Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.10.2017, Qupperneq 61

Læknablaðið - 01.10.2017, Qupperneq 61
LÆKNAblaðið 2017/103 461 Ö L D U N G A D E I L D Nýja sjúkrahúsið á Ísafirði (Sjúkrahúsið að Torfnesi) var formlega tekið í notkun 1989. Rúmum 60 árum áður hafði hið glæsilega sjúkrahús á Eyrartúni verið reist sem spítali Vestfirðinga, en nú hefur húsið fengið nýtt hlutverk sem safnahús (bóka-, skjala- og listasafn bæjarins) en er oftast kallað gamla sjúkrahúsið á Eyrar- túni. Þótt flestir læknar hafi heyrt talað um gamla spítalann á Eyrartúni eru ekki margir sem vita að á Ísafirði var enn eldri spítali í Mánagötu 5 (Bankagötu 5) en hann var tekinn í notkun 1897. Þegar Friðrik VIII Danakonungur heimsótti Ísafjörð árið 1907 kom hann við á spítalanum og heilsaði upp á sjúklingana. Þessi spítali var gerður að elliheimili eftir að spítalinn á Eyrartúni var tekinn í notkun. Í Mánagötu 5 er nú gistihús. Á gamalli mynd sem hangir uppi á vegg í gistihúsinu má sjá kónginn á leið í heimsóknina forðum. Eftir að hafa gist þar rúmri öld síðar fékk undirritaður þá hugmynd að skrifa þennan pistil. Á nýlegri götumynd má sjá að pistilshöfundur hefði sennilega getað heilsað upp á kóngsa ef þeir hefðu verið þarna samtímis. Gamla Gistihúsið í Mánagötu 5; mynd tekin 2011. Fjallið Kubbi (Kubburinn) í baksýn. Ljósm. Á. M. Friðrik VIII Danakonungur heimsækir sjúkrahúsið á Ísafirði 1907. Fjallið Kubbi (Kubburinn) í baksýn. Ljósm. ókunnur. Vígsla sjúkrahússins á Ísafirði 17. júní 1925. (Arkitekt: Guðjón Samúelsson.) (Ljósmyndasafnið Ísafirði.) Ísafjörður Vísinda- og þróunarstyrkir Úthlutun 2017 - 2018 Vísindasjóður Félags íslenskra heimilislækna (FÍH) úthlutar styrkjum til vísinda- og þróunarverkefna á sviði heilsugæslu einu sinni á ári. Lögð er áhersla á að styrkja rannsóknir í heimilislækningum, um heimilislækningar og á forsendum heimilislækninganna sjálfra. Sjóðurinn veitir einnig sérstaka starfsstyrki til slíkrar vinnu. Umsóknir um úthlutun fyrir styrkárið 2017 - 2018 þurfa að berast sjóðnum fyrir 20. október næstkomandi. Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina. Umsóknum ber að skila rafrænt til Margrétar Aðalsteinsdóttur (margret@lis.is ), hjá Læknafélagi Íslands, Hlíðarsmára 8, 201 Kópavogi, ásamt rannsóknar- og fjárhagsáætlunum eða framgangsskýrslu ef um endurumsókn sama verkefnis er að ræða. Umsóknareyðublað er að finna á innra neti heimasíðu Læknafélagsins, www.lis.is, á heimasvæði FÍH. Starfsstyrkir geta verið allt frá 1 til 12 mánaða í senn. Upphæð starfsstyrks miðast við fasta upphæð sem svarar til dagvinnulauna styrkþega og er þá tekið mið af menntun og starfsaldri, þó aldrei hærri en sem svarar dagvinnulaunum yfirlæknis í heilsugæslu. Sé styrkþegi starfandi á heilbrigðisstofnun innan heilsugæslunnar leggur stjórn Vísindasjóðsins til að styrkurinn verði greiddur beint til þeirrar stofnunar. Á móti komi að forsvarsmenn stofnunarinn- ar sjái til þess að styrkþegi haldi áfram starfi sínu, óbreyttum launum og réttindum, en fái jafnframt tíma til að sinna rannsóknarstörfum á dagvinnutíma. Sjóðurinn veitir að jafnaði starfsstyrki til verkefna sem krefjast minnst 2ja mánaða vinnu eða meir. Við mat á umsóknum er lögð áhersla á að rannsóknarverkefnið sé á forsendum heilsugæslunnar. Sé um vísindaverkefni að ræða er einnig lögð áhersla á tengsl rannsakenda við heimilislæknisfræði Háskóla Íslands eða aðra akademíska háskólastofnun í heimilislækningum. Nánari upplýsingar veitir Emil L. Sigurðsson (emilsig@hi.is) Stjórn Vísindasjóðs FÍH
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.