Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2017, Blaðsíða 56

Læknablaðið - 01.10.2017, Blaðsíða 56
456 LÆKNAblaðið 2017/103 Börn og aldraðir þurfa (þola) oft minni skammta af lyfjum en þeir miðaldra. Hjá öldruðum er skýringin aðallega sú að brotthvarf lyfja úr líkamanum gengur hægar fyrir sig, lyfin safnast frekar fyrir og ná hærri styrk í blóði og millifrumu- vökva. Úthreinsun lyfs í nýrum getur til dæmis minnkað um helming frá 40 til 80 ára aldurs. Svipaðar breytingar geta orðið, fyrir sum lyf, varðandi umbrotaferla og himnuflutning. Mikilvægt er að taka tillit til þessara þátta þannig að skammtar fyrir aldraða séu minni en fyrir þá miðaldra. Þetta hefur þó ekki skilað sér í lyfjaform- um með lægri styrk fyrir aldraða nema í undantekningartilfellum. Hins vegar er talsvert af lyfjaformum sem eru sérstak- lega sniðin að börnum og þörfum þeirra fyrir litla skammta. Mest notaða svefnlyfið er zópiklón (Imovane, Zopiclone Actavis, Zopiklon Mylan) sem er á markaði í tveimur styrk- leikum, 5 mg og 7,5 mg töflum. Í sérlyfja- skrártexta fyrir Imovane segir að hæfileg- ur skammtur fyrir aldraða sé 3,75 mg (hálf 7,5 mg tafla) og að meðferðin skuli ekki vara lengur en í 2-4 vikur. Vísbendingar eru um að 3,75 mg sé í mörgum tilfellum of stór skammtur og 2,5 mg væri nær lagi. Þrátt fyrir þetta er iðulega verið að ávísa miklu stærri skömmtum og í miklu lengri tíma handa öldruðum. Þetta getur bein- línis valdið heilsutjóni með minnisleysi, rugli og fleiri geðrænum vandamálum auk þess sem meðferðin eykur hættu á falli og beinbrotum1. Svipað má segja um fjölda annarra lyfja sem hafa slævandi áhrif á miðtaugakerfið. Ef trappa á niður skammta slævandi lyfja, eftir langvarandi notkun, þarf öfluga umgjörð og þolin- mæði enda getur slíkt tekið 3-6 mánuði eða lengri tíma. Í töflunni hér að neðan má sjá að notk- un lyfja með áhrif á miðtaugakerfið er algeng meðal aldraðra2. Sem dæmi má nefna að yfir 30% karla og yfir 45% kvenna nota svefnlyf. Það ánægjulega er að notk- un svefnlyfja og róandi- og kvíðastillandi lyfja hefur farið minnkandi á undanförn- um árum. Einnig má sjá að tæplega 20% karla og rúmlega 20% kvenna í þessum aldursflokki nota ópíóíða. Samkvæmt klíniskum leiðbeiningum eru örvandi lyf ekki ætluð sjúklingum eldri en 70 ára og sjá má af töflunni að þeir eru innan við 1% en fer þó hratt fjölgandi. Af töflunni má einnig sjá að notendum flogaveikilyfja í þessum aldursflokki hefur fjölgað á um- ræddu árabili og að rúmlega 20% karla og rúmlega 30% kvenna nota þunglyndislyf en notkun þess lyfjaflokks hefur lítið breyst á tímabilinu. Þessi notkun þung- lyndislyfja er mikil en hafa ber í huga að lyfin eru ekki bara notuð við þunglyndi og eru t.d. oft góður kostur við langvinnum kvíða hjá öldruðum. Af öllu þessu má sjá að notkun lyfja með áhrif á miðtaugakerfið er algeng með- al aldraðra og sumt kemur á óvart. Hafa ber þó í huga að sumir þessara einstak- linga notuðu lyfin einungis í stuttan tíma. Vélskömmtun getur verið þægileg og leyst ýmis vandamál en ekki má gleyma því að vélskömmtun getur stuðlað að óþarfri langtímanotkun lyfja. Annað vandamál með vélskömmtun er að ekki er hægt að ávísa hálfum töflum, sem getur stuðlað að of stórum skömmtum, sbr. Imovane hér að ofan. Mikil notkun slævandi lyfja er vandamál sem skerðir lífsgæði margra í hópi aldraðra og ofan á það bætist að oft eru notaðir óheppilega stórir skammtar. Fjölgeðlyfjameðferð er algengt vandamál meðal aldraðra og má þar nefna mörg svefn- og róandi lyf saman, marga ópíóíða saman eða blöndur þessara tveggja lyfja- flokka, sem er beinlínis hættulegt. Að lokum má hvetja lækna til að nota lyfjagagnagrunninn sem mest og benda á Leiðbeiningar um góða starfshætti lækna við ávísun lyfja (http://www.landlaeknir. is/um-embaettid/greinar/grein/item31883/ Leidbeiningar-um-goda-starfshaetti- -laekna-vid-avisun-lyfja). Heimildir: 1. Guðlaug Þórsdóttir, Elísabet Benedikz, Sigríður Á . Þorgeirsdóttir, Magnús Jóhannsson Auka ópíóíðar, róandi lyf, svefnlyf og prótónupumpuhemlar hættu á beinbrot- um? Læknablaðið. 2017;103(5):231-235 2. Lyfjagagnagrunnur landlæknis Lyf og aldraðir Magnús Jóhannsson læknir magjoh@hi.is, Anna Björg Aradóttir sviðsstjóri, Jón Pétur Einarsson lyfjafræðingur, Ólafur B. Einarsson sérfræðingur F R Á E M B Æ T T I L A N D L Æ K N I S 2 0 . P I S T I L L Fjöldi einstaklinga, á hverja 1000 íbúa eldri en 70 ára, sem fengu ávísað lyfjum af eftirtöldum flokkum Lyfjaflokkur Ópíóíðar Flogaveikilyf Róandi- og kvíðastillandi lyf Svefnlyf Þunglyndislyf Örvandi lyf karlar 2012 167 59 155 356 214 3,0 karlar 2016 189 72 150 316 221 5,0 Breyting (%) 13,2 22,8 -2,9 -11,3 3,5 67,5 konur 2012 219 84 266 501 329 2,9 konur 2016 227 113 258 455 338 3,5 Breyting (%) 3,7 34,2 -3,0 -9,1 2,7 21,9 Bisbetol og Bisbetol plus bísóprólól og bísóprólól hýdróklórtíazíð filmuhúðaðar töflur Okkar hjartans mál Mjög sérhæfður β1-blokki (hjartasértækur). Einungis þarf einn skammt á dag. Bisbetol er notað gegn háþrýstingi og langvarandi stöðugri hjartaöng. Bisbetol plus er notað til meðhöndlunar á frumkomnum háþrýstingi. Williams & Halls • Reykjavíkurvegur 62 • 220 Hafnarfjörður • Sími: 527 0600 • wh.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.