Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2017, Síða 24

Læknablaðið - 01.10.2017, Síða 24
424 LÆKNAblaðið 2017/103 brot og mjaðmarbrot (nærendi lærleggs). Alls urðu þessi brot 7695 eða 53% allra brota, þar af voru konur 76,5% og karlar 23,5%. 88,3% þessara brota féllu undir lágorkubrot. Mynd 1 sýnir meðal heildarnýgengi þessara fjögurra brota hjá báðum kynjum. Þessum brotastöðum er það sameiginlegt að innihalda verulegt magn af frauðbeini sem hefur hraðari umsetningu en skelbein sem meira er af annarsstaðar í útlimabeinum. Áður birtar niðurstöður okkar um öll beinbrot meðal karla sýndu hátt hlutfall háorkubrota.8 Mynd 1. sýnir verulegan kynjamun eftir brotagerðum. Þannig eru framhandleggsbrot nærri fimmfalt algengari meðal kvenna en karla og vex tíðnin mjög snögglega samfara breytingaskeiði kvenna. Meðal karla er aukningin með aldri á framhandleggs- brotum mun hægari. Hryggsúlubrot reyndust mun oftar háorku- brot meðal karla en kvenna, einkum yngri karla, og fjölgar eftir 65 ára aldurinn. Mjaðmarbrotum fjölgar hinsvegar fyrst verulega eftir sjötugt. Flest mjaðmarbrot meðal beggja kynja voru við fall á jafnsléttu. Jafnframt var árlegur heildarfjöldi hvers brots áætlaður útfrá nýgengi brota og mannfjöldatölum á Íslandi 2008 (35 ára og eldri) við lok eftirfylgnitímans. Einnig var fjöldi lágorkubrota metinn. Tafla II sýnir áætlaðan fjölda þessara fjögurra brota á árinu 2008 fyrir allt Ísland reiknaður útfrá brotagagnagrunni Hjartaverndar. Mjaðmargrindarbrot mætti einnig telja til alvarlegra beinþynn- ingarbrota en þau urðu alls um 90 talsins á árinu 2008. Þessi brot hafa hátt kynjahlutfall, eða fjórar konur brotna fyrir hvern karl. Athyglisvert er að aldur við fyrsta meiriháttar beinþynningarbrot R A N N S Ó K N Tafla II. Áætlaður fjöldi meiriháttar beinþynningarbrota á Íslandi árið 2008, framhandleggsbrot, upphandleggsbrot, hryggsúlubrot og mjaðmarbrot, 35 ára og eldri. Konur Karlar Samtals Heildarfjöldi 1156 (76,7%) 351 (23,3%) 1507 Lágorkubrot 1051 (79,0%) 280 (21,0%) 1331 Tafla III Meðalaldur við fyrsta meiriháttar beinþynningarbrot eftir kynjum og staðalfrávik (ár). Beinbrot Konur Karlar Framhandleggur 66.9 (9.7) 67.7 (10.6) Upphandleggur nærendi 69.9 (10) 69 (10.8) Hryggur 71.6 (9.8) 71.1 (11.1) Mjöðm 76.9 (9.3) 77.7 (9.2) Tafla I. Heildarfjöldi beinbrota og brotinna einstaklinga í hópnum á 26,5 ára eftirfylgnitíma. Fjöldi einstaklinga Brotnir einstaklingar Fjöldi beinbrota Lágorkubrot Konur 9756 4526 (46,4%) 10251 89,4% Karlar 9116 2403 (26,4%) 4201 72,8% Mynd 1. Árlegt meðal nýgengi fjögurra meiriháttar beinþynningar- brota í Hjarta- verndarhópnum hjá einstakling- um 35 ára og eldri.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.