Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.10.2017, Qupperneq 14

Læknablaðið - 01.10.2017, Qupperneq 14
414 LÆKNAblaðið 2017/103 Breytingar helstu áhættuþátta og áhrif þeirra á kransæðasjúkdóma Kólesteról Um þriðjung þeirrar fækkunar (32%) sem varð á dauðsföllum vegna kransæðasjúkdóma 1981-2006 mátti rekja til 0,87 mmól/l (15%) lækkunar á meðalgildi kólesteróls í blóði Íslendinga á þessu tímabili.1 Þessi lækkun gæti skýrst að nokkru leyti af breyttu mataræði Íslendinga á þessu tímabili, þar sem mestu munar um minni heildarneyslu á fitu sem hlutfall orkueininga (E%) úr 41% í 36% og mettaðrar fitu úr 20E% í 14,5E% á tímabilinu 1990-2011.29 Í kjölfar þessarar jákvæðu þróunar virðist sem fituneysla Íslendinga sé aftur á uppleið. Hlutfall mettaðrar fitu af heildarorkuþörf (E%) var 15,2% árin 2010-2011, sem er talsvert yfir manneldisráðlegging- um sem gera ráð fyrir að þetta hlutfall sé undir 10%.29-31 Í nýlegri skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar kemur fram að mataræði 40,2% Íslendinga einkenndist af mikilli mettaðri fitu árið 2014 og hefur það hlutfall hækkað um 26% frá árinu 2011.32 Þessi aukna fituneysla gæti átt þátt í því að áðurnefnd lækkun í meðaltalsgildi kólesteróls hefur stöðvast á allra síðustu árum (mynd 4a). Ef horft er til tímabilsins 1968-2012 má sjá að meðaltal kólester- óls hjá miðaldra (50-69 ára) Íslendingum hefur lækkað um 1,33 mmól/l, eða 20,1%, meðal karla og um 1,71 mmól/l, eða 23,3%, með- al kvenna. Jafnframt má sjá að sú lækkun í meðaltali kólesteróls sem staðið hefur samfellt frá 1968 hefur stöðvast eftir 2006, bæði meðal karla og kvenna (mynd 4a). Þessi þróun er í samræmi við áðurnefndar breytingar í mataræði Íslendinga og kemur heim og saman við framtíðarspá sem sett var fram nýlega um þróun áhættuþátta á Íslandi og áhrif þeirra á hækkandi dánartíðni vegna hjartaáfalla í öllum aldurshópum.2 Vert er að hugleiða hvers vegna meðaltalsgildi kólesteróls hafa hætt að lækka eftir árið 2006, á sama tíma og almenn notkun blóð- fitulækkandi lyfja (statína) hefur stóraukist. Skilgreindum dag- skömmtum (DDD) statínlyfja sem seldir voru á Íslandi fjölgaði úr 60 í 88,5 á hverja þúsund íbúa, eða um 48%, á árabilinu 2007 til Mynd 4. a) Lækkun í heildarkólesteróli í blóði 50-69 ára Íslendinga á tímabilinu 1968-2012. Lækkunin nemur 1,33 mmól/l eða 20,1% meðal karla og 1,71 mmól/l eða 23,3% meðal kvenna. Engin lækkun hefur orðið í meðaltalskólesteróli frá 2006-2012. b) Lækkandi algengi daglegra reykingamanna 50-69 ára á Íslandi á árabilinu 1968-2012. Reykingamönnum á þessu aldursbili hefur fækkað um 72% hjá körlum og um 66% meðal kvenna. Áframhaldandi fækkun miðaldra reykingamanna hefur mælst frá 2006-2012. c) Lækkandi slagbils- þrýstingur 50-69 ára Íslendinga á árabilinu 1968-2012. Lækkunin nemur 10% hjá körlum og 16,7% meðal kvenna. Á tímabilinu 2006-2012 heldur slagbilsþrýstingur áfram að lækka, bæði meðal karla og kvenna. d) Vaxandi hlutfall reglubundinnar hreyfingar hjá 50-69 ára Íslendingum á árabilinu 1968-2012. Aukningin er margföld bæði meðal karla og kvenna og virðist heldur vera að aukast ef eitthvað er. e) Hækkandi líkamsþyngdarstuðull 50-69 ára Íslendinga á árabilinu 1968-2012. Hækkunin er 11% hjá körlum og 8% hjá kon- um á tímabilinu. Á síðustu árum virðist þyngdaraukning halda áfram hjá körlum en standa í stað meðal kvenna. f) Algengi sykursýki 2 hefur aukist verulega hjá 50-69 ára körlum á tímabilinu 1968-2012. Aukningin er rúmlega tvöföld meðal karla og 54% hjá konum. Á árunum frá 2006-2012 heldur aukningin í sykursýki áfram meðal karla en stendur í stað hjá konum. Y F I R L I T S G R E I N A B C D E F
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.