Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.2017, Page 61

Læknablaðið - 01.10.2017, Page 61
LÆKNAblaðið 2017/103 461 Ö L D U N G A D E I L D Nýja sjúkrahúsið á Ísafirði (Sjúkrahúsið að Torfnesi) var formlega tekið í notkun 1989. Rúmum 60 árum áður hafði hið glæsilega sjúkrahús á Eyrartúni verið reist sem spítali Vestfirðinga, en nú hefur húsið fengið nýtt hlutverk sem safnahús (bóka-, skjala- og listasafn bæjarins) en er oftast kallað gamla sjúkrahúsið á Eyrar- túni. Þótt flestir læknar hafi heyrt talað um gamla spítalann á Eyrartúni eru ekki margir sem vita að á Ísafirði var enn eldri spítali í Mánagötu 5 (Bankagötu 5) en hann var tekinn í notkun 1897. Þegar Friðrik VIII Danakonungur heimsótti Ísafjörð árið 1907 kom hann við á spítalanum og heilsaði upp á sjúklingana. Þessi spítali var gerður að elliheimili eftir að spítalinn á Eyrartúni var tekinn í notkun. Í Mánagötu 5 er nú gistihús. Á gamalli mynd sem hangir uppi á vegg í gistihúsinu má sjá kónginn á leið í heimsóknina forðum. Eftir að hafa gist þar rúmri öld síðar fékk undirritaður þá hugmynd að skrifa þennan pistil. Á nýlegri götumynd má sjá að pistilshöfundur hefði sennilega getað heilsað upp á kóngsa ef þeir hefðu verið þarna samtímis. Gamla Gistihúsið í Mánagötu 5; mynd tekin 2011. Fjallið Kubbi (Kubburinn) í baksýn. Ljósm. Á. M. Friðrik VIII Danakonungur heimsækir sjúkrahúsið á Ísafirði 1907. Fjallið Kubbi (Kubburinn) í baksýn. Ljósm. ókunnur. Vígsla sjúkrahússins á Ísafirði 17. júní 1925. (Arkitekt: Guðjón Samúelsson.) (Ljósmyndasafnið Ísafirði.) Ísafjörður Vísinda- og þróunarstyrkir Úthlutun 2017 - 2018 Vísindasjóður Félags íslenskra heimilislækna (FÍH) úthlutar styrkjum til vísinda- og þróunarverkefna á sviði heilsugæslu einu sinni á ári. Lögð er áhersla á að styrkja rannsóknir í heimilislækningum, um heimilislækningar og á forsendum heimilislækninganna sjálfra. Sjóðurinn veitir einnig sérstaka starfsstyrki til slíkrar vinnu. Umsóknir um úthlutun fyrir styrkárið 2017 - 2018 þurfa að berast sjóðnum fyrir 20. október næstkomandi. Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina. Umsóknum ber að skila rafrænt til Margrétar Aðalsteinsdóttur (margret@lis.is ), hjá Læknafélagi Íslands, Hlíðarsmára 8, 201 Kópavogi, ásamt rannsóknar- og fjárhagsáætlunum eða framgangsskýrslu ef um endurumsókn sama verkefnis er að ræða. Umsóknareyðublað er að finna á innra neti heimasíðu Læknafélagsins, www.lis.is, á heimasvæði FÍH. Starfsstyrkir geta verið allt frá 1 til 12 mánaða í senn. Upphæð starfsstyrks miðast við fasta upphæð sem svarar til dagvinnulauna styrkþega og er þá tekið mið af menntun og starfsaldri, þó aldrei hærri en sem svarar dagvinnulaunum yfirlæknis í heilsugæslu. Sé styrkþegi starfandi á heilbrigðisstofnun innan heilsugæslunnar leggur stjórn Vísindasjóðsins til að styrkurinn verði greiddur beint til þeirrar stofnunar. Á móti komi að forsvarsmenn stofnunarinn- ar sjái til þess að styrkþegi haldi áfram starfi sínu, óbreyttum launum og réttindum, en fái jafnframt tíma til að sinna rannsóknarstörfum á dagvinnutíma. Sjóðurinn veitir að jafnaði starfsstyrki til verkefna sem krefjast minnst 2ja mánaða vinnu eða meir. Við mat á umsóknum er lögð áhersla á að rannsóknarverkefnið sé á forsendum heilsugæslunnar. Sé um vísindaverkefni að ræða er einnig lögð áhersla á tengsl rannsakenda við heimilislæknisfræði Háskóla Íslands eða aðra akademíska háskólastofnun í heimilislækningum. Nánari upplýsingar veitir Emil L. Sigurðsson (emilsig@hi.is) Stjórn Vísindasjóðs FÍH

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.