Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.10.2017, Side 41

Læknablaðið - 01.10.2017, Side 41
LÆKNAblaðið 2017/103 441 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Margt hefur komið út úr þessu sam- starfi. Við John Danesh, ásamt fleirum, birtum meðal annars tímamótagrein í New England Journal of Medicine árið 2004 um þátt bólgu í greiningu hjartasjúkdóma („C-reactive protein and other circulating markters of inflammation in the prediction of coronary heart disease“). Til þess að sem mest verði úr þeim miklu gögnum sem við höfum safnað verða menn að kunna leiða saman hesta sína.“ Mikilvægt hlutverk heilsugæslunnar Hvert er stefnt í starfi Hjartaverndar nú? ,,Margt er framundan og forgangsverkefn- in mörg. En ég ætla að nefna eitt þeirra, sem ég tel leika lykilhlutverk í forvörnum og að nálgast fólk með undirliggjandi áhættuþætti hjartasjúkdóma. Það er að vinna með heilsugæslunni í frekara sam- starfi í þeim efnum. Leyfi hefur fengist til að stíga næstu skrefin í því ferli og við höfum góða reynslu af því að vinna með heilsugæslunni í fyrri verkefnum. Út úr gögnum Reykjavíkurrannsóknar- innar var þróaður ítarlegur áhættu- þáttareiknir sem var gerður aðgengilegur á netinu árið 2007. Hann hefur æ síðan mátt finna á vef Hjartaverndar, hjarta.is. Með honum er hægt að reikna út líkurnar á því að fá kransæðasjúkdóm á næstu tíu árum. Hann virkar vel til að finna þá sem eru í mestri áhættu en langflest áfallanna gerast í þeim sem hafa miðlungs eða lága áhættu enda mikill meirihluti einstak- linga í þeim hóp. Áföllin eru ekki bara hjartaáfall heldur einnig allar afleiðingar æðasjúkdóms eins og heilaáfall sem og aðgerðir vegna æðakölkunar eins og hjáveituaðgerðir og æðaútvíkkanir. Í dag eru tugþúsundir einstaklinga lifandi með afleiðingar æðasjúkdóms sem fræðilega séð eru fyrirbyggjanlegar. Greinilega þörf á nálgun sem finnur þá sem við missum af. Til að finna leiðir, var á vegum Hjarta- verndar hrundið af stað áhættuþátta- könnun sem stóð frá árinu 2006 til 2011. Hún fól meðal annars í sér ómskoðun á hálsslagæðum og náði til um sjö þúsund einstaklinga. Út frá niðurstöðum þessarar rannsóknar var útbúin ný reiknivél sem reiknar líkur á æðakölkun í einstaklingum með miðlungs eða lága áhættu. Fyrir þá sem eru í mikilli áhættu svínvirkar hefðbundni áhættuþáttareikn- irinn. Það sem við þurfum að gera er að reyna að ná til þeirra sem eru með lága eða miðlungsáhættu, því þeir geta verið með undirliggjandi sjúkdóma sem eru að þróast, án þess að auðvelt sé að greina þá. Þetta er fólkið sem fær klapp á bakið þegar það skoðar áhættuþætti sína og tel- ur sig öruggt. En þetta fólk getur engu að síður fengið áfall skyndilega og undirliggj- andi sjúkdómur getur verið að þróast.“ Uppfærði áhættuþáttareiknirinn var unninn í nánu samráði við heilsugæsluna. ,,Það er og hefur alltaf verið trú Hjarta- verndar að forvarnirnar ætti að efla á frumstigi. Við höfum verið að finna fólk með vísbendingar um æðakölkun í háls- slagæðum með skönnun. En ef maður skoðar áhættuþættina þá er þar oftast ekkert áþreifanlegt að finna. Við höfum skoðað aftur umtalsverðan hóp þeirra sem tóku þátt í Áhættu þáttakönnuninni, eða 2500 einstaklinga. Þar getum við séð „Við þurfum alltaf að hafa allar klær úti til að ná ár- angri. Þess vegna er mikilvægt að forgangsraða eftir bestu getu. Ég hef sérstakan áhuga á að efla ákveðna tegund rannsókna á hjartasjúkdómum sem miða að því að öðlast betri skilning á ógreindum vísbendingum um undirliggjandi sjúkdóma,“ segir Vilmundur Guðnason forstöðulæknir Hjartaverndar.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.