Fréttablaðið - 26.09.2018, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 26.09.2018, Blaðsíða 28
Endurskoðendur eru oft útsjónar- samir og finna óvenju- legar lausnir auk þess að hafa þurra og beitta kímnigáfu. Við hjá KPMG tökum að okkur að reikna út laun þinna starfsmanna, því launavinnsla er oft viðkvæmur og flókinn þáttur í rekstrinum. Með því að úthýsa launavinnslunni til okkar geta þínir lykilstarfsmenn einbeitt sér að kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Færsla bókhalds, gerð ársreikninga og skattframtala fyrir einstaklinga, einstaklinga með rekstur og fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum er einnig hluti af okkar þjónustu. Kynntu þér málið á kpmg.is eða hafðu samband við Birnu Rannversdóttur í síma 545 6082. Einblíndu á það sem skiptir máli Láttu fagfólk vinna verkið á meðan þú sinnir öðru Endurskoðendur eru oft á tíðum mest spennandi og skemmtilegustu persónurnar í sjónvarpi og kvikmyndum. Þeir eru oft útsjónarsamir og klárir að finna óvenjulegar lausnir, hafa þurra og beitta kímnigáfu og sjá það sem öðrum er hulið með því að lesa rétt í aðstæður ekki síður en tölur á blaði. Og nota krafta sína bæði til góðs og ills. Þessir taumlausu talna­ spekingar krydda tilveruna svo um munar, þó einkum eftirtaldir. Í kvikmyndinni Endurskoð­ andinn (The Accountant) leikur Ben Affleck stærðfræðisnillinginn Christian Wolff sem lætur siðferðis­ kenndina ekki stöðva sig í því að sökkva sér í undirheima glæpa og spillingar. Framleiðendurnir (The Produc­ ers) er kvikmynd frá 1968 sem fjallar um óhæfa leikhúsframleið­ andann Max Bialystock og félaga hans, hinn stressaða og fjölhæfa bókhaldara Leo Bloom, sem óvart leggur fram snilldaráætlun um hvernig væri best að græða á því að setja upp versta söngleik í heimi sem kallast „Springtime for Hitler“ eða „ Vorar hjá Hitler“. Söngleikur samnefndur myndinni vann flest Tony­verðlaun sem hafa verið veitt sama verki árið 2001. Hver man ekki eftir fastasta fasta­ gestinum á Staupasteini, honum Norm sem var heilsað svo fagnandi þegar hann kom enda hrókur alls fagnaðar? Hann var endurskoð­ andi að atvinnu og hlýtur að hafa verið afskaplega góður í sínu starfi því annars hefði hann verið rekinn fyrir löngu fyrir að hanga svona mikið á barnum. Rick Moranis fór eftirminnilega með hlutverk endurskoðandans Louis Tully í fyrstu Ghostbusters­ myndinni. Hann afrekaði að læsa sig út úr íbúðinni sinni, halda ömurlega leiðinleg partí þar sem hann bauð viðskiptavinum frekar en vinum sínum til að geta skrifað á sig kostnað. Og svo verður hann andsetinn af hyrndum djöflahundi frá annarri vídd sem fleiri endur­ skoðendur gætu mögulega státað af þegar einhver kemur korter í mið­ nætti á skattaskiladag með fullan poka af krumpuðum kvittunum. Þó persóna efnafræðikennar­ ans Walters White sé mörgum áhorfendum sjónvarpsþáttanna Breaking Bad minnisstæð eru einnig margir sem telja ferðalag konu hans, Skyler White, gegnum þættina ennþá áhugaverðara. Þessi verndandi móðir, sem er í fyrstu stórlega misboðið vegna hegðunar mannsins síns, sýnir mikið hugvit og útsjónarsemi í að koma illa fengnum gróðanum í farveg. 4 KYNNINGARBLAÐ 2 6 . s e p t e m B e R 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U ReNduRsKoÐuN oG BóKhALd skylar White í sjónvarpsþátta- röðinni Breaking Bad beitti ýmsum bók- haldsbrögðum til að hylma yfir ólöglega gjörninga eigin- mannsins. endurskoðandinn Louis tully (Rick moranis) og sellóleikarinn dana Barrett (sigourney Weaver) um það bil sem heljarhundar taka yfir líkama þeirra. Norm, einum ástsælasta endurskoð- anda sjónvarpssögunnar, var fagnað eins og þjóðhetju þegar hann steig fæti inn á hverfisbarinn staupastein. talnaspekingar hvíta tjaldsins Kvikmyndin Ghostbusters og sjónvarpsþættirnir Staupasteinn og Breaking Bad eiga það sameig- inlegt að þar koma við sögu hnífskarpar talnahetjur sem eru í miklu uppáhaldi hjá áhorfendum. Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is 2 6 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 E A -3 3 5 8 2 0 E A -3 2 1 C 2 0 E A -3 0 E 0 2 0 E A -2 F A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.