Læknablaðið - 01.10.2017, Page 18
418 LÆKNAblaðið 2017/103
notuð. Hins vegar var stuðst við mannfjöldaspá Hagstofu Íslands í
aldurshópum yngri en 75 ára. Sú spá gerir ráð fyrir tvöföldun á
mannfjölda í aldurshópi 65-74 ára til ársins 2040, 35% fjölgun í
aldurshópi 55-64 ára en óverulegri breytingu í öðrum aldurshóp-
um eldri en 25 ára.
Í rannsókninni var gengið út frá þremur mismunandi forsend-
um í þróun áhættuþátta fram til ársins 2040. Í fyrsta lagi: ef þró-
un síðustu þriggja áratuga (1981-2010) heldur áfram óbreytt, mun
verulega draga úr fækkun dauðsfalla vegna kransæðasjúkdóma
og skýrist það að miklu leyti af öldrun þjóðarinnar. Í öðru lagi: ef
gert er ráð fyrir að þróun áhættuþáttanna haldi áfram með sama
hætti og síðustu 5 ár tímabilsins (2006-2010), þá mun dauðsföllum
vegna kransæðasjúkdóma fjölga úr 49/100 þúsund í 70/100 þús-
und, eða um 43%, fram til ársins 2040 (mynd 8). Þessi aukning
stafar fyrst og fremst af aukinni offitu og sykursýki ásamt öldrun
þjóðarinnar. Í þriðja lagi: ef við göngum út frá því að raunhæfum
markmiðum verði náð með bætingu helstu áhættuþátta fram til
ársins 2040, þá mun verða lækkun í dánartíðni vegna kransæða-
sjúkdóma úr 49/100 þúsund í 33/100 þúsund, eða um 33% frá því
sem var árið 2010 (mynd 8).
Niðurstöður þessara síðustu mælinga á þróun áhættuþátta
styðja við þá framtíðarspá sem fram kemur í grein Rósu Bjarkar
frá 2011.2 Allt bendir til þess að áframhaldandi aukning í offitu og
sykursýki muni leiða til aukningar á dauðsföllum vegna hjarta- og
æðasjúkdóma á komandi áratugum.
Hér þarf að spyrna við fótum. Með markvissum lýðgrunduð-
um inngripum má bæta verulega stöðu helstu áhættuþátta og
þannig draga úr sjúkdómsbyrði í framtíðinni.51 Verði ekkert að
hafst er ljóst að dauðsföllum vegna kransæðasjúkdóma mun fjölga
verulega á komandi árum með fyrirsjáanlegum afleiðingum á
stöðu langvinnra sjúkdóma, svo sem hjartabilunar. Fyrirsjáanleg
afleiðing þessarar þróunar ásamt vaxandi öldrun þjóðarinnar er
að hjartabiluðum á eftir að fjölga umtalsvert meðal aldraðra Ís-
lendinga á komandi árum. Reiknað er með að hjartabiluðum í hópi
70 ára og eldri eigi eftir að fjölga 2,3-falt fram til 2040 og þrefald-
ast fyrir 2060.52 Þá eru ótalin þau áhrif sem þessi þróun hefur á
heilsutengd lífsgæði og versnandi félagslega stöðu aldraðra sem
lifa síðustu æviárin við skerta færni og minnkað sjálfstæði, sem
má að miklu leyti rekja til afleiðinga hjarta- og æðasjúkdóma og
annarra langvinnra sjúkdóma sem koma hefði mátt í veg fyrir með
fyrirbyggjandi aðgerðum.
Öldrun þjóðarinnar
Hér á undan hefur verið fjallað um svokölluð ótímabær dauðsföll
af völdum kransæðasjúkdóma. Með því er átt við dauðsföll fyrir
75 ára aldur. Öldrunarrannsókn Hjartaverndar á Íslendingum 67
ára og eldri hefur sýnt að tveir þriðju aldraðra sem fá hjartaáföll
lifa það af en allt að 40% þeirra þróa með sér hjartabilun á næstu
árum (óbirt gögn Hjartaverndar). Sú þróun að hjartaáföllum fækk-
ar í yngri aldurshópunum leiðir til þess að þau verða að meðaltali
síðar á lífsleiðinni en var fyrir nokkrum áratugum. Bætt lifun eftir
hjartaáfallið þýðir að sífellt stækkandi hópur aldraðra lifir síðustu
áratugi ævinnar með langvinnar afleiðingar hjartaáfalla, svo sem
hjartabilun og hjartsláttartruflanir. Aldraðir verða sífellt hærra
hlutfall þjóðarinnar. Þetta undirstrikar því mikilvægi þess að tefja
eða koma í veg fyrir slík áföll meðal aldraðra í framtíðinni.
Forvarnir kransæðasjúkdóma á komandi áratugum
Af framansögðu er ljóst að forvarnir hjarta- og æðasjúkdóma muni
taka nokkrum breytingum á komandi áratugum. Til þess að draga
úr sjúkdómsbyrði aldraðra vegna kransæðasjúkdóma og auka á
heilbrigði öldrunar er því mikilvægt að greina æðasjúkdóminn
fyrr og hefja meðferð þegar það á við. Ein leið til þess er að skima
miðaldra og eldri einstaklinga með nýjum aðferðum sem taka
bæði til hefðbundinna og nýrra áhættuþátta og næmum aðferðum
við greiningu æðakölkunar. Ómskoðanir af hálsslagæðum hafa
þann kost að vera ódýrar og hættulausar í framkvæmd en hafa
jafnframt sterkt forspárgildi um æðakölkunarsjúkdóm í kransæð-
um.53 Með þessari rannsókn má bæta hefðbundið áhættumat með
áhættureiknivél og finna þá einstaklinga sem eru einkennalausir
og teljast með lága áhættu samkvæmt hefðbundnu mati. Annar
veigamikill þáttur í forvörnum næstu áratuga verður að draga úr
offitu og sykursýki af hennar völdum.
Við erum langt frá því að ná lýðheilsumarkmiðum í neyslu
grænmetis og ávaxta og þurfum að bæta okkur verulega þar.54
Sömuleiðis er óhófleg sykurneysla Íslendinga mikið áhyggju-
efni sem verður að bregðast við með lýðgrunduðum inngripum.
Þannig eru helstu áhersluatriði í forvörnum hjarta- og æðasjúk-
dóma að nokkru leyti önnur en þau hafa verið á undanförnum ára-
tugum. Til þess að ná árangri í forvarnaraðgerðum er nauðsynlegt
Mynd 8. Þróun dauðsfalla vegna
kransæðasjúkdóma reiknað út frá þremur
mismunandi forsendum. Í fyrsta lagi: ef
þróun síðustu þriggja áratuga heldur áfram
óbreytt mun draga verulega úr fækkun
dauðsfalla sem skýrist af öldrun þjóðarinn-
ar. Í öðru lagi: ef gert er ráð fyrir að þróun
áhættuþáttanna haldi áfram með sama
hætti og síðustu 5 árin (2006-2010) þá
mun dauðsföllum vegna kransæðasjúkdóma
fjölga á ný, fyrst og fremst vegna aukningar
í offitu og sykursýki ásamt öldrun þjóðar-
innar. Í þriðja lagi: ef við göngum út frá því
að raunhæfum markmiðum verði náð með
bætingu helstu áhættuþátta fram til ársins
2040, þá mun verða lækkun í dánartíðni
vegna kransæðasjúkdóma.
Y F I R L I T S G R E I N