Fréttablaðið - 09.10.2018, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.10.2018, Blaðsíða 2
Veður Suðaustan 3-8 með skúrum eða slydduéljum, en rofar smám saman til um landið norðanvert. Hiti 0 til 7 stig. sjá síðu 16 01 Smærri viðgerðir Hraðþjónusta HEKLU. Hringdu í 590 50 30 eða renndu við. Hekla.is Ökutækin skóuð fyrir veturinn Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum að stutt er í að vetur konungur kíki í sína árlegu heimsókn. Meðal þess sem því fylgir er að ökumenn líti við á dekkjaverkstæði landsins til að passa upp á veggrip bifreiða sinna í vetrarfærðinni. Þessir starfsmenn N1 á Bíldshöfða höfðu nóg að gera þegar ljósmyndari Fréttablaðsins leit við og er viðbúið að sú staða sé einnig uppi á öðrum verkstæðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK LögregLumáL „Fólki var eðlilega brugðið, þetta virtist koma frá lög- reglu og fólk vissi ekki til þess að hafa brotið af sér og skildi ekki hvað málið var,“ segir Daði Gunn- arsson rannsóknarlögreglumaður um svikapóstana sem sendir voru út um helgina í nafni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar voru viðtakendur með nokkuð sannfærandi hætti boðaðir í skýrslutöku á lögreglustöðinni á Hverfisgötu vegna ótilgreinds máls og póstinum fylgdi hlekkur sem, ef leiðbeiningum var fylgt til enda, endaði þannig að tölvuþrjótarnir næðu aðgangi að tölvu viðtakanda. Daði segir að hlekkurinn hafi leitt inn á dæmigerða veiðisíðu þar sem skrá átti niður persónuupplýsingar. „Svo fékkstu skrá til baka og áttir að opna hana. Þegar allt þetta var gert þá var á bak við þetta svokallað spilliforrit (e. malware) sem opnar bakdyr að tölvunni eða „remote access trojan“. Það veitir aðgang að tölvunni þegar þeim hentar. En við vitum ekki hversu margir lentu í því að opna þessar skrár og erum að vinna í að skrifa leiðbeiningar fyrir fólk,“ segir Daði. Hann segir að ríflega hundrað manns hafi haft samband við lögreglu út af málinu. Margir hafi áttað sig á því að hér væri ekki allt með felldu og tilkynnt það. Daði segir greinilegt að tölvu- þrjótarnir hafi komist yfir póstlista einhvers staðar. Ekki sé vitað hvar, en það sé eitt af því sem verið er að skoða. Enn sem komið er hefur enginn tilkynnt um að hafa fengið kröfur frá tölvuþrjótunum eða orðið fyrir fjárhagstjóni. Tölvuþrjótarnir undirbjuggu svindlið vel en svo virðist sem við- komandi hafi keypt lénið logreian.is með stolnum upplýsingum vinsæls bloggara hjá ISNIC. Frá því léni var svo svikapósturinn sendur út. Theódór Ragnar Gíslason, tækni- stjóri hjá tölvuöryggisfyrirtækinu Syndis, segir vísbendingar um að þarna hafi Íslendingar komið að. Hann kveðst ekki hafa kafað tækni- lega ofan í málið en miðað við það sem fram hafi komið sé það áhuga- vert. Málfarið í tölvupóstinum sjálfum gefi vísbendingu um að þarna hafi Íslendingur í það minnsta verið með í liði. Þá hafi gefi sú staðreynd að ISNIC-auðkenni hafi verið hakk- að til kynna að viðkomandi viti hvernig hlutirnir virki hér á landi. „Þetta er nokkuð svæsin leið. Þú skráir íslenskt lén, hermir eftir pósti frá lögreglu sem er nokkuð flottur, kóperar síðuna þeirra. Það er tals- verð vinna á bak við þetta,“ segir Theódór. mikael@frettabladid.is Mörgum brugðið við svikapóst frá lögreglu Vísbendingar um að Íslendingur hafi komið að svikapóstinum sem sendur var á fjölda fólks um helgina í nafni lögreglunnar. Nokkur vinna að baki svindlinu segir netöryggissérfræðingur. Tilgangurinn að ná aðgangi að tölvu viðtakenda.  Ríflega hundrað manns tilkynntu svikapóstinn til lögreglu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Þetta er nokkuð svæsin leið. Þú skráir íslenskt lén, hermir eftir pósti frá lögreglu sem er nokkuð flottur. Theódór Ragnar Gíslason Tæ kn i Samfélagsmiðlarisinn Facebook, sem rekur meðal annars Facebook, Instagram og WhatsApp, kynnti í gær tvo nýja snjallskjái úr smiðju fyrirtækisins. Skjáirnir kallast Portal og Portal Plus. Alexa, stafræni aðstoðarmaðurinn úr smiðju Ama- zon, er innbyggð í skjáina en þeir eru þó einna helst hugsaðir fyrir mynd- bandssamtöl í gegnum Messenger- appið. Með Portal og Portal Plus hafa orðið ákveðin kaflaskil í sögu Facebook. Þetta er í fyrsta skipti sem fyrirtækið  sendir frá sér  vél- búnað. Hingað til hefur hugbún- aður verið viðfangsefnið og hefur sú vinna heppnast vel enda notar gríðarlegur fjöldi samfélagsmiðla fyrirtækisins. Þó er vert að minnast á það að Facebook keypti sýndar- veruleikagleraugnaframleiðandann Oculus árið 2014. Portal-skjáirnir eru þó settir á markað undir nafni Facebook.  Kynningu Facebook var ekki tekið gagnrýnislaust í gær. Jeremy White hjá tæknitímaritinu Wired sagði til að mynda að tímasetningin væri einstaklega óheppileg í ljósi þess að nýlega hafi verið brotist inn í millj- ónir reikninga notenda Facebook. „Spurningin er einfaldlega sú hvort fólk muni hundsa ógn við öryggi sitt vegna þess hve vel því líst á vöruna,“ sagði White. Andrew Bosworth, sem stýrir markaðssetningu Portal, sagði við BBC að skiljanlega hefðu neytendur áhyggjur af því að Facebook kæmi hljóðnemum og myndavélum inn á heimili neytenda. Facebook myndi hins vegar ekki undir nokkrum kringumstæðum njósna um við- skiptavini sína í gegnum Portal. – þea Facebook treður nýjar slóðir Lofa að njósna ekki í gegnum Portal. BreTLAnD Bretinn Robert Tchenguiz telur lögmanninn Jóhannes Rúnar Jóhannsson hafa haft uppi samsæri gegn sér í starfi sínu fyrir slita stjórn Kaupþings. Hann segir Jóhannes, ásamt embætti sérstaks saksókn- ara, hafa blekkt bresku efnahags- brotalögregluna (SFO) til að hefja rannsókn á viðskiptum sínum við Kaupþing. Þetta kom fram í máli lögmanns Roberts fyrir dómi í London í gær þegar mál hans gegn endurskoðunarstofunni Grant Thornton, tveimur starfsmönnum hennar og Jóhannesi Rúnari var tekið fyrir. Breskir miðlar greina frá. Málið er höfðað til greiðslu bóta vegna rannsóknar SFO árið 2011. Telur Tchenguiz að fyrrgreindir aðilar hafi látið embætti sérstaks saksóknara hafa falskar upplýsingar sem síðar rötuðu til SFO og urðu grundvöllur rannsóknar. Krefst hann milljarðs punda í bætur. – jóe Sakar Jóhannes um samsæri 9 . o k T ó B e r 2 0 1 8 Þ r i ð j u D A g u r2 f r é T T i r ∙ f r é T T A B L A ð i ð 0 9 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 0 5 -C 0 9 0 2 1 0 5 -B F 5 4 2 1 0 5 -B E 1 8 2 1 0 5 -B C D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 8 _ 1 0 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.