Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2017, Síða 52

Læknablaðið - 01.10.2017, Síða 52
452 LÆKNAblaðið 2017/103 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Yfirlæknir ber faglega og stjórnunarlega ábyrgð innan síns sérsviðs. Starfinu fylgir þátttaka í kennslu nema og heilbrigðisstétta, þjálfun aðstoðar- og deildarlækna, þátttaka í gæðastarfi og teymisvinnu tengt viðkomandi sérgrein, auk tækifæra til rannsóknarvinnu. Við leitum að áhugasömum, jákvæðum og metnaðarfullum sérfræðilækni í líffærameina- fræði. Um er að ræða 100% stöðu. Meinafræðideild sjúkrahússins sinnir ríflega 3000 vefjasýnum á ári, sem er u.þ.b. 10-12% þeirra vefjasýna sem til falla á Íslandi ár hvert. Sjúkrahúsið á Akureyri ~ fyrir samfélagið ~ ÖRYGGI - SAMVINNA - FRAMSÆKNI Yfirlæknir meinafræðideildar UMSÓKNARFRESTUR: 1. NÓVEMBER 2017 UMSÓKNIR: SAK.IS/ATVINNA Sjúkrahúsið hefur hlotið alþjóðlega gæðavottun á starfsemi sinni. Starfið er laust frá 1. desember 2017. Nánari upplýsingar um stöðuna veitir Sigurður Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga í síma 463 0100 eða netfang ses@sak.is. Nánari upplýsingar um starfið og hæfnikröfur eru á www.sak.is/atvinna. en hún hefur líka fengið mikla viður- kenningu og hvatningu. ,,Það er gott að fá hvatningu. Oft áttar maður sig ekki sjálfur á mikilvægi þess sem maður gerir og aðrir þurfa að segja manni það. En þá er líka mikilvægt að standa undir væntingunum og halda áfram. Þetta hefur oft verið mikið álag og þá er gott að geta hugsað: Þarna úti er fólk sem hefur trú á mér. Mitt fræðasvið, lífeindafræðin, hefur ekki alltaf fengið viðurkenningu sem skyldi, þó það sé sérlega mikilvægt. Líf- eindafræðingar eru sérfræðimenntaðir í líffræði mannsins og nákvæmum mæl- ingum á gildum líkamans, meðal annars. Nú hefur aukist mjög að lífeindafræðingar sæki í meistaranám og þrír hafa lokið doktorsnámi síðastliðið ár. Mér finnst mjög gott að geta verið öðrum lífeinda- fræðingum hvatning til að horfa á sig sem fræðimenn. Ég get farið til nemenda minna sem eru í lífeindafræðinámi og sagt þeim að sú menntun sem þeir eru að fá sé mjög verðmæt, og þeir geti nýtt hana eins og þeir vilja, hvort sem þeir vilja fara út í grunnrannsóknir, þjónusturannsóknir eða eitthvað annað. Lífeindafræðingar hafa fengist við alls konar rannsóknir inni á spítölunum og eru stundum fyrstir til að sjá einhverjar tilhneigingar, breytingar og frávik sem tengjast sjúkdómum. Vís- indin eru að gerast í höndunum á okkur á hverjum einasta degi. Ég hef mikla trú á stéttinni og vil taka þátt í að byggja hana upp, en samtímis vil ég líka sjá miklu meiri samvinnu milli heilbrigðisstétta og út fyrir þær. Til dæmis hef ég unnið talsvert með heilbrigðisverkfræðingum og séð að við getum skapað margt mikilvægt saman. Það er gott að þurfa ekki að vita allt sjálfur og fá aðstoð annars fagfólks. Þannig er auðveldara að nýta þekkingu og skapa virði fyrir samfélagið.“

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.