Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.10.2017, Qupperneq 49

Læknablaðið - 01.10.2017, Qupperneq 49
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R LÆKNAblaðið 2017/103 449 Vinnufjarvera og veikindanærvera Eitt af hugtökum í vinnusálfræði er veik- indafjarvera og segir Ólafur tíðni slíkrar fjarveru vegna veikinda vera um 3-5% en ef hún aukist mikið þá geti það verið dýrt fyrir fyrirtæki. Annar hópur, jafn stór þessum, hafi verið rannsakaður á undan- förnum árum. Það er starfsfólk sem mætir til starfa en er þó ekki vinnufært. Þetta er kallað veikindanærvera. „Hugarástandið er þá þannig að viðkomandi virkar ekki. Við þekkjum þetta vel á Íslandi, förum til dæmis í vinnuna með flensueinkenni í 2-5 daga. En ef manneskja er komin með alvarleg einkenni sjúklegrar streitu, þá birtast einkennin í minnis- og ein- beitingartruflun, skorti á andlegu úthaldi og samskiptaerfiðleikum. Fólk er í raun oft óvinnufært vikum saman. „Ég hitti fólk, þar á meðal lækna sem vinna viðkvæm störf, til dæmis við svæfingar, og þeir muna stundum ekki lyfjaskammta. Þetta er fólk á besta aldri og vel menntað en streitan hefur náð tökum á því. Þá er mikil hætta á mistökum,“ segir Ólafur. Heilbrigðisstarfsfólk í áhættuhópi Hverjir eru aðal streituvaldarnir? Ólafur segir það snúast um hvernig fólk bregð- ist við áreiti undir álagi; hvort það for- gangsraði rétt, kunni að segja nei, fresti of miklu og hvort það kunni að vernda sig. „Og svo lífsstíllinn, hreyfing og andleg slökun. Streituvaldarnir eru blanda af því sem gerist í vinnu og heima fyrir; færnin til að aðskilja vinnu og einkalíf. Þeir sem eru í mestri hættu til að verða streitu að bráð eru vel gefið fólk, ósérhlífið, sem vinnur markvisst í störfum sem það hef- ur áhuga á og hefur metnað til að skila óaðfinnanlega. Það er eiginlega lýsing á fólki sem oftast velst í störf í heilbrigðis- þjónustu.“ Í tengslum við þetta segist Ólafur hafa fundið fyrir vissum fordómum í aðraganda málþingsins því að fagfólkið eigi stundum erfitt með að viðurkenna að mikilvægt sé að hlúa að þessu málum og opna umræðuna. „Það er gjarnan litið á það sem veikleika ef fólk hefur farið illa út úr streitu.“ Þörf á hugarfarsbreytingu Ólafur nefnir að fyrir um 40 árum síðan hafi orðið vitundarvakning um mikil- vægi hreyfingar og mörgum hafi fundist einkennilegt þá þegar örfáir eldhugar opnuðu líkamsræktarstöðvar. „Núna þarf svona hugarfarsbreytingu varðandi streitu. Hún er þarna, eðlileg, óeðlileg og jafnvel sjúkleg. Það er tiltölulega ódýrt að hindra neikvæðar afleiðingar hennar. Það er tímafrekara og kostnaðarsamara að lækna þá sem hafa orðið henni að bráð.“ Heilsuforvarnir komnar inn í atvinnulífið Sem geðlæknir starfaði Ólafur áður við að greina alvarlega geðsjúkdóma og við geð- endurhæfingu. Einnig hefur hann unnið við rannsóknir á heilabilun og heilastarf- semi. „Kannski gætu einhverjir velt fyrir sér af hverju ég hef svona mikinn áhuga á forvörnum. Ég fór að hugsa um þetta langa sjúkdómsferli geðsjúkdómanna, hvernig þeir byrja og hvernig þeir þróast og valda oft ekki bara þjáningum held- ur einnig skerðingu og hvað við læknar komum oft seint inn til greiningar eða meðferðar. Ég fór því að hugsa æ meir um hvað væri hægt að gera til að fyrirbyggja geðsjúkdóma og efla geðheilsu en um þetta eru orðin til góð fræði. Ég áttaði mig þá á að geðheilsuefling og forvarnir hafa í raun færst æ meira í hendur aðila utan heilbrigðiskerfisins, til dæmis mannauðs- stjóra eða stjórnenda í fyrirtækjum. Kostir þessa eru meðal annars þeir að koma má fólki til hjálpar varðandi streitu, depurð eða áfengisvanda fyrr en málin eru komin á það stig að leita þurfi aðstoðar í heilbrigðiskerfinu. Ég er samt hugsi yfir því hvað muni gerast ef frumkvæði til forvarna færist í vaxandi mæli út fyrir heilbrigðiskerfið og tel að meiri umræða þurfi að fara fram um þessa þróun.“ „Þau sem eru í mestri hættu á að verða streitu að bráð er vel gefið fólk, ósérhlífið, sem vinnur markvisst í störfum sem það hefur áhuga á og hefur metnað til að skila óaðfinnanlega. Það er eiginlega lýsing á fólki sem oftast velst í störf í heilbrigðisþjónustu,“ segir Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir og stofnandi Forvarna- og streituskólans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.