Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.2017, Page 46

Læknablaðið - 01.10.2017, Page 46
446 LÆKNAblaðið 2017/103 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Á fyrri hluta þessa árs aflaði fyrirtækið Manifesto gagna og vann úr þeim út- tekt og tillögur að úrbótum í stjórnun og skipulagi hjá Læknafélagi Íslands. Niðurstöðurnar voru kynntar á aðal- fundi Læknafélags Íslands í apríl og eru þær byggðar á markmiðum núverandi laga. Kristján Vigfússon, kennari og ráðgjafi í stefnumótun, segir í viðtali við Læknablaðið að meginniðurstöður hafi leitt í ljós óskir um meiri samstöðu og einfaldara skipulag. Viðtöl voru tekin við um 60 lækna, for- menn allra aðildarfélaga innan LÍ, fyrrum formenn og helstu aðila sem hafa sinnt félags- og starfskjaramálum lækna, meðal annars í samninganefndum. Greiningin fól í sér mat á núverandi stöðu og á mik- ilvægustu þáttum í starfsemi félagsins sem hugsanlega mætti breyta til að bæta skipulag og stjórnun. „Fyrst og fremst var mikill vilji meðal félagsmanna LÍ til að jafna valdahlutföll í félaginu. Læknarnir voru sammála um mikilvægi samstöðu og eflingar stéttarinnar og því ætti skipulag félags- ins að taka mið af þeim markmiðum,“ segir Kristján, en hugsunin með breyttu skipulagi skyldi einnig verða á þá leið að hún yrði skiljanleg öllum, bæði innan félagsins og gagnvart ríkisvaldi og öðrum hagsmunaaðilum. „Breytingar eiga að samræmast tilgangi og hlutverki félags- ins, stuðla að betri nýtingu á fjármunum, landsbyggðinni verði sinnt betur og sam- starf skrifstofu og stjórnar Læknafélags Íslands og aðildarfélaga verði auðveldara.“ Einnig hafi komið upp umræða um betri nýtingu á húsnæði LÍ í Hlíðasmára. Að- ildarfélögin gætu til dæmis verið þar með aðstöðu fyrir starfsmenn og fundaaðstöðu. Fækkun aðildarfélaga og þverfagleg samvinna Flestir voru sammála um að félagið skyldi áfram að sinna fag- og starfskjarahlutan- um með sambærilegum hætti og gert er í dag. „Það væri til dæmis hægt að vinna að því á skýrari hátt á skrifstofu LÍ hver myndi sinna hverju og þess vegna þurfti að einfalda skipulagið. Helsta breytingin sem lögð er til er sú að Læknafélag Íslands yrði áfram æðsta stofnun lækna og áfram yrði boðið uppá einstaklingsaðild að fé- laginu en aðildarfélögum sem nú skiptast í svæðisbundin félög og í sumum tilfellum sérgreinafélög yrði fækkað mjög mikið eða í 4 félög. Eftir breytingu yrði til aðildafélag almennra lækna, aðildarfélag stofulækna, aðildarfélag heimilislækna og loks aðildar- félag sjúkrahúslækna. Með þessu væri verið að jafna betur styrk og tekjur hvers félags en í dag eru sum aðildarfélaögin bara með örfáa meðlimi og litla sem enga „Samhugur um nýtt og einfaldara skipulag“ – segir Kristján Vigfússon ráðgjafi í stefnumótun Viðamiklar breytingatillögur liggja fyrir aðalfundi LÍ ■ ■ ■ Olga Björt Þórðardóttir

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.