Fréttablaðið - 26.09.2018, Side 30
Íslenskir starfsmenn alþjóð-legra endurskoðunarfyrirtækja taka reglulega þátt í fjöl-
breyttum verkefnum erlendis
og þá gjarnan í samvinnu við
systurstofur sínar í Evrópu.
Einn þeirra starfsmanna er Lára
Óskarsdóttir, sérfræðingur á sviði
endurskoðunar og reiknings-
skila hjá De loitte á Íslandi. Hún
tók þátt, ásamt öðrum íslenskum
starfsmönnum, í verkefni sem var
unnið í samvinnu við Deloitte í
Danmörku á bilinu apríl 2017 til
janúar 2018. Hún segir verkefnið
og reynsluna hafa verið mjög
skemmtilega og lærdómsríka.
„Þetta byrjaði allt saman þegar
Sunna Dóra Einarsdóttir, fjár-
málastjóri hjá Deloitte á Íslandi,
hafði samband við mig í mars
2017 til að kanna áhuga minn á
að taka þátt í verkefni á vegum
Deloitte í Danmörku. Ég vinn við
endurskoðun og reikningshald
á Íslandi en þetta verkefni var á
á sviði Viðskiptalausna Deloitte.
Við hjá Deloitte á Íslandi höfum
unnið mikið með Deloitte skrif-
stofum á hinum Norðurlöndun-
um en þetta er í fyrsta skipti sem
ég hef tekið þátt í slíku samstarfi.
Mér finnst sjálfri mjög nytsam-
legt að við höfum möguleikann
á því að nýta sérhæfða þekkingu
frá samstarfsfólki annars staðar í
heiminum.“
Vann mest frá Íslandi
Lára vann stærstan hluta tíma-
bilsins heima á Íslandi en fór þó
þrisvar sinnum til Kaupmanna-
hafnar í nokkra daga í senn. „Því
var vinna mín frábrugðin því
hvernig svipuð verkefni fara fram
en danskir samstarfsmenn sem
unnu fyrir sama viðskiptavin
unnu mest á skrifstofu viðskipta-
vinarins í Kaupmannahöfn.“
Þau skipti sem hún heimsótti
Kaupmannahöfn vann hún hjá
viðskiptavini og fundaði með
eigendum verkefnisins og öðrum
starfsmönnum sem voru bæði
frá Deloitte í Kaupmannahöfn og
Malmö í Svíþjóð. „Í þessu verkefni
vann ég að viðskiptamanna- og
lánardrottnabókhaldi viðskipta-
vinar okkar og vann einnig að
ferlavinnu tengdri þeim liðum.
Nýtt fjárhagskerfi var tekið í
notkun á meðan á verkefninu
stóð og fékk ég að taka þátt í
innleiðingunni á því. Ég var í
fullu starfi í verkefninu og var í
daglegum samskiptum við starfs-
menn viðskiptavinarins í gegnum
Skype og önnur samskiptaforrit.
Þar sem ég vann ekki á skrif-
stofunni sjálfri var tíminn vel
nýttur í vinnu og fundi þegar ég
fór til Kaupmannahafnar.
Skemmtileg borg
Þótt Lára hafi bara stoppað
nokkra daga í senn meðan hún
dvaldi þrisvar sinnum í Kaup-
mannahöfn á þessu tímabili var
sá tími mjög lærdómsríkur. „Mér
fannst lítið mál að aðlagast vinnu-
menningunni en hún var alls ekki
ólík því sem maður kynnist á
Íslandi. Helsti munurinn sem ég
upplifði var meira skipulag og tíð-
ari fundir en ég er vön á Íslandi.
Ég er ekki nógu sterk í dönskunni
en var heppin að enska var mikið
töluð á skrifstofunni sem ég vann
á. Það var helst erfitt að lifa úr
ferðatösku á hóteli í þeim ferðum
sem ég fór til Kaupmannahafnar.
Ég var mest í Kaupmannahöfn
um vorið og haustið og fannst
æðislegt að geta labbað í vinnuna
í góðu veðri og rölt aðeins um
bæinn eftir vinnu. Mér var boðið
að starfa í Kaupmannahöfn á
meðan á verkefninu stóð en ég
var nýbyrjuð í mastersnámi í
reikningshaldi og endurskoðun
þannig að það hentaði ekki á
þeim tíma. Ef mér býðst tækifæri
í framtíðinni gæti ég alveg hugsað
mér að dvelja erlendis í nokkra
mánuði.“
Skemmtileg reynsla
Hún segir tímann fara í reynslu-
bankann. „Þetta var skemmtileg
reynsla sem þróaði mig í starfi
og stækkaði tengslanetið mitt
víða, einnig á Íslandi þar sem ég
fékk tækifæri til að vinna með
fjármálastjóranum heima sem
var helsti tengiliður minn við
eiganda verkefnisins.
Það er ákveðin þróun að hoppa
svona út í djúpu laugina og
vinna með nýju fólki sem vinnur
öðruvísi en ég er vön. Ég bætti
enskukunnáttuna og lærði margt
nýtt um viðskiptalausnir og
tækni sem ég var óvön að nota frá
samstarfsfólki í Deloitte í Dan-
mörku.“
Hoppað út í djúpu laugina
Lára Óskarsdóttir, sérfræðingur hjá Deloitte á Íslandi, vann í tíu mánaði að spennandi verkefni
með dönskum kollegum sínum hjá Deloitte í Kaupmannahöfn í Danmörku. Hún segir verkefn-
ið hafa verið skemmtilega reynslu sem þróaði hana í starfi og stækkaði tengslanetið töluvert.
Höfuðstöðvar
Deloitte í Kaup-
mannahöfn eru
sérlega glæsi-
legar.
Lára Óskarsdóttir, sérfræðingur á sviði endurskoðunar og reikningsskila hjá Deloitte á Íslandi, lærði mikið á þessu tíu mánaðar tímabili. mynD/DeLoitte
Þetta var mjög
skemmtileg reynsla
sem þróaði mig í starfi og
stækkaði tengslanetið
mitt töluvert.
6 KynninGARBLAÐ 2 6 . S e p t e m B e R 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U RenDuRSKoÐun oG BÓKHALD
2
6
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:4
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
E
A
-3
8
4
8
2
0
E
A
-3
7
0
C
2
0
E
A
-3
5
D
0
2
0
E
A
-3
4
9
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
5
6
s
_
2
5
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K