Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.2017, Page 16

Læknablaðið - 01.10.2017, Page 16
416 LÆKNAblaðið 2017/103 árangri sem vonast var eftir. Á mynd 6 má sjá samanburð á með- altals blóðþrýstingsgildum hjá 50-69 ára Íslendingum eftir því hvort þeir tóku blóðþrýstingslækkandi lyf eða ekki. Athyglisvert er að blóðþrýstingur er að meðaltali hærri hjá þeim sem notuðu slík lyf heldur en í almennu þýði án blóðþrýstingslyfja þótt báðir hópar sýni sams konar feril í lækkun blóðþrýstings. Þetta bendir til almennra sameinginlegra þátta sem hafa haft áhrif til lækkun- ar blóðþrýstings hjá þjóðinni. Þetta endurspeglar einnig þá stað- reynd að þeir sem nota blóðþrýstingslækkandi lyf eru að jafnaði ekki að ná meðaltalsgildum ómeðhöndlaðra og er sú niðurstaða í samræmi við það sem sést hefur í erlendum rannsóknum.44 Að líkindum má skýra stóran hluta þeirrar lækkunar sem orðið hefur í meðaltalsblóðþrýstingi undanfarna áratuga með aukinni hreyf- ingu, minni reykingum og heilbrigðari lífsstíl. Reglubundin hreyfing Reglubundin hreyfing í frístundum hefur reynst sjálfstæður verndandi þáttur gegn kransæðasjúkdómum samkvæmt niður- stöðum Hjartaverndarrannsóknarinnar (heimild: Handbók Hjartaverndar (http://www.hjarta.is/utgafa/handbok-hjartavernd- ar)). Á árinu 1981 stundaði um fjórðungur Íslendinga líkams- hreyfingu í frístundum en næstum helmingur á árinu 2006. Þessi æskilega breyting skýrði um 5% af þeirri fækkun dauðsfalla vegna kransæðsjúkdóma sem varð á tímabilinu 1981-2006.1 Þegar litið er til tímabilsins 1968-2012 sést að hlutfall miðaldra karlmanna (50-69 ára) sem hreyfa sig reglulega hefur aukist úr 5% í 58%. Hjá konum er aukningin úr 3% í 68%. Á mynd 4d) má sjá að þessi þróun hefur haldið áfram frá 2006, bæði hjá konum og körlum. Þrátt fyrir þessa aukningu í reglulegri hreyfingu hér á landi komum við næst á eftir Norðmönnum sem hafa hæst hlut- fall hreyfingarleysis meðal Norðurlandaþjóða.32 Aukin hreyfing í frístundum og á leið í og úr vinnu eru dæmi um það hvaða áhrif vitundarvakning meðal þjóðarinnar getur haft í átt að heilbrigð- um lífsstíl og gildi hreyfingar. Breytt borgarskipulag sem gerir ráð fyrir gangandi og hjólandi umferð og ívilnun margra vinnuveit- enda til handa þeim sem ferðast bíllaust í vinnuna er dæmi um hvaða áhrif upplýsingar og bætt aðgengi að hreyfingu geta haft á heilbrigði þjóðar.45 Ofþyngd og offita Íslendingar þyngjast stöðugt. Líkamsþyngdarstuðull (kg/m2) hef- ur á tímabilinu 1981 til 2006 hækkað að meðaltali um 2 stig, eða úr 25 í 27. Líkamsþyngd karla hefur aukist að meðaltali um 8 kg og kvenna um 7 kg miðað við sömu líkamshæð. Þessi aukna líkams- þyngd jók dánartíðni vegna kransæðasjúkdóma um 4% á þessu sama tímabili og dró þannig úr jákvæðum heildaráhrifum flestra annarra áhættuþátta sem þróuðust í jákvæða átt.1 Þegar litið er til tímabilsins 1968-2012 fyrir miðaldra karla sést að líkamsþyngdarstuðullinn hefur hækkað úr 25,8 kg/m2 í 28,7 kg/ m2, eða um 2,9 kg/m2, sem er aukning um 11%. Hjá konum 50-69 ára hefur líkamsþyngdarstuðull hækkað um 2 kg/m2, eða úr 25,2 kg/m2 í 27,2 kg/m2 og er það aukning um 8%. Eins og sjá má á mynd 4e) virðist þyngd miðaldra kvenna standa nokkurn veginn í stað frá 2006 til 2012 á meðan karlmenn halda áfram að þyngj- ast. Íslendingar eru nú ofarlega meðal Evrópuþjóða með tilliti til líkamsþyngdar46 og langþyngstir Norðurlandaþjóða.32 Hlutfall Ís- lendinga í ofþyngd (LÞS 25-29,9) er 57,9% og 22,2% eru með offitu (LÞS>30). Ísland er eina landið á Norðurlöndum þar sem algengara er að vera í ofþyngd eða of feitur en í kjörþyngd.32 Skýringarinnar kann að vera að leita í mataræði landsmanna. Hlutfall þeirra sem hafa óhollt mataræði með háu innihaldi mettaðrar fitu og viðbætts sykurs er hátt á Íslandi, eða 24,5%, og einungis Svíþjóð er með hærra hlutfall af óhollu mataræði af Norðurlöndunum. Einkennandi fyr- ir mataræði Íslendinga er hátt hlutfall þeirra sem borða mikið sæt- meti og erum við þar langhæst meðal Norðurlanda. Á meðan flest Norðurlönd eru að draga saman í sykurneyslu stendur hún í stað hér á landi og í Svíþjóð. Um þriðjungur af öllum viðbættum sykri í mataræði Íslendinga kemur úr gosdrykkjum og sykruðum svala- drykkjum. Annað sem einkennir mataræði Íslendinga er mjög lítil neysla grænmetis og ávaxta samanborið við önnur Norðurlönd þar sem einungis 7% þjóðarinnar borða að minnsta kosti fimm einingar grænmetis og ávaxta á dag og erum við þar rúmlega hálf- drættingar við meðaltal Norðurlandaþjóða. Við erum hins vegar fremst meðal Norðurlanda í fiskneyslu og borðum fisk að með- altali tvisvar í viku.32 Þessi ofneysla sykurs og almenn óhollusta í mataræði stuðlar að ofþyngd og offitu þjóðarinnar og á þátt í því að algengi sykursýki fer vaxandi. Sykursýki Aukin líkamsþyngd hefur haft veruleg áhrif á þróun sykursýki af tegund 2 sem jafnframt er vel þekktur áhættuþáttur kransæða- sjúkdóma og tvöfaldar líkurnar á því að fá kransæðastíflu miðað við einstaklinga sem ekki hafa sykursýki.47 Á milli áranna 1981 og 2006 hafði orðið tvöföldun í algengi sykursýki 2 úr 1,7% í 3,6% hjá þjóðinni og skýrði þessi breyting 4,6% aukningu í dánartíðni vegna kransæðsjúkdóma á tímabilinu.1 Samanlagt hafði því aukin líkamsþyngd og hærra algengi sykursýki af tegund 2 í för með sér meiri áhættu á dauðsföllum af völdum kransæðasjúkdóma sem nam um 9% á tímabilinu 1981- 2006. Fyrir 30 árum var þessi tegund sykursýki verulega fágætari Mynd 6. Meðaltal blóðþrýstings gilda hjá körlum og konum með og án blóðþrýstings- lækkandi lyfja. Y F I R L I T S G R E I N

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.