Læknablaðið - 01.10.2017, Page 60
460 LÆKNAblaðið 2017/103
Stjórn Öldungadeildar
Kristófer Þorleifsson formaður, Jóhannes M.
Gunnarsson ritari, Guðmundur Viggósson
gjaldkeri. Kristrún Benediktsdóttir, Margrét
Georgsdóttir.
Öldungaráð
Bergþóra Ragnarsdóttir, Hörður Alfreðsson,
Magnús B. Einarson, Reynir Þorsteinsson,
Snorri Ingimarsson, Þórarinn E. Sveinsson.
Umsjón síðu
Páll Ásmundsson
Vefsíða: http://innri.lis.is/oldungadeild-li
Ö L D U N G A D E I L D
Landspítalinn 1930. (Arkitekt: Guðjón Samúelsson.)
Ljósm. Magnús Ólafsson.
Landakotsspítalinn; elsti hluti spítalans frá 1902. Ljósm.
ókunnur.
Bjarnaborgarspítalinn. Ljósm. ókunnur.
Sjúkrahús Neskaupstaðar 1957. (Arkitektar: Arne Hoff-
-Møller og Þórir Baldvinsson.) Ljósm. ókunnur.
Gudmanns Minde 1910. Ljósm. Hallgrímur Einarsson.Gamli spítalinn á Akureyri nýbyggður 1898.
(Minjasafnið á Akureyri.)
Fjórðungssjúkrahús Akureyrar 1953.
(Arkitekt: Guðjón Samúelsson.)
Ljósm. Gunnlaugur P. Kristinsson.
Svipmyndir úr sögu gamalla spítala
Nýir spítalar taka við
af gömlum. Með ár-
unum verða nýju spít-
alarnir gamlir, gömlu
spítalarnir enn eldri,
en nýrri spítalar taka
við af hinum nýju.
Tökum eina hringferð
um landið.
Elsti hluti Sjúkrahúss Akureyrar á Eyrarlandstúninu var tekinn í notkun 1953. Spítalinn
í Eyrarlandsbrekkunni var þó hinn gamli spítali, reistur 1898 eftir teikningum Guð-
mundar Hannessonar læknis, endurreistur sem skíðaskáli í Hlíðarfjalli 1956. Gudmanns
Minde (sem enn stendur; Aðalstræti 14) er hins vegar elsti spítali Akureyrar en hann var
starfræktur 1873-1899.
Sjúkrahúsið í Neskaupstað var vígt 1957
en ári síðar var ákveðið að sjúkrahúsið
skyldi verða fjórðungssjúkrahús. Eftir
að nýbygging sjúkrahússins var tekin
í notkun 1982 varð byggingin frá 1957
gamli hluti spítalans. Hins vegar var
Bjarnaborgarspítalinn, fyrsti spítali Norð-
firðinga, kallaður „Gamli-Spítalinn“ en
hann tók til starfa 1926.
Landakotsspítalinn var tekinn í notkun
árið 1902. Nýrri vesturálmu var bætt við
1935 en eftir að nýjasti hluti spítalans
var byggður varð vesturálman gamli
spítalinn en elsti spítalinn var rifinn. Því
skal einnig haldið til haga að gamla kaþ-
ólska kapellan var eins konar fyrirrennari
spítalans, fyrsti spítali St. Jósefssystra í
Landakoti.
Hinn glæsilegi nýi Landspítali (hét
upphaflega Landsspítalinn) á Grænu-
borgartúninu var vígður 1930. Hann var
seinna kallaður gamli spítalinn eftir að
nýbyggingar Landspítalans voru reistar.
Jón Sigurðsson
svæfingalæknir Akureyri
Neskaupstaður
Reykjavík