Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.10.2017, Side 33

Læknablaðið - 01.10.2017, Side 33
LÆKNAblaðið 2017/103 433 R A N N S Ó K N Nýgengi hjartabilunar Af þeim 567 einstaklingum sem greindust með hjartabilun á eftir- fylgnitímanum höfðu 466 ekki verið greindir með hjartabilun áður, 244 (52,4%) karlar og 222 (47,6%) konur. Voru hjartabilunartilvik þessara einstaklinga því nýtt við útreikninga nýgengis. Nýgeng- ið var kannað með tilliti til aldurs- og kynjaskiptingar auk þess sem það var kannað með tilliti til skiptingar í HFrEF og HFpEF. Í heildina mældist nýgengi hjartabilunar 16,2 tilvik á 1000 mann- ár og reyndist það marktækt hærra hjá körlum (20,9 tilvik á 1000 mannár) en konum (12,9 tilvik á 1000 mannár) (p<0,001). Mynd 3 sýnir muninn á nýgengi allra hjartabilunartilvika, óháð skiptingu í HFrEF og HFpEF, eftir aldri við komu í Öldrunarrannsókn og kyni. Nýgengi HFrEF var 6,1 tilvik á 1000 mannár og reyndist það því mjög sambærilegt við nýgengi HFpEF sem var 6,8 tilvik á 1000 mannár. Nýgengi HFrEF var marktækt hærra hjá körlum (10,0 til- vik á 1000 mannár) en konum (3,4 tilvik á 1000 mannár) (p<0,001) en enginn marktækur munur var á nýgengi HFpEF hjá körlum (7,1 tilvik á 1000 mannár) og konum (6,6 tilvik á 1000 mannár) (p=0,62). Myndir 4 og 5 sýna muninn á nýgengi HFrEF og HFpEF eftir aldri við komu í Öldrunarrannsókn og kyni. Í öllum tilvikum jókst ný- gengi hjartabilunar með hækkandi aldri. Þegar litið er á öll hjarta- bilunartilvik sem lágu til grundvallar nýgengisútreikningum og þegar litið er eingöngu á HFrEF tilvikin, er nýgengi karla hærra en nýgengi kvenna í öllum aldurshópum. Aftur á móti reyndist ný- gengi HFpEF vera mjög sambærilegt hjá körlum og konum innan hvers aldurshóps. Langtímalifun hjartabilunarsjúklinga Eftir að leiðrétt hafði verið fyrir aldri við greiningu reyndist fimm ára lifun hjartabilunarsjúklinga vera 32,5% (öryggismörk: 28,8%- 36,3%) og miðgildi lifunar var 2,87 ár. Sérstaklega var kannað hvort munur, umfram það sem er í almennu þýði, væri á lang- tímalifun karla og kvenna sem greindust með hjartabilun og hvort munur væri á langtímalifun þeirra sem greindust með HFrEF og þeirra sem greindust með HFpEF. Eftir að leiðrétt hafði verið fyrir aldri var 5 ára lifun kvenna 37,0% (öryggismörk: 31,5%-42,5%) og 5 ára lifun karla var 28,4% (öryggismörk: 23,6%-33,4%). Þegar notast er við hlutfallslega lifun, samanber tölfræðilega úrvinnslu hér að ofan, er ekki tölfræðilega marktækur munur á 5 ára lifun kynjanna (p=0,46). Leiðrétt Kaplan-Meier graf sem sýnir langtímalifun karla Tafla II. Samanburður á algengustu undirliggjandi sjúkdómum hjartabilunar eftir tegund hjartabilunar. Heildarfjöldi (n=567) HFrEF (n=214) HFpEF (n=228) p-gildi Kransæðasjúkdómur 57,1% 72,9% 45,2% <0,001 Háþrýstingur 33,5% 20,6% 40,8% <0,001 Gáttatif 29,1% 22,0% 35,1% 0,003 Ósæðarlokukalk >500 26,8% 26,6% 27,6% 0,814 Ósæðarlokuþrengsli 14,5% 15,4% 19,7% 0,287 Sykursýki 2 9,5% 7,5% 11,8% 0,170 Nýrnabilun 8,3% 6,1% 9,6% 0,225 Míturlokuleki 5,8% 7,5% 7,0% 0,998 Langvinn lungnateppa 3,0% 1,9% 2,6% 0,827 Hjartavöðvakvilli* 2,3% 4,2% 1,3% 0,115 HFrEF = hjartabilun með minnkuðu útstreymisbroti, HFpEF = hjartabilun með varðveittu útstreymisbroti *Undir hjartavöðvakvilla flokkast útvíkkunarhjartavöðvakvilli (dilated cardiomyopathy), ofþykktarhjartavöðvakvilli (hypertrophic cardiomyopathy) og hjartavöðvakvilli með innrennslishindrun (restrictive cardiomyopathy). Mynd 6. Kaplan-Meier graf sem sýnir langtímalifun karla og kvenna sem greindust með hjartabilun eftir að búið var að leiðrétta fyrir aldri. Mynd 7. Samanburður á lífslíkum karla sem greindir voru með hjartabilun og þeirra sem ekki voru greindir með hjartabilun. Grafið sýnir meðaltal ólifaðra ára eftir aldri einstaklingsins. Mynd 8. Samanburður á lífslíkum kvenna sem greindar voru með hjartabilun og þeirra sem ekki voru greindar með hjartabilun. Grafið sýnir meðaltal ólifaðra ára eftir aldri einstaklingsins.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.