Fréttablaðið - 09.10.2018, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 09.10.2018, Blaðsíða 26
Ég tala reglulega við heilann eins og minn besta vin. Alda Karen Hjaltalín Mig langaði alltaf að búa í New York, alveg síðan ég fór þangað með ömmu Rósu í stelpuferð yfir helgi þegar ég var sautján ára,“ segir Alda Karen sem eftir helgarferðina með ömmu sinni hengdi upp mynd af Empire State-byggingunni á vegg í her- berginu sínu. „Sem er skondið í ljósi þess að nú labba ég fram hjá Empire State á hverjum einasta morgni á leið í vinnuna,“ segir Alda Karen sem hafði löngum verið með hugann við það að flytja vestur um haf og stökk til í fyrra þegar hún sá tæki- færi til þess. „Áður en ég vissi af hafði ég búið hér í heilt ár. Ég elska alheimssuðu- pottinn New York; hér er allt af öllu, og nóg af því. Í borginni býr fólk frá öllum heimshornum og margir að gera svo skemmtilega hluti. Drifkraftur New York-búa er líka svakalegur og ég er í því að reyna að halda í við þá. Undiraldan á þessum stað er engri lík, hér eru allir á hundrað, öllum stundum og alltaf.“ Besta en eitraðasta borgin Í erli stórborgaryssins segist Alda Karen þurfa að minna sig á að vera sinn allra besti vinur. „Svo margir hér eru mjög önnum kafnir og að vinna í öllu og fólk á það aðeins til að gleyma því að við erum öll mannleg. Maður þarf því að vera þess minnugur að skamma sig sjálfan ekki um of fyrir að vera ekki alltaf á fullri fart og minna vini sína á að það er nóg pláss fyrir alla.“ Þegar kemur að geðheilsu telur Alda Karen New York fara ýmist mjög vel með hana eða mjög illa. „New York er að mínu mati besta borg í heimi en hún er líka ein sú eitraðasta. Á einum stað getur maður fengið subbulegasta hamborgara í veröldinni og hinum megin við götuna 100 prósent lífrænan spínat-smoothie með háklassa engiferskoti. Þetta er bara spurning um að finna sitt jafnvægi í borginni og búa til sitt eigið sam- félag innan hennar.“ Komast í topphugarástand Í New York starfar Alda Karen sem ráðgjafi og fyrirlesari. „Ég tek einstaklinga í persónu- lega ráðgjöf og/eða lífseflingu, ásamt því að þjónusta fyrirtæki við markaðssetningu,“ upplýsir Alda Karen sem einnig heimsækir unglinga og ungmenni í samstarfi við Kevin Williams sem setur upp vinnusmiðjur sem taka á andlegri heilsu krakka á aldrinum þrettán til átján ára. „Um þessar mundir er ég líka að komast á fullan skrið með hug- ræktunarstöðvar í New York. Ég er afar spennt fyrir þeim og hef unnið í hugræktunarstöðvum síðan við settum þá fyrstu upp í apríl í Teach- able-skrifstofunum á Manhattan,“ segir Alda Karen. Hugræktunarstöð er andleg heilsurækt, sérstaklega hönnuð fyrir hugann. „Í stað þess að vera með einka- þjálfara erum við með sálfræðinga og svokallaða „peppara“ (e. per- formance enhancement coaches). Tími hjá þeim er minna eins og sálfræðitími en meira eins og pepp tími til að komast í topp- hugarástand fyrir daginn,“ útskýrir Alda Karen. Talar við heilann Æfingaaðstaða hugræktunarstöðva samanstendur ekki af lóðum heldur sýndarveruleikagleraugum og heyrnartólum. „Með þeim tækjum setjum við einstaklinga inn í ákveðnar aðstæður. Ef manneskja hræðist til dæmis að tala frammi fyrir fólki látum við hana spreyta sig á að tala frammi fyrir tíu þúsund áheyr- endum, svo fimm þúsund og að lokum tuttugu manns. Á meðan fær maður að upplifa bestu mögulegu viðbrögðin en líka þau verstu og svo í meðallagi. Með því gerum við það óþekkta þekkt fyrir heilann,“ útskýrir Alda Karen sem trúir því að manneskjan sé sjálf sín stærsta hindrun. „Þar spilar heilinn stórt hlutverk en með því að láta hann venjast aðstæðum getum við hjálpað honum að vinna með einstakl- ingnum í stað þess að vinna gegn honum. Við notum einnig spjald- tölvur með alls kyns leikjum fyrir minnið og gerum fleiri æfingar fyrir heilann,“ segir Alda Karen sem er líka með hóptíma og vinnusmiðjur. „Þar tala ég við heilann og um hvað hægt er að gera dagsdaglega til að bæta hug okkar og sjá lífið út frá nýju sjónarhorni.“ Hugarræktunarstöðvar eru hugs- aðar fyrir alla þá sem vilja þjálfa hugann. „Stærsti hópurinn sem sækir til okkar eru frumkvöðlar sem ætla sér að ná langt í lífinu, sem og ungt fólk sem gegnir háttsettum störfum,“ upplýsir Alda Karen sem hefur í hyggju að stofna hugræktunarstöð á Íslandi. „Ég er alltaf með fallega Ísland á bak við eyrað og með augun opin fyrir tækifærum til að opna slíka stöð heima. Í dag er þó hægt að fá þjónustu okkar inn til fyrirtækja þar sem við tökum kaffistofuna yfir í nokkra tíma og breytum henni í pop-up hugræktunarstöð.“ Tökum okkur of alvarlega Geðræktarmál hafa lengi verið Öldu Karen hugleikin. „Þegar ég var sölu- og markaðs- stjóri hjá Saga Film var ég iðulega með ráðgjöf og fyrirlestra um sölu- og markaðsmál. Þar áttaði ég mig fljótt á að ég var í raun að spjalla um líf og hugarfar fólks og áður en ég vissi af voru geðræktarmál það eina sem ég talaði um í fyrirlestrum mínum,“ útskýrir Alda Karen sem gætir þess að hlúa vel að eigin geð- heilsu í annasömu lífi sínu í New York. „Eins og New York gefur mér brjálæðislega orku er ekkert sem jafnast á við fagra Ísland. Ég er svo heppin að vera með viðskipta- vini á Íslandi og fæ því að koma í heimsókn á tveggja mánaða fresti í nokkra daga í senn. Þá drekk ég í mig náttúruna áður en ég fer aftur heim í steypufrumskóginn,“ segir Alda Karen sem hefur líka ætíð hug- fast að vera sín eigin besta vinkona. „Ég tala reglulega við heilann minn um þær hugsanir og tilfinn- ingar sem hann setur í huga minn og gæti þess að tala við hann eins og minn besta vin. Mér finnst líka óskaplega gott að skrifa niður hugs- anir mínar og tilfinningar og sitja aðeins með þeim; bara leyfa mér að líða vel með þeim og ímynda mér að ég sé að horfa á þær eins og bíla í umferðinni. Við tökum okkur oft svo alvarlega, bæði hugsanir okkar og líðan, en stundum er gott að halla sér aðeins aftur og leyfa bíl- unum að keyra aðeins um án þess að reyna að stjórna traffíkinni.“ Alda Karen veit líka að hún er alveg nóg. „Það gefur svo ótrúlega góða frelsistilfinningu að vita að ég sé nóg og því endurtek ég það oft við sjálfa mig. Ég þarf ekki að vera neitt eða gera neitt sérstakt frekar en ég vil. Ég er nóg. Alveg eins og ég er akkúrat núna.“ Ég er nóg eins og ég er Alda Karen Hjaltalín starfar við hugræktunarstöðvar í New York. Þar takast einstaklingar á við huga sinn og framandi aðstæður í sýndarveruleika. Hún segir borgina góða og slæma fyrir geðheilsuna. Alda Karen er einkar vinsæll fyrirlesari og troðfyllti Eldborg með LIFE Masterclass-fyrirlestri sínum fyrr á þessu ári. Hún stefnir að opnun hugræktarstöðvar á Íslandi. MYNDIR/ANTONÍA LÁRUSDÓTTIR Öldu Karen líkar vel í New York. 6 GEðHjÁLp 9 . O K TÓ B E R 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U R 0 9 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 0 5 -C A 7 0 2 1 0 5 -C 9 3 4 2 1 0 5 -C 7 F 8 2 1 0 5 -C 6 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 8 _ 1 0 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.