Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.10.2017, Side 14

Læknablaðið - 01.10.2017, Side 14
414 LÆKNAblaðið 2017/103 Breytingar helstu áhættuþátta og áhrif þeirra á kransæðasjúkdóma Kólesteról Um þriðjung þeirrar fækkunar (32%) sem varð á dauðsföllum vegna kransæðasjúkdóma 1981-2006 mátti rekja til 0,87 mmól/l (15%) lækkunar á meðalgildi kólesteróls í blóði Íslendinga á þessu tímabili.1 Þessi lækkun gæti skýrst að nokkru leyti af breyttu mataræði Íslendinga á þessu tímabili, þar sem mestu munar um minni heildarneyslu á fitu sem hlutfall orkueininga (E%) úr 41% í 36% og mettaðrar fitu úr 20E% í 14,5E% á tímabilinu 1990-2011.29 Í kjölfar þessarar jákvæðu þróunar virðist sem fituneysla Íslendinga sé aftur á uppleið. Hlutfall mettaðrar fitu af heildarorkuþörf (E%) var 15,2% árin 2010-2011, sem er talsvert yfir manneldisráðlegging- um sem gera ráð fyrir að þetta hlutfall sé undir 10%.29-31 Í nýlegri skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar kemur fram að mataræði 40,2% Íslendinga einkenndist af mikilli mettaðri fitu árið 2014 og hefur það hlutfall hækkað um 26% frá árinu 2011.32 Þessi aukna fituneysla gæti átt þátt í því að áðurnefnd lækkun í meðaltalsgildi kólesteróls hefur stöðvast á allra síðustu árum (mynd 4a). Ef horft er til tímabilsins 1968-2012 má sjá að meðaltal kólester- óls hjá miðaldra (50-69 ára) Íslendingum hefur lækkað um 1,33 mmól/l, eða 20,1%, meðal karla og um 1,71 mmól/l, eða 23,3%, með- al kvenna. Jafnframt má sjá að sú lækkun í meðaltali kólesteróls sem staðið hefur samfellt frá 1968 hefur stöðvast eftir 2006, bæði meðal karla og kvenna (mynd 4a). Þessi þróun er í samræmi við áðurnefndar breytingar í mataræði Íslendinga og kemur heim og saman við framtíðarspá sem sett var fram nýlega um þróun áhættuþátta á Íslandi og áhrif þeirra á hækkandi dánartíðni vegna hjartaáfalla í öllum aldurshópum.2 Vert er að hugleiða hvers vegna meðaltalsgildi kólesteróls hafa hætt að lækka eftir árið 2006, á sama tíma og almenn notkun blóð- fitulækkandi lyfja (statína) hefur stóraukist. Skilgreindum dag- skömmtum (DDD) statínlyfja sem seldir voru á Íslandi fjölgaði úr 60 í 88,5 á hverja þúsund íbúa, eða um 48%, á árabilinu 2007 til Mynd 4. a) Lækkun í heildarkólesteróli í blóði 50-69 ára Íslendinga á tímabilinu 1968-2012. Lækkunin nemur 1,33 mmól/l eða 20,1% meðal karla og 1,71 mmól/l eða 23,3% meðal kvenna. Engin lækkun hefur orðið í meðaltalskólesteróli frá 2006-2012. b) Lækkandi algengi daglegra reykingamanna 50-69 ára á Íslandi á árabilinu 1968-2012. Reykingamönnum á þessu aldursbili hefur fækkað um 72% hjá körlum og um 66% meðal kvenna. Áframhaldandi fækkun miðaldra reykingamanna hefur mælst frá 2006-2012. c) Lækkandi slagbils- þrýstingur 50-69 ára Íslendinga á árabilinu 1968-2012. Lækkunin nemur 10% hjá körlum og 16,7% meðal kvenna. Á tímabilinu 2006-2012 heldur slagbilsþrýstingur áfram að lækka, bæði meðal karla og kvenna. d) Vaxandi hlutfall reglubundinnar hreyfingar hjá 50-69 ára Íslendingum á árabilinu 1968-2012. Aukningin er margföld bæði meðal karla og kvenna og virðist heldur vera að aukast ef eitthvað er. e) Hækkandi líkamsþyngdarstuðull 50-69 ára Íslendinga á árabilinu 1968-2012. Hækkunin er 11% hjá körlum og 8% hjá kon- um á tímabilinu. Á síðustu árum virðist þyngdaraukning halda áfram hjá körlum en standa í stað meðal kvenna. f) Algengi sykursýki 2 hefur aukist verulega hjá 50-69 ára körlum á tímabilinu 1968-2012. Aukningin er rúmlega tvöföld meðal karla og 54% hjá konum. Á árunum frá 2006-2012 heldur aukningin í sykursýki áfram meðal karla en stendur í stað hjá konum. Y F I R L I T S G R E I N A B C D E F

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.