Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.2017, Page 23

Læknablaðið - 01.10.2017, Page 23
LÆKNAblaðið 2017/103 423 Inngangur Beinbrot hafa verið algengt vandamál á Íslandi eins og á hinum Norðurlöndunum. Algengi og nýgengi beinbrota hafði lítið ver- ið kannað þar til Hjartavernd hóf rannsóknir sínar. Framskyggu rannsókn Hjartaverndar á stórum hópi miðaldra karla og kvenna sem fylgt var eftir í meira en 25 ár gaf möguleika á að kanna nýgengi allra beinbrota í hópnum í ljósi aðgengilegra gagna frá sjúkrahúsum landsins. Í þessu yfirliti höfum við tekið saman nokkur atriði úr nýlega birtum vísindagreinum frá Hjartavernd sem fjalla um faralds- fræði beinbrota í hópnum. 1–3 Upplýsingar hafa síðan verið nýttar til að reikna út áhættu á beinbrotum, sérstaklega meiriháttar bein- þynningarbrotum í mismunandi aldurshópum karla og kvenna. Fjórar helstu gerðir meiriháttar beinþynningarbrota eru fjærendi framhandleggs, nærendi upphandleggs, klínísk hryggsúlubrot og mjaðmarbrot (nærendi lærleggs), og eru þau talin valda um 90% af heildarbyrði allra beinþynningarbrota. 4,5 Upplýsingarnar voru einnig nýttar til að þróa alþjóðlegan áhættureikni fyrir Ísland, FRAX Ísland. Áhættureiknirinn nær annarsvegar til áhættu á einhverju meiriháttar beinþynningar- broti og hinsvegar á mjaðmarbroti eingöngu á næstu 10 árum.6,7 Á síðustu árum hafa birst nokkrar greinar í vísindatímaritinu Osteoporosis International um faraldsfræði beinbrota á Íslandi, byggðar á hóprann- sóknum Hjartaverndar. Við höfum tekið saman nokkur atriði úr þessum vísindagreinum og fylgiskjölum þeirra með áherslu á meiriháttar bein- þynningarbrot (framhandleggsbrot, upphandleggsbrot, hryggsúlubrot og mjaðmarbrot). Þessi fjögur brot eru talin valda um 90% af heildarbyrði allra beinþynningarbrota. Nýgengistölur þessara beinbrota í Hjartavernd- arhópnum mynda grunn að notkun alþjóðlegs áhættureiknis, FRAX Ísland, fyrir Íslendinga 40-90 ára og spá fyrir um líkur á meiriháttar beinbroti næstu 10 árin. Þessi áhættureiknir var opnaður á veraldarvefnum árið 2013. Sérstaklega bendum við á mikilvægi fyrri beinbrotasögu þar sem tæp 40% allra meiriháttar beinþynningarbrota verða í kjölfar fyrsta brots síðar á ævinni samkvæmt gögnum Hjartaverndar. Niðurstöðurnar benda á mik- ilvægi tímalengdar frá broti þar sem mesta áhættan á að fá síðar brot er á fyrstu tveimur árunum eftir brot enda þótt aukin áhætta haldist næstu 20 árin. Þetta bendir því til mikilvægis forvarna strax eftir fyrsta beinbrot, sérstaklega meðal aldraðra. Rannsóknirnar gefa góða heildarsýn yfir beinbrot á Íslandi í samanburði við erlendar rannsóknir og sýna að aldurs- staðlað nýgengi alvarlegustu brotanna, mjaðmarbrotanna, náði hámarki um aldamótin en lækkaði til 2008 meðal kvenna, svipað og lýst hefur verið í Svíþjóð og Danmörku. Úr gögnum Hjartaverndar: Nokkur atriði um faraldsfræði og áhættumat beinbrota á Íslandi Gunnar Sigurðsson1 læknir, Kristín Siggeirsdóttir1,2 iðjuþjálfi, Brynjólfur Y. Jónsson3 læknir, Brynjólfur Mogensen4 læknir, Elías F. Guðmundsson1 faraldsfræðingur, Thor Aspelund1,5 tölfræðingur, Vilmundur Guðnason1,5 læknir Jafnframt hafa gögnin verið nýtt til að kanna áhættu á seinni brotum og undirstrika niðurstöðurnar mikilvægi forvarna strax eftir fyrsta meiriháttar beinþynningarbrot. Faraldsfræði Öll beinbrot þátttakenda í hóprannsókn Hjartaverndar 1967-1991 hafa verið skráð, frá þeim tíma þegar þátttaka þeirra hófst. Þátt- takendur voru fæddir 1907-1935 og þeir yngstu voru því 35 ára við komu þeirra í rannsóknina, meðalaldur 52 ár. Alls náði rannsókn- in til 18872 einstaklinga, 9113 karla og 9756 kvenna. Þessi hópur var um 34% allra landsmanna sem fæddir voru á úrtökutímabil- inu 1907-1935. Við teljum því að hópurinn endurspegli allvel Ís- lendinga í þessum aldurshópi. Hópnum var fylgt eftir til ársloka 2008 og var miðgildi eftir- fylgnitímans um 26,5 ár. Öll beinbrot voru staðfest með röntgen- myndum og skráð samkvæmt ICD10 kóðum (ICD9 kóðar sam- ræmdir samkvæmt viðurkenndum reglum), úr gögnum allra deilda spítalanna þriggja í Reykjavík, og að auki voru upplýsingar fengnar frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, Sjúkrahúsinu á Akranesi og röntgendeild Domus Medica. Reynt var að skrá brot- in eftir lýsingum á aðstæðum, t.d. hvort viðkomandi brotnaði við fall úr uppréttri stöðu eða minna (lágorkubrot).1 Tafla I sýnir heildarfjölda brota og brotinna einstaklinga í hópnum. Hver kona hlaut að meðaltali 2,3 brot en hver karl 1,7 brot eftir 34 ára aldur og næsta aldarfjórðung. Til meiriháttar beinþynningarbrota voru talin framhandleggs- brot (fjærendi), upphandleggsbrot (nærendi), klínísk hryggsúlu- R A N N S Ó K N Á G R I P 1Hjartavernd, 2Janus endurhæfing, 3Lækning 4Landspítalinn 5Háskóli Íslands Fyrirspurnum svarar Gunnar Sigurðsson, gunnars@hjarta.is https://doi.org/10.17992/lbl.2017.10.154 Greinin barst blaðinu 22. maí 2017, samþykkt til birtingar 1. september 2017. nýtt á góðu verði SAMHEITALYF Notkunarsvið: Háþrýstingur, hjartaöng, hjartsláttartruflanir, hjartsláttarónot vegna starfræns hjartasjúkdóms, fyrirbyggjandi meðferð til að koma í veg fyrir dauðsföll af völdum hjartastopps og endurtekið drep eftir brátt hjartadrep, fyrirbyggjandi meðferð við mígreni, stöðug, langvinn hjartabilun með einkennum og skertri slagbilsvirkni í vinstri slegli. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu, öðrum beta-blokkum eða einhverju hjálparefna lyfsins. Óstöðug hjartabilun sem ekki hefur tekist að meðhöndla, samfelld eða slitrótt meðferð með beta-viðtakaörvum til að auka samdráttarhæfni hjartans, hægsláttur eða lágþrýstingur með einkennum, grunur um brátt hjartadrep og hjartsláttartíðni <45 slög/mín., PQ bil >0,24 sek. eða slagbilsþrýstingur <100 mmHg. Þegar um hjartabilun er að ræða skal endurmeta sjúklinga með endurtekinn slagbilsþrýsting undir 100 mmHg í liggjandi stöðu áður en meðferð er hafin. Hjartalost, gáttasleglarof af annarri og þriðju gráðu, heilkenni sjúks sínushnútar (að því gefnu að ekki sé varanlegur gangráður til staðar), alvarlegur sjúkdómur í útæðum ásamt hættu á drepi í holdi. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is. Markaðsleyfishafi er KRKA, d.d., Novo mesto. Umboðsaðili er LYFIS ehf. Sími: 534-3500, netfang: lyfis@lyfis.is. SmPC: Maí 2017. Ekki viss hvort metoprolol henti? 30 stk. einnig pakkningar Bloxazoc metoprolol succinat forðatöflur metoprolol verkun allan sólarhringinn Einn skammtur á dag... 25 mg, 50 mg, 100 mg og 200 mg - 100 forðatöflur 25 mg, 50 mg og 100 mg - 30 forðatöflur Athugið mismunandi rithátt styrkleika milli sérlyfja, ýmist ritað sem magn succinat salts eða tartarat salts. Bloxazoc inniheldur metoprolol succinat en styrkleikinn gefinn upp sem samsvarandi magn metoprolol tartarats. Nánari upplýsingar veittar hjá LYFIS í síma 534 3500 eða á lyfis@lyfis.is.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.