Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2017, Síða 50

Læknablaðið - 01.10.2017, Síða 50
450 LÆKNAblaðið 2017/103 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch, lífeinda- fræðingur og doktor í líf- og læknavís- indum, hefur vakið athygli og unnið til viðurkenninga að undanförnu. Nú sein- ast vann hún til aðalverðlauna heims- samtaka uppfinninga- og nýsköpunar- kvenna, The Global Women Inventors and Innovation Network, sem Frumkvöð- ull ársins. Sandra hlaut einnig verðlaun- in ,,Ungur og efnilegur vísindamaður ársins“ á sviði lífvísinda fyrr á árinu. Verðlaunin koma til vegna rann- sókna hennar á útrunnum blóðflögum og hvernig nýta megi þær til að rækta mesenkímal- stofnfrumur úr beinmerg. Blóðflögurnar fær hún hjá Blóðbankanum eftir að þær renna út og vinnur svo úr þeim blóðflögulausn sem kemur í staðinn fyrir kálfasermi í frumuræktun. Þótt hún sé ung að árum hefur hún verið brautryðj- andi á þessu sviði ásamt dr. Ólafi E. Sig- urjónssyni, yfirmanni stofnfrumuvinnslu og grunnrannsókna í Blóðbankanum og prófessor við Háskólann í Reykjavík. Saman stofnuðu þau nýsköpunarfyrir- tækið Platome líftækni og er Sandra Mjöll framkvæmdastjóri þess frá 2016. Það var valið sprotafyrirtæki ársins 2017 hjá Við- skiptablaðinu. Sandra er einnig aðjúnkt við læknadeild Háskóla Íslands síðan 2014 þar sem hún kennir erfðafræði. Sandra Mjöll varði doktorsritgerð sína: Notkun útrunninna blóðflaga til fjölgunar á mes- enkímal stofnfrumum, við Háskóla Íslands þann 15. september síðastliðinn. Innan við sólarhring síðar settist hún niður og svar- aði nokkrum spurningum Læknablaðsins um rannsóknir sínar, fyrirtækið og fram- tíðina. Fyrst til að nýta útrunnar blóðflögur Í æsku bjóst Sandra Mjöll ekki við að heillast af vísindum og verða frumkvöð- ull. Hún sá sig frekar sem píanista og bókmenntakonu, en röð atvika leiddi hana í nám í lífeindafræði og þannig hófst ævintýrið. ,,Þegar ég hafði lokið BS-gráðu í lífeindafræði fékk ég sumarverkefni í Blóðbankanum hjá Óla. Þetta ,,sumar- verkefni“ hefur nú staðið í sex ár.“ Hún bætti við sig diplómu til starfsréttinda og fór í doktorsnám. Útfrá doktorsverkefn- inu spannst svo fyrirtækið. ,,Frá því við fórum að byggja upp rannsóknirnar og síðan fyrirtækið, hefur eitt leitt af öðru. Þörf er á að finna betri frumunæringu en kálfasermi fyrir ræktun mesenkímal- stofnfruma, sem notaðar eru meðal annars í vefjalækningum. Óli fékk þá hugmynd að fara að skoða blóðflögur og við fórum í kjölfarið að skoða útrunnar blóðflögur í Blóðbankanum sérstaklega og spyrja: Er þetta eitthvað sem er hægt að nota? Við fórum því að endurnýta blóðflögur sem annars yrði fargað en ef við hefðum verið að nota ferskar blóðflögur, hefðum við ver- ið í samkeppni við Blóðbankann um blóð- gjafa. Okkur leist ekki vel á það. Þetta varð svo til þess að við vorum fyrsti hópurinn í heiminum til að sýna fram á gagnsemi þess að nota útrunnar blóðflögur, sem annars hefði verið hent, til rækunar á mesenkímal-stofnfrumum. Nú eru flestir aðrir á þessu sviðið farnir að gera það líka, þannig að okkar rannsóknir hafa breytt þessari fræðigrein. Skapa samtal og skiptast á þekkingu Þegar við sáum að hægt var að breyta okkar vinnu í vöru var næsta spurningin: Eigum við að fylgja því eftir sjálf eða láta einhvern annan um það? Við ákváðum að prófa að gera þetta sjálf.“ Þannig atvik- aðist það að hún gerðist frumkvöðull og framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækis. ,,Það var ekki eins og ég segði við sjálfa mig einn góðan veðurdag: ,,ég ætla að verða frumkvöðull!“. Ég held að fólk lendi bara oftast í því. Það er að fylgja ástríðu, hugmynd eða einhverju sem það trúir á, eins og í okkar tilfelli. Við hugsuðum: Það getur ekki verið svo mikið mál að stofna fyrirtæki.“ Hún getur ekki varist hlátri. ,,Augljóslega gerðum við okkur ekki fyllilega grein fyrir hvað felst í fyrirtækja- rekstri. Ég skráði mig á námskeið sem heitir Brautargengi hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Það er ætlað konum sem vilja hefja eigin rekstur.Þá var dóttir mín aðeins eins mánaðar gömul en hún er nú þriggja ára. Námskeiðið var mjög gagnlegt og ég þurfti að læra hratt hvað fólst í því að stofna fyrirtæki.“ Það reyndist farsælt spor og opnaði leið sem Söndru Mjöll var mjög að skapi. ,,Ég get fylgt mínum grunnrann- sóknum eftir og hagnýtt þær. Þar liggur mín ástríða“. Væri athugandi að byggja upp sterkari ramma fyrir vísindamenn til að koma Frumkvöðull með ástríðu fyrir vísindum ■ ■ ■ Anna Ólafsdóttir Björnsson

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.