Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.10.2017, Qupperneq 31

Læknablaðið - 01.10.2017, Qupperneq 31
LÆKNAblaðið 2017/103 431 Rannsóknarhópurinn Af 5764 þátttakendum í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar höfðu 5706 gefið leyfi fyrir notkun sinna gagna við úrvinnslu og miða útreikningar og niðurstöður við þann fjölda. Fjöldi karla var 2419 (42,4%) og fjöldi kvenna 3287 (57,6%). Við upphaf Öldrunarrann- sóknarinnar var aldur þátttakenda á bilinu 66 upp í 98 ár og meðal- aldurinn var 77,0 ± 5,9 ár. Ekki var marktækur munur á meðalaldri karla (77,0 ± 5,7 ár) og kvenna (77,0 ± 6,0 ár) við upphaf rannsóknar (p=0,84). Einstaklingunum var skipt í 5 aldurshópa út frá aldri við upphaf rannsóknar þ.e ≤69, 70-74, 75-79, 80-84 og ≥85 ára. Tölfræðileg úrvinnsla Eftirfylgnitími rannsóknarhópsins fyrir hjartabilun var reiknaður í árum frá komudegi þeirra í Öldrunarrannsóknina til hjartabilun- argreiningar, dánardags eða 28.2.2010 eftir því hvert átti sér stað fyrst. Ævialgengi (lifetime prevalence) hjartabilunar var reiknað út frá fjölda þeirra einstaklinga í rannsóknarhópnum sem greinst höfðu með hjartabilun fyrir upphaf eftirfylgnitíma samkvæmt sjúkraskrám. Þar sem þátttaka einstaklinganna í Öldrunarrann- sókninni hófst á mismunandi tíma, yfir fjögurra ára tímabil, mið- ast algengið við árið 2004. Nýgengi hjartabilunar var reiknað út frá fjölda þeirra einstaklinga sem greindir voru með hjartabilun á eftirfylgnitíma og höfðu ekki verið greindir með hjartabilun áður samkvæmt sjúkraskrám. Notuð var Poisson-aðhvarfsgreining við útreikningana. Langtímalifun þessa sama hóps var metin með að- ferð Kaplan-Meier og samanburður á lifun hópa var gerður með Cox-líkani þar sem leiðrétt var fyrir kyni og aldri við greiningu. Við samanburð á lifun karla og kvenna voru notaðar lifunartöfl- ur til að meta fjölda dauðsfalla í hjartabilunarhópi umfram það sem er í sambærilegum hópi í almennu þýði. Því er um að ræða hlutfallslega lifun (relative survival). Viðmiðunarupplýsingar fyr- ir íslenskt þýði sem notaðar voru má finna á vefsíðunni http:// www.mortality.org. Samanburðurinn var gerður með Poisson-að- hvarfsgreiningu. Að lokum voru lífslíkur þeirra sem greindir voru með hjartabilun bornar saman við lífslíkur þeirra sem ekki voru greindir með hjartabilun á sama aldri með svokölluðu illness-death líkani. Eftirfylgni var frá greiningu hjartabilunar að dánardegi eða 31.03.2016 eftir því hvort átti sér stað fyrr, nema fyrir samanburð á lifun karla og kvenna en þá miðast eftirfylgni við lok árs 2013. Við samanburð tveggja hópa með samfelldum breytum var t-próf notað og við samanburð með flokkabreytum var kí-kvaðrat próf notað. Tölfræðiúrvinnsla var unnin í tölfræðiforritinu R, útgáfu 3.1.3, og Stata 13.17,18 Tölfræðileg marktekt miðast við p-gildi <0,05. Allir þátttakendur gáfu skriflegt, upplýst samþykki. Rannsókn- in var samþykkt af Vísindasiðanefnd (VSN: 00–063) og Persónu- vernd (2002050228 MS/--). Niðurstöður Hjartabilunartilvik Í heild voru 774 hjartabilunartilvik til skoðunar. Af þessum tilvik- um áttu 207 sér stað fyrir eftirfylgnitímann og 567 á eftirfylgni- tímanum. Af þessum 567 tilvikum frá eftirfylgnitímanum lágu R A N N S Ó K N Tafla I. Dreifing allra hjartabilunartilvika á eftirfylgnitíma eftir tegund hjartabilunar og kyni einstaklinganna. Tegund hjartabilunar Kyn Fjöldi (n=567) HFrEF 214 Karlar 144 (67,3%) Konur 70 (32,7%) HFpEF 228 Karlar 96 (42,1%) Konur 132 (57,9%) Hjartabilun án frekari skilgreiningar 125 Karlar 63 (50,4%) Konur 62 (49,6%) HFrEF = hjartabilun með minnkuðu útstreymisbroti, HFpEF = hjartabilun með varðveittu útstreymisbroti Mynd 3. Súlurit sem sýnir muninn á nýgengi allra hjarta- bilunartilvika, skipt niður eftir aldri við komu í Öldrunar- rannsókn og kyni ásamt 95% öryggisbili.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.