Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.2017, Page 31

Læknablaðið - 01.10.2017, Page 31
LÆKNAblaðið 2017/103 431 Rannsóknarhópurinn Af 5764 þátttakendum í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar höfðu 5706 gefið leyfi fyrir notkun sinna gagna við úrvinnslu og miða útreikningar og niðurstöður við þann fjölda. Fjöldi karla var 2419 (42,4%) og fjöldi kvenna 3287 (57,6%). Við upphaf Öldrunarrann- sóknarinnar var aldur þátttakenda á bilinu 66 upp í 98 ár og meðal- aldurinn var 77,0 ± 5,9 ár. Ekki var marktækur munur á meðalaldri karla (77,0 ± 5,7 ár) og kvenna (77,0 ± 6,0 ár) við upphaf rannsóknar (p=0,84). Einstaklingunum var skipt í 5 aldurshópa út frá aldri við upphaf rannsóknar þ.e ≤69, 70-74, 75-79, 80-84 og ≥85 ára. Tölfræðileg úrvinnsla Eftirfylgnitími rannsóknarhópsins fyrir hjartabilun var reiknaður í árum frá komudegi þeirra í Öldrunarrannsóknina til hjartabilun- argreiningar, dánardags eða 28.2.2010 eftir því hvert átti sér stað fyrst. Ævialgengi (lifetime prevalence) hjartabilunar var reiknað út frá fjölda þeirra einstaklinga í rannsóknarhópnum sem greinst höfðu með hjartabilun fyrir upphaf eftirfylgnitíma samkvæmt sjúkraskrám. Þar sem þátttaka einstaklinganna í Öldrunarrann- sókninni hófst á mismunandi tíma, yfir fjögurra ára tímabil, mið- ast algengið við árið 2004. Nýgengi hjartabilunar var reiknað út frá fjölda þeirra einstaklinga sem greindir voru með hjartabilun á eftirfylgnitíma og höfðu ekki verið greindir með hjartabilun áður samkvæmt sjúkraskrám. Notuð var Poisson-aðhvarfsgreining við útreikningana. Langtímalifun þessa sama hóps var metin með að- ferð Kaplan-Meier og samanburður á lifun hópa var gerður með Cox-líkani þar sem leiðrétt var fyrir kyni og aldri við greiningu. Við samanburð á lifun karla og kvenna voru notaðar lifunartöfl- ur til að meta fjölda dauðsfalla í hjartabilunarhópi umfram það sem er í sambærilegum hópi í almennu þýði. Því er um að ræða hlutfallslega lifun (relative survival). Viðmiðunarupplýsingar fyr- ir íslenskt þýði sem notaðar voru má finna á vefsíðunni http:// www.mortality.org. Samanburðurinn var gerður með Poisson-að- hvarfsgreiningu. Að lokum voru lífslíkur þeirra sem greindir voru með hjartabilun bornar saman við lífslíkur þeirra sem ekki voru greindir með hjartabilun á sama aldri með svokölluðu illness-death líkani. Eftirfylgni var frá greiningu hjartabilunar að dánardegi eða 31.03.2016 eftir því hvort átti sér stað fyrr, nema fyrir samanburð á lifun karla og kvenna en þá miðast eftirfylgni við lok árs 2013. Við samanburð tveggja hópa með samfelldum breytum var t-próf notað og við samanburð með flokkabreytum var kí-kvaðrat próf notað. Tölfræðiúrvinnsla var unnin í tölfræðiforritinu R, útgáfu 3.1.3, og Stata 13.17,18 Tölfræðileg marktekt miðast við p-gildi <0,05. Allir þátttakendur gáfu skriflegt, upplýst samþykki. Rannsókn- in var samþykkt af Vísindasiðanefnd (VSN: 00–063) og Persónu- vernd (2002050228 MS/--). Niðurstöður Hjartabilunartilvik Í heild voru 774 hjartabilunartilvik til skoðunar. Af þessum tilvik- um áttu 207 sér stað fyrir eftirfylgnitímann og 567 á eftirfylgni- tímanum. Af þessum 567 tilvikum frá eftirfylgnitímanum lágu R A N N S Ó K N Tafla I. Dreifing allra hjartabilunartilvika á eftirfylgnitíma eftir tegund hjartabilunar og kyni einstaklinganna. Tegund hjartabilunar Kyn Fjöldi (n=567) HFrEF 214 Karlar 144 (67,3%) Konur 70 (32,7%) HFpEF 228 Karlar 96 (42,1%) Konur 132 (57,9%) Hjartabilun án frekari skilgreiningar 125 Karlar 63 (50,4%) Konur 62 (49,6%) HFrEF = hjartabilun með minnkuðu útstreymisbroti, HFpEF = hjartabilun með varðveittu útstreymisbroti Mynd 3. Súlurit sem sýnir muninn á nýgengi allra hjarta- bilunartilvika, skipt niður eftir aldri við komu í Öldrunar- rannsókn og kyni ásamt 95% öryggisbili.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.