Læknablaðið - 01.10.2017, Qupperneq 25
LÆKNAblaðið 2017/103 425
var mjög svipaður meðal beggja kynja (sjá töflu III) en vert er að
hafa í huga að þátttakendur rannsóknarinnar voru 35 ára og eldri
við upphaf hennar.
Nýgengi mjaðmarbrota í rannsóknarhópnum var borið saman
við nokkrar sambærilegar erlendar rannsóknir þar sem eingöngu
er stuðst við fyrsta brot í lærleggshálsi (61%, S72,0) eða á lærhnútu-
svæði (36%, S72,1). Slíkur samanburður er þó oft erfiður þar sem
efniviður og skilgreining brota (fyrsta brot eða öll brot) er oft á
tíðum mismunandi. Hinsvegar voru neðan lærhnútubrotin (S72,2)
3,6% og oftar tengd háorku en hinar brotagerðirnar.
Mynd 2 sýnir samanburð við Svíþjóð (Málmey),9 Noreg (Norð-
ur-Þrændalög),10 England og Wales11 og Bandaríkin (Minnesota).12
Tíðni mjaðmarbrota á Íslandi meðal kvenna var mjög svipuð og
í Svíþjóð, Noregi og Minnesota og Skotlandi13 en talsvert hærri en
í Englandi og Wales. Hærri tíðni hefur verið birt frá Osló14 en sú
rannsókn byggði á annarri skilgreiningu þar sem seinni brot eru
talin með. Meðal karla var mjaðmarbrotatíðnin svipuð í þessum
rannsóknum nema nokkru hærri meðal sænskra karla en sú rann-
sókn byggði á tveggja ára tímabili þar sem Hjartaverndarrann-
sóknin byggir á 26 ára tímabili, sem ætti að minnka mismun milli
ára. Brotatíðni karla í Englandi og Wales var nokkru lægri eins og
meðal kvenna þarlendis.
Mjaðmarbrotatíðnin virðist þó greinilega lægri meðal Suður-
Evrópuþjóða samkvæmt birtum niðurstöðum.15 Við slíkan saman-
burð er þó einnig vert að hafa í huga það tímabil sem rannsóknin
náði yfir. Hjartaverndarrannsóknin bendir til að tíðni mjaðmar-
brota meðal íslenskra kvenna í aldurshópi 70-85 ára hafi náð há-
marki um síðustu aldamót en hafi síðan farið lækkandi allt til
ársins 2008. Tíðni slíkra brota meðal íslenskra karla virðist hins-
vegar hafa náð hámarki upp úr aldamótum og haldist óbreytt til
ársins 2008, sjá mynd 3.
Þannig hefur kynjahlutfallið lækkað úr 2,6 niður í 1,7. Svipuð-
um breytingum í tíðni mjaðmarbrota hefur verið lýst í Svíþjóð.16,17
Í Danmörku virðist tíðnin hinsvegar hafa lækkað hjá báðum kynj-
um frá aldamótum.17,18 Skýringar á þessu kunna að vera marg-
víslegar.17,18 Hinsvegar hefur samtímis verið lýst hækkandi tíðni
mjaðmarbrota í Austurlöndum.19 Það er því vissulega mikilvægt að
halda áfram rannsóknum á brotatíðni hérlendis og leita skýringa
á breytingum á tíðni.
Mjaðmarbrot eru vissulega alvarlegasta beinþynningarbrotið.
Dánarlíkur þessa hóps á fyrsta ári eftir mjaðmarbrot (og aðgerð)
eru verulega auknar. Þetta hefur meðal annars verið kannað á Ís-
landi.20 Ólifuð ár (life expectancy) þessa hóps hafa hinsvegar minna
verið könnuð. Í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar 2002-2006 var
hópnum, (5764 karlar og konur, 66-96 ára) fylgt eftir í 7,2 ár (mið-
gildi) og öll mjaðmarbrot skráð, þar af alls 446 fyrstu brot, svo og
öll dauðsföll. Út frá þessu hefur lifun í brotahópnum verið borin
saman við óbrotna hópinn. Lifun mjaðmarbrotahópsins reyndist
verulega skemmri, og mismunandi eftir aldri við brot. Ef brotið
varð um 75 ára aldurinn var lifun 6 árum skemmri að meðaltali
meðal brotinna karla og tæplega 5 árum skemmri meðal brotinna
kvenna í samanburði við óbrotna hópinn. Þetta jafngildir fækkun
ólifaðra ára um nær helming meðal karla (6/12 ár) og um þriðjung
meðal kvenna (5/14,5 ár) samanborið við óbrotna hópinn. Tölurn-
ar eru svipaðar og lýst hefur verið í rannsókn frá Danmörku.21
Á eftirfylgnitímabilinu hlutu 13% brotahópsins annað mjaðmar-
brot hinum megin sem er vissulega hátt áhættuhlutfall en svipað
og lýst hefur verið í norskri rannsókn.22 Mjaðmarbrotahópurinn
þarfnast því sérstakrar meðferðar og eftirlits, ekki aðeins fyrsta
árið eftir brot (óbirtar niðurstöður Hjartaverndar, byggt á „illness
death model and expected remaining years “).
R A N N S Ó K N
Mynd 2. Samanburður á nýgengi mjaðmarbrota eftir aldri og kyni frá Reykjavík, Mál-
mey, Minnesota, Englandi og Wales og Norður-Þrændalögum (eingöngu konur).1
N
ýg
en
gi
/1
00
0/
ár
N
ýg
en
gi
/1
00
0/
ár
Konur
Karlar
Mynd 3. Samanburður á nýgengi fyrsta mjaðmarbrots í Hjartaverndarhópnum 70-85
ára eftir fimm fjögurra ára tímabilum, 1989-2008. Konur efri lína, karlar neðri lína.
Ósamfellda línan endurspeglar aldursstaðlað meðalnýgengi á tímabilinu.1
N
ýg
en
gi
/1
00
.0
00
/á
r
Mjaðmarbrot