Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.10.2017, Qupperneq 9

Læknablaðið - 01.10.2017, Qupperneq 9
LÆKNAblaðið 2017/103 409 R I T S T J Ó R N A R G R E I N Um miðja nítjándu öld voru ævilíkur Íslendinga við fæðingu inn- an við 50 ár en hafa síðan vaxið jafnt og þétt og eru nú yfir 80 ár. Fyrir hver 4 ár sem við lifum högnumst við um eitt. Einstak- lingur sem er 65 ára hefur nú tólf og hálfu ári lengri ævilíkur en við fæðingu. Um tveir þriðju hvers fæðingarárgangs nær þessu æviskeiði, stækkandi hlutfall með tíma. Konur hafa þremur árum lengri ævilíkur en karlar sem er minnsti munur sem þekkist. Ekki eldast allir á sama hátt og breytileiki einstaklinga vex stórlega með aldri. Margir af mikilvægustu sigrum heilbrigðisþjónustunnar eru fólgnir í því að hafa breytt bráðum sjúkdómum í langvinna. Eldra fólk safnar ekki aðeins á sig langvinnum sjúkdómum heldur tek- ur líkaminn víðtækum og miklum aldurstengdum breytingum, sem færa má gild rök fyrir að séu ígildi sjúkdóma. Tökum dæmi. Æðakerfið stífnar með aldri og efri mörk blóðþrýstings hækka. Slagbilsháþrýstingur er sterkasti áhættuþáttur hjarta- og heila- áfalla eldra fólks. Hjartavöðvinn stífnar og leiðir af sér hjartabilun með varðveittu útfallsbroti. Bein taka að rýrna eftir 25 ára aldur hjá báðum kynjum og konur fá hratt beinmassatap á áratugnum eftir tíðahvörf. Afleiðingarnar eru vaxandi brotatíðni með aldri. Þetta eru dæmi um aldurstengdar breytingar sem eru svo almennar og algengar að margir telja þær jafnvel eðlilegar en þær reynast ígildi sjúkdóma1. Sem slíkar eru þær viðfangsefni læknavísindanna. Yf- irlitsgreinarnar frá Öldrunarrannsókn Hjartaverndar í þessu hefti Læknablaðsins sýna vel fram á mikilvægi öldrunarrannsókna. Rannsóknir sýna að langvinnir sjúkdómar koma fram á sama tíma ævinnar og áður, það er í upphafi þriðja æviskeiðsins, og tvö- faldast í algengi á hverjum 5 árum eftir 65 ára aldur. Af þessu leiðir að ef algengi mjaðmabrota við 65 ára aldur væri 1% í stað 2%, yrði fjöldi þeirra sem hafa hlotið mjaðmabrot við 85 ára aldur 16% í stað 32%, svo að dæmi sé tekið. Lífsgæði batna og stórlega dregur úr heilbrigðiskostnaði ef unnt er að seinka framkomu langvinnra sjúkdóma. Fyrsta starf mitt Íslandi að loknu framhaldsnámi í öldrunar- lækningum 1989 var að aðlaga sjötta áfanga rannsóknar Hjarta- verndar og bæta við öldrunaþætti. Forsvarsmenn Hjartavernd- ar keyptu þau rök að rannsóknin væri eins og rauðvín sem vex að gæðum og verðmæti með aldri. Til undirbúnings leitaði ég ráða hjá forvera mínum í framhaldsnámi við Harvard, Tamörru Harris, sem þá var hjá Bandarísku Öldrunarstofnuninni, og hjá forsvarsmönnum bandarískrar lýðheilsurannsóknar: Established Populations for Epidemiologic Studies of the Elderly, 1981-19932. Fjölmörgum breytum þeirrar rannsóknar var bætt við; svo sem vitrænni getu, athöfnum daglegs lífs, gönguhraða, andlegri líðan og já, einnig hjartabilun. Björn Einarsson öldrunarlæknir skoðaði alla þátttakendur sjötta áfanga. Þannig varð sjötti áfanginn eins konar brú að Öldrunarrannsókn Hjartaverndar, þar sem Tamörru Harris var kunnug rannsókn Hjartaverndar þegar leitað var að samstarfsaðilum utan Bandaríkjanna. Hjartaverndarrannsóknin var ekki aðeins stór í sniðum heldur tók hún til beggja kynja sem var óvenjulegt fyrir faraldsfræðilegar rannsóknir þeirra tíma á hjarta- og æðasjúkdómum. Öldrunarrannsókninni hefur verið lýst ítarlega3. Hún er fjöl- fagleg, gefur ýtarlegar svipgerðir og nýtir fremstu rannsóknar- tækni, sem í sumum tilvikum rekur sjúkdóma ellinnar allt aftur til fósturþróunar.4 Rannsóknin er með öflugustu rannsóknum sinnar tegundar og birtar greinar í hundruðum taldar. Með henni hafa fengist miklir fjármunir og mikilvægt samstarf við erlenda vísinda- menn. En öldrunarlæknirinn metur hvað mest hinn mikla fjölda framúrskarandi íslenskra vísindamanna á ýmsum fræðasviðum sem hafa kosið að beina kröftum sínum að öldrunarrannsóknum. Heimildir 1. Pálmi V. Jónsson. Heilsufar og heilbrigðisþjónusta aldraðra á Íslandi, nútíð og framtíð. Greinargerð í Skýrslu stýrihóps um stefnumótun í málefnum aldraðra til ársins 2015. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, mars 2003. ISBN: 9979-872-25-X; 100-113. www. heilbrigdisraduneyti.is/media/Skyrslur/stefnum-aldradir.pdf 2. http://www.icpsr.umich.edu/icpsrweb/NACDA/studies/9915 3. Harris TB, Launer LJ, Eiriksdottir G, Kjartansson O, Jonsson PV, Sigurdsson G, Thorgeirsson G, Aspelund T, Garcia ME, Cotch MF, Hoffman HJ, Gudnason V. Age, Gene/Environment Susceptibility-Reykjavik Study: multidisciplinary applied phenomics. Am J Epidemiol. 2007 May 1;165(9):1076-87. 4 Muller M, Sigurdsson S, Kjartansson O, Jonsson PV, Garcia M, von Bonsdorff MB, Gunnarsdottir I, Thorsdottir I, Harris TB, van Buchem M, Gudnason V, Launer LJ. Birth size and brain function 75 years later. Pediatrics. 2014 Oct;134(4):761-70 The Aging, Genes and Environment Susceptibility Reykjavik Study Pámi V Jónsson MD, FACP, FRCP, Professor, Faculty of Medicine, School of Health Sciences, University of Iceland and Chief, Department of Geriatrics, Landspitali University Hospital. https://doi.org/10.17992/lbl.2017.10.152 Öldrunarrannsókn Hjartaverndar Pálmi V. Jónsson prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítala emilsig@hi.is NÝ MEÐFERÐ VIÐ LANGVARANDI HJARTABILUN Entresto dregur úr sjúkrahúsinnlögnum og dauðsföllum samanborið við enalapril, samkvæmt PARADIGM-HF rannsókninni1 HLUTFALLSLEG ÁHÆTTUMINNKUN Á HJARTADAUÐA (CARDIOVASCULAR DEATH) EÐA FYRSTU SJÚKRAHÚSINNLÖGN VEGNA HJARTABILUNAR SBR. VIÐ ENALAPRIL *ARR 4,7% HLUTFALLSLEG ÁHÆTTUMINNKUN Á FYRSTU SJÚKRAHÚSINNLÖGN VEGNA HJARTABILUNAR, SBR. VIÐ ENALAPRIL *ARR 2,8% HLUTFALLSLEG ÁHÆTTUMINNKUN Á HJARTADAUÐA (CARDIOVASCULAR DEATH) SBR. VIÐ ENALAPRIL *ARR 3,1% PARADIGM-HF var fjölþjóðleg, slembiröðuð, tvíblind samanburðarrannsókn hjá 8.442 sjúklingum með langvinna hjartabilun (NYHA flokkar II-IV) og skert útfallsbrot (útfallsbrot vinstri slegils [LVEF] ≤40%, síðar breytt í ≤35%). * ARR = Hrein áhættuminnkun (absolute risk reduction). Ábending: Til meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum við langvarandi hjartabilun með einkennum og skertu útfallsbroti.2 Heimildir: 1. McMurrey JJV, Packer M, Desai AS, et al. for PARADIGM-HF Investigators and Committees. Angiotensin-neprilysin inhibition vs. enalapril in heart failure. N Engl J Med. 2014; 371(11):993-1004. 2. Samantekt á eiginleikum Entresto, Lyfjastofnun, www.serlyfjaskra.is. EN T 2 01 7/ 09 -2 5/ IS Entresto, 24 mg/26 mg, 49 mg/51 mg og 97 mg/103 mg, filmuhúðaðar töflur. Novartis. ATC flokkur: C09DX04. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS – Styttur texti SPC Entresto 49/51 mg, 168 stk, 66.134 kr.; Entresto 97/103 mg, 56 stk, 24.265 kr.; Entresto 97/103 mg, 168 stk, 66.134 kr. Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga: Einstaklingsbundin greiðsluþátttaka, sjá vinnureglu Sjúkratrygginga Íslands á www. sjukra.is vegna lyfjaskírteinis. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is. Markaðsleyfishafi: Novartis Europharm Limited, Frimley Business Park, Camberley GU16 7SR, Bretland. Nánari upplýsingar um lyfið fást hjá umboðsaðila á Íslandi sem er Vistor hf., Hörgatúni 2, 210 Garðabæ, sími: 535-7000. Textinn var síðast samþykktur 16. mars 2017. Ath. textinn er styttur. Sjá nánari upplýsingar í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is. Innihaldslýsing: Entresto 24 mg/26 mg filmuhúðaðar töflur: Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 24,3 mg sacubitril og 25,7 mg valsartan (sem sacubitril valsartan natríumsaltfléttu). Entresto 49 mg/51 mg filmuhúðaðar töflur: Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 48,6 mg sacubitril og 51,4 mg valsartan (sem sacubitril valsartan natríumsaltfléttu). Entresto 97 mg/103 mg filmuhúðaðar töflur: Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 97,2 mg sacubitril og 102,8 mg valsartan (sem sacubitril valsartan natríumsaltfléttu). Ábendingar: Entresto er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum við langvarandi hjartabilun með einkennum og skertu útfallsbroti. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna. Samhliðanotkun með ACE hemlum. Ekki má gefa Entresto fyrr en 36 klst. eftir að meðferð með ACE hemli er hætt. Þekkt saga um ofnæmisbjúg í tengslum við fyrri meðferð með ACE hemli eða angíótensín II viðtakablokka. Arfgengur eða frumkominn ofnæmisbjúgur. Samhliðanotkun með lyfjum sem innihalda aliskiren hjá sjúklingum með sykursýki eða sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi (eGFR <60 ml/mín./1,73 m2). Verulega skert lifrarstarfsemi, gallskorpulifur eða gallteppa. Annar og síðasti þriðjungur meðgöngu. Ávísunarheimild og afgreiðsluflokkar: Z R. Leyfilegt hámarksverð í smásölu september 2017 (www.lgn.is): Entresto 24/26 mg, 28 stk, 12.799 kr.; Entresto 49/51 mg, 56 stk, 24.265 kr.;
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.