa verið í virkri stýringu hjá Íslenskum verðbréfum (ÍV), yfir til eignastýringar Kviku banka. Gengið var frá samkomulagi þess efnis undir lok síðustu viku, sam- kvæmt heimildum Markaðarins. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka, sagðist í samtali við Markaðinn ekki geta tjáð sig um málið. Lífsverk, en hrein eign lífeyris- sjóðsins nam samtals rúmlega 80 milljörðum króna í árslok 2017, er á meðal hluthafa í báðum fjármála- fyrirtækjunum og fer sjóðurinn með um 3,2 prósenta hlut í Íslenskum verðbréfum. Þá er Lífsverk sjöundi stærsti einstaki eigandi Kviku banka með tæplega þriggja pró- senta eignar hlut en sjóðurinn kom fyrst inn í hluthafahóp fjárfestingar- bankans fyrir liðlega ári. Eignir í stýringu hjá Íslenskum verðbréfum voru um 117 milljarðar í árslok 2017, að því er fram kemur í síðasta birta ársreikningi félagsins. Þær eignir sem Lífeyrissjóður verk- fræðinga hefur nú flutt yfir í eigna- stýringu til Kviku banka voru því talsverður hluti af heildareignum sem ÍV er með í stýringu. Þá hefur Lífsverk einnig verið með nokkra milljarða í sjóðum í stýringu hjá Íslenskum verðbréfum. Heildartekjur Íslenskra verð- bréfa námu rúmlega 700 milljónum í fyrra og drógust lítillega saman á milli ára. Þá var tæplega 36 milljóna króna tap á rekstrinum borið saman við hagnað upp á 116 milljónir á árinu 2016. Stærstu hluthafar ÍV, hver um sig með 9,99 prósenta hlut, eru Stapi lífeyrissjóður, Brú lífeyris- sjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar, Kaldbakur, sem er í eigu Samherja, KEA, og eignarhalds- félagið Maritimus Investors, sem er í eigu Sigurðar Arngrímssonar fjár- festis. Félagið hefur á síðustu mánuðum, samkvæmt heimildum Markaðar- ins, átt í óformlegum samskiptum við hluthafa og stjórnendur ýmissa verðbréfa- og sjóðastýringarfyrir- tækja í því skyni að kanna áhuga á mögulegri sameiningu. Þær viðræð- ur hafa hins vegar enn engu skilað. Með 400 milljarða í stýringu Heildareignir í stýringu hjá Kviku hafa aukist mjög á síðustu misserum í kjölfar kaupa bankans á Virðingu og Öldu sjóðum og voru um mitt þetta ár um 270 milljarðar. Gangi fyrirhuguð kaup fjárfestingarbank- ans á GAMMA eftir, sem tilkynnt var um í júní síðastliðnum, verða eignir í stýringu Kviku og rekstrar- félaga í eigu bankans samtals yfir 400 milljarðar króna. Getur kaup- verðið numið allt að 3,75 millj- örðum miðað við fjárhagsstöðu GAMMA í árslok 2017 og stöðu árangurstengdra þóknana sem á eftir að tekjufæra. Hagnaður Kviku banka á fyrri árshelmingi nam 1.056 milljónum króna fyrir skatta og var arð- semi eiginfjár um 18,5 prósent á ársgrundvelli. Stærstu hluthafar bankans eru VÍS, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Sigurður Bolla- son fjárfestir og hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson. hordur@frettabladid.is ÍV missir 15 milljarða úr stýringu til Kviku Lífeyrissjóður verkfræðinga hefur fært allar eignir sem hann var með í virkri stýringu hjá Íslenskum verðbréfum yfir til Kviku. Sjóðurinn er hluthafi í báðum fjármálafyrirtækjunum. Eignastýring Kviku stækkað mjög síðustu misseri. Kvika og rekstrarfélög bankans verða með yfir 400 milljarða í stýringu eftir kaupin á GaMMa. Fréttablaðið/GVa ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka. 117 milljörðum námu eignir í stýringu hjá ÍV í árslok 2017. 2 6 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 m I Ð V I K u D a g u r2 markaðurinn 2 6 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 E A -2 4 8 8 2 0 E A -2 3 4 C 2 0 E A -2 2 1 0 2 0 E A -2 0 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.