Læknablaðið - 01.10.2017, Qupperneq 4
411
Karl Andersen, Thor Aspelund, Elías Freyr Guðmundsson, Kristín Siggeirsdóttir,
Rósa Björk Þórólfsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Vilmundur Guðnason
Úr gögnum Hjartaverndar:
Faraldsfræði kransæðasjúkdóma á Íslandi í hálfa öld
Kransæðasjúkdómar hafa verið algengasta dánarorsök Íslendinga frá miðri síð-
ustu öld allt fram undir síðasta áratug. Frá 1980 hefur staða helstu áhættuþátta
kransæðasjúkdóma farið sífellt batnandi og hefur sú þróun skýrt 72% þeirrar fækk-
unar sem orðið hefur í ótímabærum dauðsföllum vegna kransæðasjúkdóma á síðustu
þremur áratugum. Hins vegar hafa vaxandi offita og sykursýki dregið nokkuð úr
þeim ávinningi.
423
Gunnar Sigurðsson, Kristín Siggeirsdóttir, Brynjólfur Y. Jónsson,
Brynjólfur Mogensen, Elías F. Guðmundsson, Thor Aspelund, Vilmundur Guðnason
Úr gögnum Hjartaverndar: Nokkur atriði um
faraldsfræði og áhættumat beinbrota á Íslandi
Á síðustu árum hafa birst nokkrar greinar í vísindatímaritinu Osteoporosis International
um faraldsfræði beinbrota á Íslandi, byggðar á hóprannsóknum Hjartaverndar. Hér
eru tekin saman nokkur atriði úr þessum vísindagreinum og fylgiskjölum þeirra með
áherslu á meiriháttar beinþynningarbrot (framhandleggsbrot, upphandleggsbrot,
hryggsúlubrot og mjaðmarbrot). Þessi fjögur brot eru talin valda um 90% af heildar-
byrði allra beinþynningarbrota.
429
Haukur Einarsson, Guðmundur Þorgeirsson, Ragnar Danielsen Örn Ólafsson,
Thor Aspelund, Vilmundur Guðnason
Hjartabilun meðal eldri Íslendinga.
Algengi, nýgengi, undirliggjandi sjúkdómar og langtímalifun
Hjartabilun er bæði algengur og alvarlegur sjúkdómur sem leggst fyrst og fremst
á eldra fólk. Skipta má hjartabilun í tvær megingerðir, hjartabilun með minnkað út-
streymisbrot (HFrEF) og hjartabilun með varðveitt útstreymisbrot (HFpEF). Markmið
þessarar rannsóknar var að kanna algengi, nýgengi, undirliggjandi sjúkdóma og lífs-
horfur beggja gerða hjartabilunar meðal eldri Íslendinga.
404 LÆKNAblaðið 2017/103
F R Æ Ð I G R E I N A R
10. tölublað ● 103. árgangur ● 2017
407
Gunnar Sigurðsson
Reykjavíkurrannsókn
Hjartaverndar 50 ára
Reykjavíkurrannsókn Hjarta-
verndar hófst um leið og
Rannsóknarstöð Hjarta-
verndar opnaði að Lágmúla
9, í október 1967. Megintil-
gangur hennar var að gera
umfangsmikla hóprannsókn
til að kanna meðal annars
útbreiðslu hjarta- og æða-
sjúkdóma hér á landi og finna
helstu áhættuþættina svo
unnt yrði að beita árangursrík-
um forvörnum gegn þessum
faraldri.
409
Pálmi V. Jónsson
Öldrunarrannsókn
Hjartaverndar
Margir af mikilvægustu sigr-
um heilbrigðisþjónustunnar
eru fólgnir í því að hafa
breytt bráðum sjúkdómum í
langvinna. Eldra fólk safnar
ekki aðeins á sig langvinnum
sjúkdómum heldur tekur lík-
aminn víðtækum og miklum
aldurstengdum breytingum,
sem færa má gild rök fyrir að
séu ígildi sjúkdóma.
L E I Ð A R A R