Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.2017, Page 51

Læknablaðið - 01.10.2017, Page 51
LÆKNAblaðið 2017/103 451 rannsóknum og uppgötvunum á fram- færi? ,,Já, þegar við vorum að byrja vissi ég ekkert hvert ég átti að snúa mér. Það er mjög mikil gróska í nýsköpun á Íslandi af öllu tagi, en umgjörðin hentar samt ekki beint akademískum sprotum sem byggja oft á margra ára rannsóknum. Við erum með mjög mikið af öflugu fagfólki hér og Ísland á svo mikið inni en það vantar líka vettvang fyrir samskipti og um- ræðu. Ég hef tekið skref í þá átt að stofna ,,líftækniklasa“ og fengið liðstyrk frá Nýsköpunarmiðstöð, Háskóla Íslands og Samtökum iðnaðarins. Hugmyndin er að skapa samtal milli mismunandi rannsókn- arhópa, líftæknifyrirtækja og lyfjafyrir- tækja. Skiptast á þekkingu og jafnvel snúa bökum saman í hagnýtingu rannsókna og markaðssetningu á nýjungum. Þetta er líka hugsað sem vettvangur fyrir vís- indamenn í grunnrannsóknum til að fá að vita hvort áhugi sé á að vinna áfram með einstakar hugmyndir og verkefni og finna samstarfsaðila til að koma þeim lengra. Það er líka verið að athuga með húsnæði þar sem sprotafyrirtæki á sviði lyfja- og lífvísinda gætu leigt rannsóknaraðstöðu en það á eftir að útfæra nánar, enda er verk efnið á byrjunarstigi.“ Sandra Mjöll hefur verið í báðum hlut- verkunum, sem rannsakandi og fulltrúi einkafyrirtækis, og hún segir að það sé vissulega nokkurt álag og togstreita þar á milli. ,,En mér finnst hvort tveggja mjög skemmtilegt. Ég held áfram í rannsókn- um en stofnun fyrirtækisins gerði okkur kleift að fá fleira fólk í lið með okkur og það eru fleiri möguleikar á að sækja fé til rannsóknanna. Við erum meðal annars styrkt af Tækniþróunarsjóði. Mér datt aldrei í hug að við myndum ná svona góðum árangri á svo skömmum tíma.“ Sá hugsunarháttur að vísindamenn eigi ekki að koma nálægt fyrirtækjarekstri er óðum á undanhaldi og margir samgleðjast velgengi Söndru Mjallar, Ólafs og Platome líftækni. Lífeindafræðin er mikilvægt fræðasvið ,,Við vorum tvö í teyminu í byrjun 2016 og nú erum við átta. Við erum komin í samstarf við aðila út um allan heim og þannig getum við gert miklu meira en við hefðum burði til hér innanlands. Við eig- um svo mikið af nýjum og spennandi hug- myndum. Nú eru fjórir nemar að vinna mastersverkefni hjá okkur, mjög áhuga- verð verkefni sem þeir sinna af krafti og sannfæringu. Hugmyndir koma fram með ýmsum hætti. Stundum rekum við okkur á eitt- hvað sem þyrfti að vera öðruvísi í okkar vinnuumhverfi. Þá er því fylgt eftir og reynt að leysa þau vandamál. Það sem byrjar sem rökrétt næsta skref hefur stundum reynst vera ný hugmynd. Fólk hefur líka í seinni tíð leitað eftir samstarfi við okkur ef það sér skyldleika í sínum verkefnum og okkar. Oft er gott að vera í samstarfi við aðra, sækja saman um styrki og hafa tök á að ráða fleira fólk til starfa. Það skiptir þó mestu máli að vita hvert við erum að stefna og hvað við ætlum að fá út úr því sem við erum að gera. Undanfarin ár hafa verið erilsöm hjá Söndru Mjöll, rannsóknir, fyrirtæki, fjölskylda, háskólakennsla, doktorsnám, „Ég hef mikla trú á stéttinni og vil taka þátt í að byggja hana upp, en samtímis vil ég líka sjá miklu meiri samvinnu milli heilbrigðisstétta og út fyrir þær,“ segir Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch doktor í líf- og læknavísindum.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.