Læknablaðið - 01.10.2017, Síða 32
fyrir upplýsingar um útstreymisbrot í 442 (78,0%) tilvikum og út
frá þeim upplýsingum töldust 214 einstaklingar hafa HFrEF og
228 HFpEF. Þeir 125 einstaklingar sem ekki höfðu gengist undir
hjartaómskoðun töldust hafa hjartabilun án frekari skilgreiningar.
Nánari útlistun á þeim hjartabilunartilvikum sem áttu sér stað
á eftirfylgnitíma má sjá í töflu I. Fjöldi karla sem greindist með
hjartabilun var 303 (53,4%) en fjöldi kvenna 264 (46,6%). Marktækt
fleiri karlar greindust með HFrEF (p<0,001) en marktækt fleiri
konur greindust með HFpEF (p=0,001). Meðalaldur hópsins sem
greindist með hjartabilun á eftirfylgnitíma var marktækt hærri
við upphaf Öldrunarrannsóknarinnar (80,1 ± 5,9 ár) en meðala-
ldur þeirra sem ekki greindust með hjartabilun á eftirfylgnitíma
(76,7 ± 5,8) (p<0,001).
Algengi hjartabilunar
Við upphaf eftirfylgnitíma höfðu 207 af 5706 þátttakendum ein-
hvern tímann greinst með hjartabilun og var ævialgengi hjarta-
bilunar metið út frá þeim hópi. Af þessum 207 einstaklingum voru
118 (57,0%) karlar og 89 (43,0%) konur. Meðalaldur þessa hóps við
upphaf Öldrunarrannsóknarinnar (80,2 ± 6,1 ár) var marktækt
hærri en meðalaldur þeirra sem ekki höfðu greinst með hjarta-
bilun fyrir upphaf eftirfylgnitíma (76,9 ± 5,8 ár) (p<0,001). Algengi
hjartabilunar mældist 3,6% í heildina og var marktækt hærra hjá
körlum (4,9%) en konum (2,7%) (p<0,001). Algengið var einnig
kannað með tilliti til skiptingar í aldurshópa og innan aldurshópa
með tilliti til kynjaskiptingar en niðurstöðurnar má sjá á mynd 2.
Í heildina jókst algengi hjartabilunar eftir því sem aldur einstak-
linganna hækkaði auk þess sem algengið mældist hærra hjá körl-
um en konum innan hvers aldurshóps.
432 LÆKNAblaðið 2017/103
R A N N S Ó K N
Mynd 4. Súlurit sem sýnir
muninn á nýgengi HFrEF,
skipt niður eftir aldri við komu
í Öldrunarrannsókn og kyni
ásamt 95% öryggisbili.
Mynd 5. Súlurit sem sýnir
muninn á nýgengi HFpEF, skipt
niður eftir aldri við komu í Öldr-
unarrannsókn og kyni ásamt
95% öryggisbili.