Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2017, Síða 3

Læknablaðið - 01.10.2017, Síða 3
Sannreynd virkni og öryggi hjá sjúklingum með sögu um heilablóðfall / TIAa,2 52 % sjúklinga í lykilrannsókninni ROCKET AF höfðu áður fengið heilablóðfall/TIA2 Virkni og öryggi Xarelto hjá þeim sjúklingum voru í fullu samræmi við heildarniðurstöður ROCKET AF2 VÖRN GEGN HEILABLÓÐFALLI HJÁ SJÚKLINGUM MEРGÁTTATIF ÁN LOKUSJÚKDÓMS1 Vörn gegn heilablóðfalli með einni töflu á dagb,1 a. TIA: transient ischaemic attack = skammvinnt blóðþurrðarkast. b. Xarelto 20 mg einu sinni á dag ef CrCl ≥ 50 ml/mín. Xarelto 15 mg einu sinni á dag ef CrCl er 15–49 ml/mín. Heimildir: 1. Samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Xarelto. 2. Hankey GJ, Patel MR, Stevens SR, et al. Rivaroxaban compared with warfarin in patients with atrial fibrillation and previous stroke or transient ischaemic attack. Lancet Neurol 2012;11:315–22. L. IS .M K T. 09 .2 01 7. 01 49 Se pt em be r 2 01 7 XARD0091 – Bilbo ▼ LÆKNAblaðið 2017/103 403 Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL www.laeknabladid.is Hlíðasmára 8 201 Kópavogi sími 564 4104 Útgefandi Læknafélag Íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Magnús Gottfreðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Elsa B. Valsdóttir Gerður Gröndal Hannes Hrafnkelsson Magnús Haraldsson Sigurbergur Kárason Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir (í leyfi) vedis@lis.is Hávar Sigurjónsson Blaðamaður Hávar Sigurjónsson (í leyfi) havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Esther Ingólfsdóttir esther@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1900 Prentun, bókband og pökkun Prenttækni ehf. Vesturvör 11 200 Kópavogi Áskrift 14.900,- m. vsk. Lausasala 1490,- m. vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráð- ar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Cita- tion Reports/Science Edition, Scopus og Hirsluna, gagnagrunn Landspítala. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 Jóhannes Atli Hinriksson (f. 1975) sýndi nýverið í nýjum húsakynnum hins listamannarekna sýn- ingarrýmis, Kling og Bang, í Marshall húsinu á Granda. Á forsíðu Læknablaðsins er mynd af titil- verki sýningarinnar, Ok, api Allt í lagi, frá þessu ári, 2017. Verkið er af sama meiði og aðrir skúlp- túrar listamannsins sem gjarnan eru samsettir úr fundnum efnum. Hann gerir jafnframt tvívíð klippiverk sem byggja á sömu aðferð, endur- vinnslu fundins myndefnis. Verk Jóhannesar Atla skírskota til launhelga og skurðgoða frá menn- ingarheimi fjarri okkur í tíma og rúmi. Efniviðurinn og myndefnið eru þó greinilega afsprengi okkar samtíma, þau minna okkur á ofgnótt neyslu- og afþreyingarsamfélagsins. Skúlptúrinn Ok, api Allt í lagi er nokkurs konar tótem sem sýnir grodda- lega eftirmynd apa, útskorinn í frauðplast og tré. Hann trónir ofan á hausmynd manns sem virðist afmyndaður, blár og marinn. Ef til vill einhvers konar tilvísun í lof heimskunnar eða áminning um sigur náttúrunnar í stríði mannsins gegn henni. Á sýningunni mátti sjá ýmsa útfærslu af því sem kallað var í kynningu, fórnarlömb sköp- unar. Jóhannes Atli lauk BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2000 og MFA-gráðu frá L I S T A M A Ð U R M Á N A Ð A R I N S Félagar í Oddfellowstúkunum Þóru og Hásteini á Suðurlandi komu færandi hendi á Heilbrigð- isstofnun Suðurlands á Selfossi fimmtudaginn 14. september síðastliðinn og færðu stofnuninni gjöf að verðmæti 10.000.000 króna. Um er að ræða vöktunartæki fyrir lífsmörk sjúklinga, ásamt varðstöð, sem er gjöf til lyflækningadeild- ar Sjúkrahússins á Selfossi. Tækin samanstanda af sex vöktunarstöðvum sem auðvelda fagfólki sjúkrahússins að fylgjast af meiri nákvæmni og öryggi með ástandi sjúklinga. Tvö tækjanna eru svo kölluð monitor-tæki sem að öllu jöfnu eru föst við rúmstæði sjúklings en eru með minni ferðamonitor fyrir flutning sjúklinga. Þessi tæki mæla blóðþrýsting, líkamshita, öndun, súrefn- ismettun, púls og hjartsláttarrit. Fjögur tæki eru svokallaðar telemetríur með skjá sem sýna púls, hjartsláttarrit og súrefnismettun sjúklings. Öll þessi tæki tengjast svo varðstöð á vakt lyflækn- ingadeildarinnar þar sem hægt er að fylgjast vel með sjúklingum. Auk þess senda tækin merki og viðvaranir í snjallsíma eða píptæki hjúkrunar- fræðings eða læknis á vakt. Tækin senda milli sín þráðlausar upplýsingar, eru nettengd. Gjöfin var gefin í tilefni af 25 ára afmæli stúkanna en þess má geta fyrir nokkrum árum að gáfu stúkurnar Heilbrigðisstofnun Suðurlands kapellu í sjúkra- húsið á Selfossi. Meðfylgjandi mynd var tekin við afhendingu gjafarinnar en á henni eru, talið frá vinstri: Stein- dór Gunnlaugsson stúkunni Hásteini, Sigurður Jónsson formaður afmælisnefndar stúkunnar Há- steins, Björn Magnússon læknir, Herdís Gunnars- dóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Guðríður Egilsdóttir formaður afmælisnefndar Oddfellowstúkunnar Þóru, Sigríður Gutt- ormsdóttir, Steinunn Aðalsteinsdóttir, Sesselja Sigurðardóttir og Ingunn Guðmundsdóttir, allar úr stúkunni Þóru, Hjörtur Kristjánsson framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðis- stofnun Suðurlands og Magnús Jónsson, ásamt Torfa S. Guðmundssyni sem báðir eru í Oddfell- owstúkunni Hásteini. Ljósmynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson. Oddfellowar færðu HSS vöktunartæki School of Visual Arts í New York árið 2005. Hann hefur haldið sýn- ingar víða um heim en sýning hans í Kling og Bang var sú fyrsta hérlendis í nokkurn tíma. Markús Þór Andrésson

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.