Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.10.2017, Side 58

Læknablaðið - 01.10.2017, Side 58
458 LÆKNAblaðið 2017/103 Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) auglýsir sérnámsstöðu í heimilislækningum lausa til umsóknar. Aðalstarfsstöð er á Egilsstöðum og yfirlæknir þar er næsti yfirmaður. HSA hefur langa reynslu af kennslu læknanema, kandídata og sérfræðinema í heimilis- lækningum. Námið verður byggt á marklýsingu fyrir sérnámslækna í heimilislækningum. Við útfærslu marklýsingarinnar verður lögð áhersla á þann fjölbreytileika sem héraðs- lækningar kalla eftir og samtímis að tryggja aðgengi nemans að skipulagðri hópkennslu / námi fyrir sérfræðinemana. Starfshlutfall er 100% eða eftir samkomulagi. Staðan er auglýst til þriggja ára og á námstímanum er gert ráð fyrir námsdvöl á heilsugæslu í Skotlandi og Norður-Noregi, eina viku á hvorum stað. Kennslustjóri HSA aðstoðar nemann við skipulag sjúkrahúss- hluta námsins með áherslur héraðslækningar (Rural Medicine) í huga. Umsóknarfrestur er til 16.10. 2017 og staðan laus frá 01.01. 2018 eða eftir samkomu- lagi. Kjör fara eftir kjarasamningi fjármálaráðherra og Læknafélags Íslands. Umsóknum skal skila á eyðublöðum sem fást á vef Embættis landlæknis; www.landlaeknir.is, til HSA, mannauðsstjóra, Lagarási 22, 700 Egilsstöðum. Umsókn fylgi staðfestar upp- lýsingar um menntun, fyrri störf og starfsleyfi og ef við á um rannsóknir og greinaskrif. Öllum umsóknum verður svarað. Tóbaksnotkun er ekki heimil á vinnutíma innan HSA. Nánari upplýsingar veita: Hrönn Garðarsdóttir, heimilislæknir og kennslustjóri, s. 470-3000 og 865-4710, netf. hronn@hsa.is Pétur Heimisson, framkvæmdastjóri lækninga, s. 470-3050 og 860-6830, netf. petur@hsa.is, Emil Sigurjónsson, mannauðsstjóri, s. 470-3050 og 895-2488, netf. emils@hsa.is. www.hsa.is Helstu verkefni og ábyrgð ● Almennar lækningar ● Heilsuvernd ● Vaktþjónusta ● Þátttaka í kennslu læknanema og kandídata. Hæfnikröfur ● Almennt lækningaleyfi er skilyrði ● Hæfni í mannlegum samskiptum, áreiðanleiki, jákvæðni og sveigjanleiki ● Vilji til þverfaglegrar samvinnu (teymisvinnu) ● Sjálfstæði í starfi, frumkvæði og faglegur metnaður ● Íslenskukunnátta áskilin. HSA starfar á þremur fagsviðum; heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Áhersla er lögð á samvinnu þvert á byggðarlög og stofnunin þjónar rúmlega 11.000 íbúum frá Djúpavogi til Bakkafjarðar, auk ferðamanna sem sækja Austurland heim. Heilsugæsla HSA hefur ellefu starfsstöðvar og Umdæmissjúkrahús Austurlands er í Neskaupstað. Ýmiss konar sérfræðileg læknisþjónusta er reglulega í boði í HSA og húðsjúkdómalæknir er þar í föstu starfi, á aðalkennslustöðinni Egilsstöðum HSA vill byggja þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu. SÉRNÁMSSTAÐA Í HEIMILISLÆKNINGUM

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.